Enginn ber ábyrgð á ummælum, enginn rekinn.

Í næstu bloggfærslu minni á undan þessari greini ég frá viðbrögðum hér í Bandaríkjunum við þeirri ótrúlegu frétt á sjónvarpsstöðvunum hér að Íslendingar hyggðust ekki standa við skuldbindingar gagnvart fólki erlendis, í þessu tilfelli meðal annars gagnvart venjulegu fólki sem lagði sparifé inn á reikninga í eigu Íslendinga í Bretlandi í góðri trú á að þar væri það varðveitt hjá mönnum sem hægt væri að treysta.

Það er vonlaust að útskýra þetta fyrir fólki hér fyrir vestan því að lokaspurningunni um það hvort enginn verði látinn taka ábyrgð á orðum sínum verður maður því miður að svara þannig að það verði varla gert. Boltinn fór raunar af stað með ummælum Davíðs Oddssonar í Kastljósi, sem hægt var að fylgjast með á netinu og fá þýdd umsvifalaust.

Síðan kom yfirlýsing Geirs um að ekki væri um þjóðargjaldþrot að ræða beint í kjölfarið og nú hefur verið upplýst um ummæli Árna Mathiesens. Þrír valdamenn töluðu á sömu lund og gáfu í skyn hvernig Íslendingar ætluðu sér að sleppa við gjaldþrotið og það var þremur of mikið.  


mbl.is Talar ekki um Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ómar

Er ekki dálítið skrítið að vera fjarri „góðu gamni“? Það hljóta að vera hinar flottu handahreyfingar Davíðs sem gerðu útslagið. Hann sýndi betur en nokkur táknmálstúlkur hvernig erlendum skuldum yrði sópað til hliðar og út af borðinu. Skýrara gat það ekki verið. Hann talaði ábyrgðarlaust og var í rauninni að reyna að sannfæra þjóðina um að hann stæði sína vakt. Og honum virðist hafa tekist það um stund.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.10.2008 kl. 17:21

2 identicon

Mótmælafundur fyrir framan Seðlabankann á morgun, föstudag, kl. 12.

Lesandi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvað um okkur?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2008 kl. 18:12

4 identicon

Æ, Ómar

ertu ekki búinn að fatta þetta enn þá? Með þjóðarsálina? Henni er stórkostleg vel lýst í Lífsins tré og Híbýli vindanna. Þar eru ræturnar. Þannig er það bara.Enn þann dag í dag. Og allir sem blása og hvása í bloggheimum eru bara vindurinn. Verkin tala. Þannig er það. Enn þann dag í dag. Kveðja. Nina.

NínaS (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessir menn eru í fullkominni afneitun, það lak svitinn af Árna Matt í viðtali Kastljóssins í kvöld.

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

- Svo er hér annar gullmoli úr XV. Kafla. -

148. gr. Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. …2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Ákveða má í dómi, eftir beiðni þess, sem fyrir óréttinum hefur orðið, að niðurstaða dóms og það af forsendum hans, sem dómur telur hæfilegt, skuli birt að opinberri tilhlutan í einu eða fleirum opinberum blöðum eða ritum.

P.S. Minni á á undirskriftasöfnun til áskorunar um afsögn Davíðs sem og mótmælafundinn sem fyrirhugaður er á Arnarhóli við Seðlabankann kl 12:00 á morgun 10. október 2008. Þegar dómur sögunnar fellur mun fólk verða spurt: "Hvar varst þú þennan dag?".

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Segðu bara við kannann að hér tíðkist lénsræði ennþá.  Feudalism.  Ef það virkar ekki skaltu bara blýstra stefið úr "the godfather" og læðast á brott.

Frændi minn fór vestur.  Hann er ekkert á leiðinni til baka. 

Ásgrímur Hartmannsson, 9.10.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: H G

Ómar!

Auðvitað eiga margir hausar að fjúka hér heima og þó fyrr hefði verið. - Hinu getum við bara ekkert gert við ef einhverjir eru svo einfaldir að FINNAST íslenska ríkið eigi alltaf að borga allar skuldir Íslendinga erlendis. - Mér er ekki kunnugt um að önnur ríki geri svo vel við lánadrottna sinna þegna. Ekki greiddi íslenska ríkið eyri í margmiljónatapi ættingja míns af fyrirtækisrekstri í Danmörku nýverið. Hvað þýðir að æja og óa um múgæsingu sem pískuð er upp af misrétturm fréttum?

H G, 10.10.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/bronwen_maddox/article4916541.ece

Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 00:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Declining to offer Iceland a quick €4 billion loan is one of the worst decisions the US and European countries have made in the financial turmoil. It is a false economy that will prove diplomatically expensive."

Sjá krækjuna (linkinn) hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 01:19

10 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Ómar,

Hvar er Íslandshreyfingin núna, afhverju eruð þið ekki að berja á þessum vanvitum upp á þingi,

Hefur einhver íhugað það að nú eru 2000 TVÖ ÞÚSUND!!!!!! bankastarfsmenn að verða atvinnulausir og það sem verra er að ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SVIPTA ÞÁ RÉTTINUM Á UPPSAGNARFRESTI, þetta er enginn lygi, svona er nú mikið að marka fagurgalan hann bankamálaráðherra sem lofaði öllu fögru fyrir nokkrum dögum.

Þetta er forkastanleg framkoma við þjóðina, réttast væri að senda Benjamín Þór upp í alþingi og láta hann og hans félaga berja á þessum mannleysum, ég skal glaður leggja í púkk.........

Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk láti sem ekkert hafi gerst og haldi áfram að strauja vísakortið eins og mælst er til.....................

Þórarinn Þórarinsson, 10.10.2008 kl. 09:46

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú er ekki tími til að leita sökudólga nú er tími bænastunda söngla allir að Bubba meðtöldum

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 14:01

12 identicon

Hvað hefur svo lítil þjóð sem við að gera með sjálfstæði ef hún ekki höndlar það,,hvaða tilgangi hefur líf okkar og barátta skilað okkur til auðs umfram færeyjinga og grænlendinga þrátt fyrir allt allt okkar strit,, Hví sögðum við okkur úr lögum frá dönum??vorum við með of háar væntingar ?? Vorum við knúinn af aldagömlu hatri einokunnar ??Hvers vegna knýjum við bara ekki aftur dyra,, Eða það sem betra væri,,að velja útihurð nágrannans , Norðmanna, sem týndi sonurinn á ferð ,, segja þegar opnað er'' ég er kominn aftur heim , hafandi ráfað um viltur'' Þannig getum við losað okkur við harðvítugar milliríkjadeilur vegna sjáfarafurða og Svalbarða,, Í fyrra tilvikinu sem hinu seinna getum við eignast betri eftirlaun,,lægri framfærslu,,styttri vinnuviku,,sterkari gjaldmiðil,,í hinu síðara smogið inní Evrópubandalagið á einni nóttu,, Þetta er þægileg leið og hin eina til að eignast nýja kennitölu,,

Bimbó (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:01

13 Smámynd: Páll Jónsson

Bíddu... skv. lögum um innistæðutryggingar nr. 98/1999 ber okkur að greiða ákveðna lágmarksupphæð til þeirra Breta sem misstu innistæður sinar ef bankinn getur ekki sjálfur reddað greiðslunum, einhverjar 20.000 evrur skv. Evróputilskipun ef ég man rétt.

Bretar vissu þetta vitanlega... Eignir Landsbankans yrðu seldar og freistað þess að greiða sem mest af skuldunum með andvirði þeirra, síðan myndi Tryggingasjóður innistæðueigenda greiða a.m.k. þessa lágmarksupphæð með öllum tiltækum ráðum og skyldur ríkisins þannig uppfylltar.

Gordon Brown ákvað hins vegar að ljúga upp í opið geðið á fólki!

Auðvitað ábyrgist íslenska ríkið ekki innlán banka í Bretlandi nema að ákveðnu marki, Breska ríkið ætlar andskotann ekki sjálft að ábyrgjast innlán banka í Bretlandi nema að ákveðnu marki.

Ríkinu bar ekki skylda til að gera það hér á Íslandi, það var gert til að róa fólk, en hverjum datt í hug að gert yrði meira en að uppfylla lagaskyldur okkar í Bretlandi?

Ég vil ekki bera blak af rolluskapnum í íslenskum ráðamönnum en Gordon Brown er einfaldlega að ljúga því að ekki verði staðið við skuldbindingar.

Í hnotskurn:  Á Íslandi verður allt tryggt eins og fyrr segir, sem var alls ekki skylda heldur (nauðsynleg) ákvörðun, en í Bretlandi verður farin sama leið og Bretar fara sjálfir, þó lágmarkstryggingin sé vissulega lægri hjá okkur en þeim.

Mér er bókstaflega óglatt. Forsætisráðherra Bretlands er reiðubúinn til að hætta á gjaldþrot Íslands með helberum lygum til þess eins að bæta sína eigin pólitísku stöðu. Og við höfum áhyggjur af Rússum?!?

Páll Jónsson, 11.10.2008 kl. 02:18

14 identicon

Þetta er rétt hjá Páli. Bresk yfirvöld spörkuðu í okkur liggjandi, meðan ríkisstjórnin hér var að reyna að vinna úr neyðarástandi og koma í veg fyrir hrun greiðslukerfisins. Ég fullyrði að þeir gerðu ástandið enn verra en það var orðið. En þetta er auðvitað einföld staðfesting á gamalli pólitískri staðreynd á Íslandi: Bretland hefur verið óvinur okkar númer eitt í 110 ár, allar okkar verstu milliríkjadeilur hafa staðið við Bretland í þann tíma. Rússland hefur aldrei gert neitt á okkar hlut, hvað þá eitthvað sem jafnast á við það sem Bretland hefur gert.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 09:48

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skildi Davíð þannig að íslenska þjóðin myndi ekki borga tap á áhættufjárfestingum fjárglæframanna, hvort sem þeir væri innlendir eða erlendir. Hann var ekki að tala um venjuleg innlán og sparifé fólks, um slíkt gilda lög og að sjálfsögðu heiðrum við þau.

Áttum við að heimta að breska ríkisstjórnin endurgreiddi áhættufjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða sem misheppnuðust í Bretlandi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 13:23

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ógagnið sem Davíð gerði var það að margítrekuð orð hans sáust og heyrðust um alla heimsbyggðina á því augnabliki sem nauðsynlegasta var að draga djúpt inn andann og halda kjafti.

"Slökkviliðsstjórinn" skvetti úr eldsneytisbrúsum í áttina að hinum eldspúandi breska dreka, sem sýndi skrímsliseðli sitt á afar dapurlegan og óviðkunnanlegan hátt.

Ómar Ragnarsson, 11.10.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband