Hallbjörn, dæmi um frumkvæði.

Hallbjörn Hjartarson er gott dæmi um það hverju aðeins einn maður getur orkað í sveitarfélagi sínu. Ekki er að efa að hefði hann átt heima á Blönduósi hefðu kántrísafn þar, kántríútvarpsstöð og kántríhátíð dregið að sér margfalt fleira fólk en á Skagaströnd því það munar miklu að vera í alfararleið.

En Hallbjörn hefur haldið tryggð við sína heimabyggð og smám saman hefur fólk áttað sig á því að það sem hann gerir og hefur gert er ekkert til að breiða yfir heldur þvert á móti að kunna að þakka það.


mbl.is Kántrýdagar fara fram á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Já svona frumkvöðlar og dugnaðarforkar eru bráðnauðsynlegir, sérstaklega á svona litlum stöðum. En því miður eru þessir menn oft vanmetnir og jafnvel legður steinn í götu þeirra af minnsta tilefni. En ætli nokkur maður utan Húnavatnssýslu þekkti Skagaströnd ef ekki væri Hallbjörn?

Helgi Jónsson, 17.8.2008 kl. 03:24

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hallbjörn kom Skagaströnd "á kortið" eins og sagt er. Gísli heitinn á Uppsölum kom Selárdal enn frekar á kortið, hvað hafa  ekki margir listamenn og frumkvöðlar komið Eyrabakka og Stokkseyri á kortið og svona mætti lengi telja. Hugsjónafólk, frumkvöðlar með frumlega hugsun. Þetta er fólk sem hugsar "út fyrir rammann".  Með svona fólki breytist ímynd staða, saga þeirra kemur fram í dagsljósið og allt lifnar við. Það er akkúrat þetta fólk sem á að styðja og leyfa að komast áfram í því sem það er að gera. Það njóta svo allir afrakstursins.

Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2008 kl. 11:44

3 identicon

Heyrðu Ómar, muna gullfiskar eftir því þegar Hallbjörn var að byrja? Nei.

Annars talandi um brautryðjanda þá ert þú þar fremmstur í flokki.

Það mætti skrifa heilmikið um það.

 

Gummi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Það var sannarlega sérstakur sjarmi yfir ógleymanlegu atriðinu þegar Hallbjörn reið hvítum hesti inn á KR-leikinn á Laugardalsvellinum forðum syngjandi "Komd' í Kántríbæ". Við hlógum og sungum með. Síðan hefur alltaf verið notalegt að stilla á kántríútvarpið þegar maður kemst norður yfir heiðar. Verst að það næst ekki í Reykjavík. Hallbjörn á það sammerkt með öðrum frumkvöðlum að þora, þrátt fyrir illbifanlegt almenningsálitið á fyrirbærum eins og kántrítónlist eða hinni ágætu Skagaströnd.

Ívar Pálsson, 17.8.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigga:
Ef þjóðvegurinn verður færður í Svínadalinn fer hann vissulega framhjá Blönduós og Skagaströnd en hann mun þá koma upp á gamla þjóðvegnum í Langadalnumog því breytir sú leið engu fyrir Sauðárkrók, Hofsós og Siglufjörð. Þú ert sennilegaað rugla þessari leið saman við hugmyndir um að leggja þjóðveginn yfir kjöl.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.8.2008 kl. 15:29

6 identicon

Af mörgum ólöstuðum, þá ætti að veita snillingnum sem kom Skagaströnd á kortið Fálkaorðuna. Hann hefur gefið þjóðinni mikið með söng sínum, glaðværð og bjartsýni.

Kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Besta styttingin á leiðinni er ekki um Svínadal heldur sem beinustu leið frá Öxl og Brekkukoti yfir í Langadal á móts við Fagranes. Þá kemur hann yfir í Langadal sunnan við suðurenda Laxárvatns, lægi um lægð niður á besta brúarstæðið á Blöndu frá fornu, Mjósyndi við Fagranes.

Svínvetningabraut er mun verri leið af eftirtöldum ástæðum.

1. Í hvassri suðvestanátt getur orðið mjög misvinda undir Svínavatnsfjalli.

2. Gera yrði nýja og langa brú á Blöndu skammt norðan við gömlu brúna við Ytri-Löngumýri, en ef farið verður fyrrnefnda leið yfir Blöndu við Fagranes, verður sú brú miðja vegu milli núverandi brúa og því miklu meiri not af henni fyrir innanhéraðssamgöngur.

3. Svínvetningabraut myndi liggja utan við mörk Blönduósbæjar en brú hjá Fagrnesi yrði í landi Blönduósbæjar og hægt að færa sjoppur og þjónustu þangað.

Við þetta bætist sá kostur að losna við illræmdan ófærðar- og óveðurskafla yst í Langadal. Eftir tilkomu Þverárfjallsvegar halda Blönduósingar umferðinni til Sauðárkróks.

Níu ára gamall undraðist ég þegar ég stóð uppi í fjallinu fyrir ofan Hvamm í Langadal og sá á kortinu sem ég, þessi skrýtni landafræðidellustrákur, hafði komið með með mér að sunnan, hve mishæðalaus og augljós stytting var af því að fara beint yfir í Vatnsdal og spara 15 kílómetra.

Nú, 58 áraum síðar, undrast ég það enn meira að ég muni sennilega ekki lifa það að þessi mikla samgöngubót verði að veruleika.

Ómar Ragnarsson, 17.8.2008 kl. 18:39

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þetta þá virkilega svona mikið vandamál að komast á milli byggða hér á Íslandi? Mér finnst einhvern veginn að þær séu ofmetnar þessar 5 eða 8 mínútur sem sparast við fyrirhugaðar breytingar. Það er of lítið hugsað um áhrif þess að aftengja staði eins og Blönduós og önnur þau svæði sem hafa nærst á þjónustu við ferðamenn og jafnframt sýnt aðkomufólki nýjar hliðar á fólki og mannlífi.

En gáðu að þér Ómar, þú ert að tala við hana Siggu frá Öxl í Þingi.

Árni Gunnarsson, 19.8.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband