Í rétta átt.

Ef Sturla Jónsson stendur fyrir mótmælagöngu á löglegan hátt í dag er hann á réttri leið í mótmælum sínum. Það er ástæða til að fagna því að hann og félagar hans grípi til hófstilltra og óumdeilanlegra aðgerða.
mbl.is Mótmælaganga Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það ríkir frelsi í þessu landi og að mínum dómi á hver sem er rétt á að tjá skoðanir sínar, burtséð frá því hverjar þær eru. "Vistvæn" mótmæli sem hvetja til aukinnar brennslu á olíu fela sér mótsögn og ég væri gersamlega ósammála þessum málstað. En ég er tilbúinn til að berjast fyrir réttinum til að setja þau fram.

Ómar Ragnarsson, 27.4.2008 kl. 15:50

2 identicon

Sæll Ómar

þessi mótmælaganga Sturlu í dag verður að mínu mati ákveðinn prófsteinn á áhrif mótmæla,í þetta sinnið mun Sturla fara fótgangandi vegna ólögmætar eignaupptöku yfirvalda,látum það liggja milli hluta að sinni.

það sem ég vildi benda á er að þessi mótmæli í dag hafa engin áhrif á neinn því þau snerta engan á neinn hátt,stjórnmálamenn geta og munu líta í "hina" áttina og látast ekki sjá eitt eða neitt.Þær aðgerðir sem þessir menn hafa staðið fyrir undanfarið snertu velflesta reykvíkinga og við fundum fyrir þeim á áþreifanlegan hátt,viðbrögð margra við þeim beindust að röngum aðila,í stað þess að eyða orku í að agnúast útí flutningabílstjóra hefði farið betur ef þetta fólk hefði látið pirring sinn bitna á ráðamönnum þjóðarinnar sem hefðu getað bundið enda á þessi mótmæli með því að koma til móts við kröfur þeirra á einhverju leiti,ég er ekki að segja að stjórnvöld hefðu átt að koma til móts þær kröfur að öllu leiti því það hefði einfaldlega gefið leyfi á svona drastísk mótmæli.´

Þú fórst fremstur í flokki þeirra sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma og beittir hefðbundnum mótmælaaðferðum,hverju skiluðu þær?

Stíflan stendur.

Mótmælendum gegn álverinu á Reyðarfirði var úthlutað sérstöku afgirtu svæði þar sem þeir "máttu" mótmæla á hefðbundinn hátt,bæði ráðamenn og forráðamenn álversins horfðu einfaldlega í aðra átt þegar þeir áttu leið þar um og þessi mótmælastaða varð frekar hjákátleg fyrir vikið og skilaði engu,álverið stendur og spúir eitri sínu útí umhverfið.

sú tíð að fólk fari á hnjánum með undirskriftalista til þeirra sem eru ráðnir til að vinna fyrir okkur eru liðnir Ómar.

Þetta land byggðist á sýnum tíma vegna þess að fólk flúði ofríki,kúgun og óeðlilega skattheimtu noregskonungs,við getum ekki flúið ástandið sem ríkir hér þannig að við verðum að neyða stjórnvöld til að breyta ástandinu með öllum tiltækum ráðum.

Með kveðju og virðingu

Sigurður H

Sigurður H (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:02

3 identicon

Eiga allir þeir sem mótmæla heimtingu á því að komið sé til móts við kröfugerð þeirra, sama hversu vitlaus hún kann að vera, eða hversu mikla sérhagsmuni hún snýst um? Ég bara spyr.

Kiddi (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

við skulum vona hann hafi ætlað í vestur. annars hefur hann gengið í ranga átt

Brjánn Guðjónsson, 27.4.2008 kl. 17:24

5 identicon

Tja... ef hann hefði verið með trukkinn hefði hann eflaust farið f. sínum mönnum, en herinn er víst hálfhöfuðlaus núna. Menn eru eflaust samt að jafna sig eftir seinustu mótmæli. Trukkarnir fara í sama gírinn kannski í næstu viku þar sem enn er mikill hiti í mönnum.... eða hvað?

Ari (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nokkuð til í því að erfitt sé með hefðbundnum mótmælum að ná árangri. Ég vil þó benda á grænu flokkarnir tveir fengju tæp 20 prósent í kosningum í kjölfarið göngunnar 26. september 2006 og Samfylkinginn hraðaði sér til að leggja fram stefnuna Fagra Ísland sem því miður sér engan stað ennþá að hafi skilað árangri þótt sá flokkur sé í stjórn.

Því miður eru einu mótmælin sem hafa skilað umtalsverðum árangri hér á landi þau þegar Mývetningar sprengu stíflu í Miðkvísl með dynamiti.

Ómar Ragnarsson, 27.4.2008 kl. 20:36

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var nú ekkert skrítið að mótmæli Ómars á sínum tíma bæru ekki árangur, þau komu allt of seint.

Er það ekki annars skelfileg tilhugsun Ómar, að þeir einu sem þið eigið eitthvað sameiginlegt með, skulu vera V-grænir?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það  vitað algjörlega fyrir víst hvaða áhrif Miðkvíslarstíflan hefði haft, hefði hún orðið að veruleika? Eða voru þetta ágiskanir?

 Ég er bara að spyrja, ekki að gefa í skyn að þetta hafi verið vitleysa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að Sigurður H sem á athugasemd hér að ofan er ekki ég, Sigurður Hreiðar.

Ég er þeirrar skoðunar að dropinn holi steininn. Þarf ekki slagveður til.

Kv. í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 28.4.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband