Hennar tími að koma ?

"Minn tími mun koma!" Þetta er ein af fáum setningum stjórnmálamanna sem hafa lifað allt frá því þau voru sögð þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð að lúta í lægra haldi fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyn í togstreitu þerra um völd í Alþýðuflokksins.

Nú er ljóst hvaða spilum Ingibjörg Sólrún hefur spilað úr til hægri og vinstri.

Háspil hennar að eigin sögn er eftir allt konan sem mælti hin fleygu orð: "Minn tími mun koma !" Konan sem nú virðist eiga möguleika á að verða fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Íslands.

Snjall leikur hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Steingrímur J. Sigfússon á erfitt með að heimta forsætisráðherrastólinn í þessari stöðu og með því að stíga til hliðar auðveldar Ingibjörg Sólrún myndun vinstri stjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband