Oftökukynslóð rányrkjunnar.

Eftir að sjálftöku- og oftökumenn hafa leikið lausum hala í efnahagslífinu sjá menn nú enga aðra lausn á vandanum sem þeir skilja eftir sig en að okkar kynslóð gerist oftökukynslóð varðandi orkulindir og náttúruauðlindir landsins.

Við erum á fullu við það að fara um eyðandi eldi um háhitasvæði landins og taka út úr þeim þrefalt meiri orku en þau geta afkastað til frambúðar. Fyrirhuguð álver og komandi not orku fyrir önnur fyrirtæki og samgöngutæki okkar á sjó og landi munu verða til þess að klára orkulindirnar og eyðileggja náttúrugersemar sem eru í hópi mestu undra heims. 

Á sama tíma munum við hæla okkur á heimsvísu fyrir forystuhlutverk í sjálfbærri þróun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.Hugtakið sjálfbær þróun er skilgreint sem þróun (development) (nýting) (framkvæmdir) sem ekki kemur í veg fyrir að komandi kynslóðir geti haft val um sína þróun. (development) (nýtingu) (framkvæmdir).

Þetta heitir rányrkja á íslensku, og skiptir ekki máli hvort verðmætin verða uppurin á 10 árum, 50árum, 100 árum eða 500 árum.

Ef Ólafur Thors, Bjarni Ben, Emil Jónsson og Gylfi Þ. hefðu farið út í virkjanaframkvæmdir fyrir álverið í Straumsvík 1970 á þann hátt að orkan yrði uppurin árið 2020, eftir aðeins einn áratug frá okkar tíma, hefði okkur ekki þótt það standast kröfur um sjálfbæra þróun og endurnýjanlega orku.

Landnámsmenn hófu rányrkju á skógum landsins og þeim var að mestu eytt á 300 árum. Við viljum líkjast þeim að þessu leyti.  


mbl.is Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi bara eins og móðir mín segir þessa daganna: "Það er hryllilegt að sjá hvernig þessir menn hafa varið með landið"

Þegar hún talar um landið þá á hún við bæði land og þjóð. Að það sé búið að arðræna fólkið og að það sé verið að arðræna landið af náttúruauðlyndum þess. 

Og það fullyrði ég að sjálfstæðismenn gengina kynslóða, eins og afi minn gráta í gröfum sínum yfir þeim örlögum sem þessir menn hafa búið landi og þjóð.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

RÁNYRKJA í boði RÁNFUGLSINS siðustu 18 ár eða svo, með góðri aðstoð Framsóknar (helmingarskipta reglan góða) og svo MEÐVIRKNI Samfylkingarinnar og Sollu stirðu..!  Ég get bara ekki beðið eftir næstu "Borgarnes ræðu Ingibjargar....."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.3.2009 kl. 13:13

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Fá hugtök hafa verið misnotað eins mikið upp á siðkastið eins og "sjálfbær þróun".

Úrsúla Jünemann, 18.3.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já hverjar eru lausnirnar nú ... Hvernig á að vinna sig út úr þeim vanda sem ofneislu og græðgisvæðing síðari ára skilja eftir sig ???

G.Helga Ingadóttir, 18.3.2009 kl. 17:16

5 Smámynd: Hlédís

Þatta er þyngra en tárum taki. Nú verður sálftökuliðið sem "þróaðist", að mestu, upp úr Sjálfstæðisflokknum gamla að fá langt frí.   Við vitum að við ramman er reip að draga - því sálftektin á mikinn auð til að greiða sér götu - og ótrúlega sauðtrygga fylgismenn sem þó eru sjálfir rændir skipulega.

Hlédís, 18.3.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband