"Heilræði" Ingibjargar Sólrúnar.

Nú hefur hulunni verið svipt af "slúðrinu" á borgarafundinum í gærkvöldi sem Jónas Kristjánsson kallaði svo fyrr í dag. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem sendi Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur "heilræði" sem fólust í því, að því er Ingibjörg segir, um að Sigurbjörg skyldi tala varlega á fundinum, - það væri best fyrir hana sjálfa.

ingbjörg segist hafa gefið Sigurbjörgu þessi heilræði af velvilja en alls ekki sem hótun. En það er stutt á milli velviljaðra heilræða og hótunar á borð við það að halda sig á mottunni, - annars hefði viðkomandi verra af.

Berið saman þessar tvær setningar: "Farðu varlega, það er þér sjálfri fyrir bestu" og "haltu þig á mottunni, annars hefurðu verra af."

Ingibjörg Sólrún er hér í hlutverki sem ég kannast við af ferli mínum, þar sem góðir vinir mínur lentu í þeirri aðstöðu að aðvara mig vegna þess að þeir hefðu fengið vitneskju um að mér væru brugguð launráð sem myndu fara illa með mig ef ég færi ekki "varlega."

Vinir mínir gerðu þetta í góðri trú um að þeir væru að ráða mér heilt af velvilja.

En í þjóðfélagi þöggunar og ótta svínvirkar svona aðferð og hún virkar allra best þegar allir eru orðnir meðvitaðir um það að "fara varlega" og "vera þægir" eins og ég lýsi í öðru bloggi frá því fyrr í dag.

2003 lá fyrir að Davíð Oddsson hafði refsað eða hótað Sverri Hermannssyni, Erni Bárði Jónssyni, umboðsmanni Alþingis og Þjóðhagsstofnun þannig að ekki þurfti annað en "slúður" og kviksögur eftir það til að hræða fólk frá því að tjá sig eða gera eithvað sem það héldi að væri ekki hæstráðandanum þóknanlegt.

Ég veit um dæmi þess að þegar einhver sýndist ætla að verða "óþægur" fóru að berast honum til eyrna sögur um það hvernig til dæmis hæstráðandinn sendi menn út af örkinni með orðunum: "farðu og finndu eitthvað á hann."

Allir voru orðnir svo meðvitaðir um þetta að ákveðin samhjálp var komin í gang til að forðast refsingu hæstráðandans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu var þetta slúður og matreiðing meints fórnarlambs sýnda illa innrætingu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Núna er þetta orðin staðreynd, hvort sem það taldist vera slúður eða ekki í upphafi.

Ómar Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, Ingibjörg afhjúpaði innræti Sigurbjargar. Sigurbjörg hélt að hún gæti látið málið hanga í lausu lofti og að Guðlaugi fengi að svíða undan tortryggni almennings. Henni varð ekki kápan úr því klæðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband