Rússarnir björguðu og keyptu fisk.

Í fyrstu landhelgisdeilu Íslendinga og Breta 1952 komu Rússar, þá Sovétmenn, okkur til hjálpar með vöruskiptasamningum þegar markaðir lokuðust í Bretlandi. Með því eyðilögðu Rússar hótanir Breta og við áttum áfram mikil vöruskipti við þá næstu áratugi. Setningin úr textanum "Rokk-calypsó í réttunum" ber vitni um þetta: "...Nú aka´á rokkboxum á rússajeppunum."

Sjálfur hef ég notað 42ja ára gamal rússajeppa til að klöngrast um slæmar slóðir norðan Mývatns og frábærarar fjaðrir og góð hönnun hafa glatt mig.   

Ekki er vitað til þess að Rússar hafi nokkurn tíma á þessum árum nýtt sér þá aðstöðu og það tak sem þeir gátu haft á Íslendingum, - þeim var nóg að stríða Bretum.

Minnir mig á gamla smásögu frá þessum árum. Íslendingur er að fara inn á hótelherbergi í Moskvu þegar gleðikona vindur sér að honum, talar reiprennandi ensku og vill eiga við hann viðskipti. Hann segist hafa annríkt og bandar henni frá sér og lætur sig ekki þótt hún haldi áfram að nuða í honum.

"This is unusual," segir hin glæsilega gleðikona, - "where are you from?" "I´m from Iceland," svarar hann.

"Oh, yes, Iceland, Síldarútvegsnefnd!" svaraði gleðikonan umsvifalaust.

Ekki ætti a vera erfitt að geta sér til um næsta skref Rússa, rússneska olíuhreinsistöð í Hvestudal, langstærstu framkvæmd Íslandssögunnar. Að sögn sveitarstjórans þar eru 99.9% líkur á að hún rísi. 

Yfirgnæfandi líkur eru á því að einkavinir Pútíns, sem fela sig á bak við nafnleynd, muni reisa og eiga stöðina. Og menn ættu að fara varlega í að mæra pilsfaldakapítalisma Rússa og einkavinavæðinguna þar í landi sem gerir íslenska einkavinavæðingu, svosem sölu Búnaðarbankans á sínum tíma, að smotteríi.  


mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband