"Sigtryggur vann!"

Fyrir þá sem ekki þekkja til liggur það ekki í augum uppi að sumir séu miklu betri í brids en aðrir. En oft er það svo að góðir bridsmenn eru líka góðir í öðrum íþróttum. Einn af þeim var Sigtryggur Sigurðsson sem var einn af bestu bridsspilurum landsins og ósigrandi í íslenskri glímu um árabil og í slíkum sérflokki að hægt var að hafa það að gamanmálum þegar "Sigtryggur vann."

Færni Sigtryggs í glímunni lá heldur ekki í augum uppi því að margir héldu því fram að hann nýtti sér fyrst og fremst þyngd sína. Eitt sinn þegar þessi gagnrýni gekk úr hófi og talað var hann sem um ljótan og feitan glímumann fram gerði Sigtryggur nokkuð sem ekki hefur verið leikið eftir.

Hann sigraði í Íslandsglímu með því að leggja enga tvo keppinauta á sama bragði heldur notaði alltaf ný og ny brögð.

Ég kynntist Sigtryggi fyrst sem kornungum manni í víðavangsfótbolta á Högunum þar sem hann fór líka á kostum og hef ævinlega haldið mikið upp á hann.


mbl.is Mjótt á mununum í Íslandsmótinu í brids
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigtryggur er ennþá að spila af kappi. Hann var að spila í þessu Íslandsmóti og endaði í 10. sæti og telst nú enn meðal þeirra bestu á Íslandi.

Það eru til margar skemmtilegar sögur af honum en ég þekki fáar enda fyrir mína tíð flestar.

Frímann Stefánsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Engum líkur Sigtryggur!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband