Strandaði ekki á Seðlabankanum, sagði Geir.

Geir H. Haarde sagði nú rétt í þessu að ekki hefði strandað á málefnum Seðlabankans í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú var að ljúka með stjórnarslitum. Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað sætt sig við að Þorgerður Katrín tæki við af Geir en Samfylkingin hefði ekki samþykkt það.

Það er ljóst að Samfylkingin hefur spilað mjög ákveðið varðandi ríkisstjórnarforystuna og líklega í skjóli þess að fyrir liggi að vinstri stjórn eða minnihlutastjórn vinstri flokkanna með hlutleysi Framsóknarflokksins komist á.

Líklegast var þetta var það skásta sem gat gerst. Allt var í upplausn í stjórnarflokkunum. Af síðustu orðum Geirs var að skilja að hann kenndi Ingibjörgu Sólrúnu ekki um þetta heldur upplausninni í Samfylkingunni.

Nú hafa hann og Sjálfstæðisflokkurinn losnað við þann kross að reka Davíð, sem var eitt skærasta ljósið í sögu flokksins á meðan allt lék í lyndi.

Líklegast hefur útspil Framsóknarflokksins varðandi stuðning við minnihlutastjórn og þá líkast til undir forystu Ingibjargar Sólrunar, ráðið úrslitum um þessi málalok.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Þó svo að Geir segi að stjórnarsamstarfið hafi ekki strandað á Seðlabankanum þá held ég að ein helsta ástæða fyrir því af hverju Ingibjörg vildi að Samfylkingin fengi forsætisráðuneytið er svo þau fengju vald yfir Seðlabankanum. Ef það hefði gerst hefði fyrsta verk þeirra verið að stokka upp í Seðlabankanum og losa sig við Davíð.

Vilhelm Smári Ísleifsson, 26.1.2009 kl. 13:39

2 identicon

Þýðir þetta ekki að dagar Davíðs Oddsonar í Seðlabankanum séu senn á enda?

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:44

3 identicon

Lesið milli lína.

Ingibjörg Sólrún:

Ég vil verða forsætisráðherra = Ég vil vera í stöðu til að reka Davíð.

Geir Haarde:

Frekar slít ég stjórnarsamstarfinu = Ég vil ekki að Davíð sé rekinn.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:49

4 identicon

Ég fagna því mjög að þessi siðspillingar- stjórn Sjálfstæðis- og Samfylkingar skuli nú loksins hafa hröklast frá völdum.

En það er alveg ljóst að það var alls ekki vilji Ingibjargar Sólrúnar, enda hafði Geir mörg orð um það hvað hún hafi verið þeim Sjálfstæðismönnum handgenginn á allan hátt í þessu stjórnarsamstarfi.

Hún marg reyndi að bjarga þessu Ríkisstjórnar samstarfi og reyndi allt hvað hún gat til þess að hundsa margyfirlýstan vilja FÓLKSINS í flokknum sínum.

Þeir voru sko ekki FÓLKIÐ, ekki frekar en ÞJÓÐIN var "EKKI ÞJÓÐIN" !

En sem betur fer hafði FÓLKIÐ á endanum sigur, alveg eins og "EKKI ÞJÓÐIN" mun á endanum fara með fullan sigur yfir svona einræðis FLOKKSRÆÐIS VALDAFÝKLUM !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:53

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er komið í ljós að Ingibjörg Sólrún spilaði allan tímann úr oddaaðstöðu Samfylkingarinnar sem var styrkt með útspili Framsóknar varðandi hlutleysi gagnvart vinstri stjórn.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband