Ábyrgð allrar fyrri ríkisstjórnar. Jón Magg að flytja?

Ég held að það hafi verið rétt sem Jón Magnússon sagði í umræðum á Alþingi í morgun að Jóhanna Sigurðardóttir hefði ásamt allri fyrrverandi ríkisstjórn borið ábyrgð á hruninu í fyrra. Því hefði verið eðlilegast að allir ráðherrarnir hefðu gert það sama og Björgvin Sigurðsson og sagt af sér en óskað þess að forseti skipaði utanþingssstjórn.

Ég hjó eftir því umræðunum í fyrrakvöld að Kristinn H. Gunnarsson talaði fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Kristni var vikið úr formennsku fyrir þingflokknum á sínum tíma og Jón Magnússon tók við. Kristinn hefur verið úti í kuldanum í vetur í flokknum og studdi til dæmis ekki vantrauststillöguna á fyrrverandi ríkisstjórn.

Úr því að Jón er orðinn að umtalsefni vil ég víkja að því að í fréttum Bylgjunnar í hádeginu var greint frá því að Jón hefði sagt sig frá Frjálslynda flokknum eða að minnsta kosti frá stuðningi við formann hans og borið við að formaðurinn hefði sýnt siðferðisbrest.

Sú ásökun er ekki ný því að svipaða ásökun hafði Jón uppi í fyrra gagnvart formanninum varðandi það að hann væri búrinn að gera flokkinn að sérstöku athvarfi og valdauppsprettu fyrir sig og vini sína af Vestfjörðum.

Ekkert hefur heyrst af því hvort 5% þröskuldurinn verði afnuminn. Ef hann verður áfram er skiljanlegt að sú leið komi til greina af hálfu Guðjóns Arnars að treysta á það að fylgið vestra skili flokknum þingmanni líkt og í kosningunum 1999 þegar hann fékk 4,4% á landinu öllu, en einn kjördæmakjörinn þingmann vestra og út á það uppbótarþingmann í Reykjavík.

Þessi áhersla á hagmuni í Norðvesturkjördæmi kom vel í ljós þegar Kristinn H. gerði vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum að sérstöku umtalsefni í sinni ræðu.

En nú er spurningin: Hvert liggur leið Jóns Magnússonar ? Aftur heim í Sjálfstæðisflokkinn ?


mbl.is Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega þá áttu allir ráðherrarnir að segja af sér - það hefði verið lang hreinlegast fyrir allt og alla að geta birjað mér "slorlaust" borð, Jón Mag má vera þar sem hann vill held að kallinn sé orðinn hálf dankaður og lítt uppátækjasamur sem  og vindlaus, kanski má "skjóta" á hann aðeins svo hann falli ekki saman, úr fjarlægð séð mest að passa sjálfan sig og vernda komandi eftirlaun sem svo skemtilega vill til að eru ríkuleg hjá þessum "höfðingjum" sem á þinginu sitja og hafa setið

Jón Snæbjörnsson, 6.2.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Við viljum ekki sjá Jón Magnússon aftur í Sjálfstæðisflokkinn.  Vindbelgir ein og Jón eru best geymdir áhrifalausir, en fjandi dýrir fyrir skattgreiðendur, hjá Íslandshreyfingunni!

Halldór Halldórsson, 6.2.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tveir utanþingsráðherrar eiga sæti í núverandi ríkisstjórn, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Þar að auki sátu ekki í síðustu ríkisstjórn Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður JóhannesdóttirSteingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir.

Síðasta ríkisstjórn er ekki lengur við völd og Framsókn bauðst til að verja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli, sem urðu þar að auki við þeirri ósk forseta Íslands að velja utanþingsráðherra í stjórnina.

Jónas Friðrik Jónsson, fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sonur Jóns Magnússonar, þingmanns Frjálslyndra, þannig að það væri nú undarlegt ef Jón væri kátur þessa dagana.

Hver höndin hefur lengi verið uppi á móti annarri í Frjálslynda flokknum og Jón Magnússon getur að sjálfsögðu gengið aftur í Sjálfstæðisflokkinn:

"Ég er hýr og ég er rjóð,
Jón er kominn heim,
ég er glöð og ég er góð,
Jón er kominn heim,
kvíða, mæðu og angist er,
aftur vikið burt frá mér,
því Jón er kominn heim."

Þorsteinn Briem, 6.2.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

Sjáið þið hvernig djúpsefjun "heilagrar" Jóhönnu virkar?  Síðasti bloggari er pottþéttur á að Jóhanna Sigurðardóttir hafi EKKI setið í síðustu ríkisstjórn!

Halldór Halldórsson, 6.2.2009 kl. 16:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrirgefðu, Halldór minn.

Heilög Jóhanna (Santa Joanna, eins og hún er nú kölluð við Miðjarðarhafið) átti náttúrlega ekki að vera með í þessari upptalningu en einhvern veginn hefur henni tekist það.

Jóhanna var að sjálfsögðu félags- og tryggingamálaráðherra í síðustu ríkisstjórn og hún stóð sig mjög vel í því hlutverki, eins og hennar var von og vísa.

Þorsteinn Briem, 6.2.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Eru þeir ekki bara heppnir að losna við manninn sem fullyrti að Ísland væri fyrir Íslendinga? Fátt hefur komið meira óorði á Frjálslynda en að vera bendlaðir við rasisma. En að vísu situr hann ennþá, þarna á Akranesi, Magnús eða hvað sem hann heitir aftur, sá sem vildi ekki taka á móti flóttafólkinu. Hvað svo sem Jón Magnússon kann að hafa gert vel, þá fellur það alltaf í skuggann af þessum ljótu ummælum hans.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.2.2009 kl. 18:15

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir það.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2009 kl. 22:02

8 identicon

Sæll Ómar minn

Getur þú ekki geymt þessa villuráfandi sál með öllum hinum í Íslandshreyfingunni fyrir okkur?

Páll (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:51

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Úff, þetta er meira vesenið með Jón Magnússon, sem alinn var upp í HEIMDALLI sem og margir aðrir ungir menn. Reyndar hefur uppeldi á þeim bæ tekist upp og ofan eins og gerist og gengur, en Jón Magnússon var með glæsilegustu piltum, sem glansað hafa frá þeim virta skóla fyrr og síðar.

Spurning er, hvort týndi sonurinn rati heim og honum verði gerð góð veisla, eins og stendur í bók allra bóka, Biblíunni ? Það er önnur saga.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.2.2009 kl. 07:31

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Magnússon er heittrúaður stóriðjusinni sem efast um hlýnun loftslags á jörðinni eins og nýlegur pistill hans ber með sér. Íslandshreyfingin höfðar áreiðanlega ekki til hans.

Ómar Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 07:53

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður sagt þá skoðun mína hér í þessum pistlum að mér finnst allt of mikið gert af því í þessu landi kunningsskapar og tengsla að velta mönnum upp úr því hverra manna þeir eru eða hverjir eru skyldir þeim og tengdir nema að það snerti beint einhverja gjörð þeirra eða orð.

En það er sjaldnast tilfellið.

Ómar Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 07:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar. Það á einmitt að koma fram hverjir eru skyldir eða tengdir hverjum í þessu örríki en það er ekki þar með sagt að það hafi áhrif á gjörðir þeirra.

Eins er með allar eignir, til dæmis hlutafé, þeirra sem bjóða sig fram í alþingis-  og sveitarstjórnakosningum.

Allt slíkt á að koma fram, því það getur skipt máli.

Þorsteinn Davíðsson er sonur Davíðs Oddssonar og það skipti máli en það var aldrei opinbert að sá síðarnefndi væri að skipta sér af því, hvorki í orðum né gjörðum, svo ég viti.

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband