Á vel við.

images-3 Ferdinand Porsche var einn þekktasti bílahönnuður sögunnar og lauk meðal  annars við hönnun VW-Bjöllunnar, sem hafði áður fengið megindrætti sína hjá  NSU. Hann er því talinn faðir þessa vinsælasta bíls allra tíma.

 Eftir stríðið skildu leiðir VW og Porsche-fjölskyldunnar sem hélt áfram með eigin  sportbíl, sem byggður var upp á svipaðan hátt og Bjallan með láréttan loftkælda  boxara-vél afturí.

images-4

Porsche 356 varð strax vinsæll og hlaut frægð vegna dálætis kvikmyndaleikarans James Dean á honum sem reyndar kostaði hann lífið.

1963 kom Posche 901 fram, fékk fljótlega nafnið 911 og er í framleiðslu enn í dag með ákaflega svipuðu útliti, trúr uppruna sínum hvað varðar það að vera knúinn af láréttri boxaravél, sem liggur enn það langt fyrir aftan afturhjól að í raun á þessi bíll að vera óökuhæfur sem hraðskreiður sportbíll.

En þvert á móti hefur Porsche 911 staðið af sér allt mótlæti og hefur fyrir löngu skipað sér á stall fyrir ofan og utan alla aðra sportbíla.

Þegar hætt var að framleiða Bjölluna í Þýskalandi seint á áttunda áratugnum vegna þess að hún væri orðin úrelt, drógu eigendur Porsche sömu ályktun og komu með tvo arftaka, Porsche 914 og Porsche 928.

250px-Porsche911sc

 Skemmst er frá því að segja að ómögulegt reyndist að drepa  Porsche 911. Ég minnist þess hve eftirminnilegt það var þegar    við bræðurnir Jón og ég kepptum í heimsmeistarakeppninni í ralli  í Svíþjóð 1981 að fylgjst með hinum frábæra sænska ökumanni  Per Eklund fara á kostum á Porsche 911 bíl sínum.

 Hann var að verða of seinn til að mæta á eina sérleiðina, sem    var á ísi á ánni Klarelvi í heimabæ hans, Arvika, og þaut á leið til  keppnisstaðarins fram úr okkur í venjulegri bæjarumferð langt  yfir leyfilegum hraða.

180px-Porsche_Carrera_4S_front_20080519

 Lögreglan leit bara í aðra átt og  Eklund  komst að rásmarkinu á  síðustu stundu.

Hann var elskaður af bæjarbúum og auglýsti Porsche 911 með afrekum sínum.

Porsche 911 er enn í fremsta flokki varðandi aksturseiginleika og sjarma.

Hann hefur verið endurbættur stöðugt og nú er vélin orðin vatnskæld.

Bíllinn og er gott dæmi um lygilega hæfni hönnuða og tæknimanna verksmiðjanna því það er nær óskiljanlegt hvernig þeim tekst að upphefja lögmál um lengd milli hjóla, þyngdardreifingu og aksturseiginleika með því að framleiða enn þennan afburða bíl áratugum eftir að allir aðrir gáfust upp á rassvélarbílum.

Volkswagen og Ferdinand Porsche voru samlokur við fæðingu Bjöllunnar og nú er Porsche loksins kominn aftur heim.  

 


mbl.is Porsche og VW sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðunni þegar kemur að skuldurum þessa lands.Bankastjórarnir stíga fram ásamt spekingum og tala um skuldir heimilanna eins og þær séu allar settar undir þann hatt þér var nær vitleysingurinn þinn.Hittt er og forðast er að ræða það að hvr einstaklingur á að eiga þann rétt að geta brauðfætt sig og sína. Þarna á þessum mörkum stoppar enginn skuldakrafan tekur ekkert mið af þessari grunnþörf sem myndi í öllum siðuðum ríkjum             teljast átroðsla á persónurétt einstaklingsins. 'Í öllum siðuðum ríkjum er varnargirðing sem enginn má fara inn fyrir með skuldakröfur. Það á að vera hverjum banka augljóst að fólk þarf að fæða sig og klæða og lánveitingar sem krefjast greiðlu skulda inn fyrir þessi mörk að vera hreint ábyrgðarleysi frá hendi bankanna.Það segir í íslenskum lögum sá sem að veit og lánar manneskju sem ekki er borgunarhæf geti sjálfum sér um kennt og þýðir ekki að varpa þeirri ábyrgð á skuldarann. Hér er höfðað til þess að allir skullu vera ábyrgir gerða sinna. Sem einfalt dæmi ætti banka ekki að koma á óvart að greiðlufall yrði hjá gjaldþrota einstaklingi því aðstæður hans og eftirbreytni hefðu strax í upphafi leiks borið með sér hvert stefndi. Þessi girðing sem ég talaði hér áður þessi vernd gæti numið í dag þeirri upphæð sem væri lágmarksframfærsla ca. 90 þúsund eftir skatta. Og að lokum fyrir mann með 200 þúsund á mánuði og með með 150 þúsund eftir skatta getur mest verið skráður fyrir 6 milljón króna skuld. Allt um fram það er bæði ábyrgðarleysi bankans og einstaklingsins. Ef við viljum nýtt Ísland þá verðum við að horfa á málverkið eins og listamaðurinn að hafa á hreinu að hvert málverk hefur sína grunntóna!! Látum kreppuna ekki senda börnin okkar á vígvöllinn segjum nei við ESB.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.M (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:09

2 identicon

Þó svo að ég hafi ekki hundsvit á hönnun bíla þá langar mig að velta upp þeirri spurningu hvort ályktun þín, með að bílar með rassmótor eigi erfiðara með aksturseiginleika, sé hugsanlega röng? Ef rassmótor er virkilega hömlun á góðum eiginleikum, af hverju eru þá allir formúlabílar þannig byggðir? Held að það hljóti að hanga eitthvað fleira á spýtunni t.d. það að loftflæði yfir bíl jafni þyngdardreifinguna þegar komið er á einhverja verulega ferð. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:25

3 identicon

Margir Íslendingar kunna ekki að bera fram Porsche, en það á að bera e-ið í endann fram ;)

Ari (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: ViceRoy

Góður pistill, fróðlegur og skemmtilegur, hafði ekki hugmynd um eitt og annað þarna.

Jóhann, þegar þú ert með mjög afturhjóladrifinn bíl sem er mjög kraftmikill, vélina að framan, þá er þyngdarjöfnunin nokkuð góð, enda hefur oft verið leitast við að nota ál eða léttari efni að framan en stál að aftan. Settu vélina að aftan, þá er bíllinn einfaldlega orðinn svo þungur að aftan miðað við frampartinn að aflið leitar enn meira í "rassgatið", ef svo má orða það. Nema auðvitað hann væri fjórhjóladrifinn 

Formúlubílarnir eru engin undantekning frá þessu, enda er virkilega létt að missa rassgatið á þeim, nema auðvitað þegar menn kunna virkilega að keyra þá.

ViceRoy, 7.5.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alcoa framleiðir grindina í Ferrari

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 11:50

6 identicon

Jóhann F, F1 bílar eru ekki með rassmótor. Mótorinn er fyrir framan afturdekk og er því miðjumótor, Porsche eru með mótorinn fyrir aftan afturdekk og það er rassmótor.

Haukur Þóir Smárason (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:12

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ferrari framleiðir 5-6000 bíla á ári af þeim 53.000.000 sem framleiddir eru í heiminum. Það eru 0,001% af bílaframleiðslu heimsins, einn bíll af hverjum tíu þúsund.

Þyngdarpunktur rassvélarinnar í Porsche er líkast til um hálfum metra fyrir aftan afturöxul.

Það þýðir að í krappri beygju fer vélin að virkja með miðflóttaafli og vogarstangarafli til þess að snúa bílnum um afturöxulinn. Porsche hefur alla tíð verið styttri á milli öxla en VW og er enn þann dag í dag mjög stuttur, 20-25 sm styttri á milli öxla en Golf og co og jafnlangur og Toyota Aygo.

Aðrir sportbílar með vél fyrir aftan ökumann hafa vélina fyrir framan afturöxul og það er kallaðar miðjuvélar.

Kosturinn við rassvél Porsche er sá að hægt er að hafa tvö þröng sæti fyrir aftur í bílnum þar sem vélin væri annars, ef þetta væri bíll með miðjuvél.

Hans Ledwinka hét hönnuður Tatra 77 og bæði Porsche og Tjaarda, hönnuður Lincoln Zephyr, lærðu af Ledwinka.

Tatra-verksmiðjur höfðuðu höfundarréttar- eða einkaleyfismál eftir stríðið vegna þessa á hendur Volkswagen verksmiðjunum og fengu bætur.

Tatra 77 kom fram 16 árum á undan Tucker, 21 ári á undan Citroen DS og 35 árum á undan NSU Ro80, en allir þessir bílar voru langt á undan hvað snerti straumlínulögun og litla loftmótstöðu sem ekki varð algeng meira en hálfri öld á eftir Tatra 77.

Ómar Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 14:43

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég átti eitt sinn VW Bjöllu, árgerð ´73 minnir mig og fáir bílar sem ég hef keyrt eru skemmtilegri í akstri á malarvegi. Yndislegir bílar, fyrir utan miðstöðina, en í köldum veðrum voru bara tvær hitastillingar. Kalt og ískalt

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 15:10

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bjallan var dásamlegur bíll að mörgu leyti. Á okkar tímum hefðu hún verið skilgreind sem jepplingur því að það voru 20sm undir lægsta punkt sem var reyndar allur hinn slétti botn.

Bíllinn seig hins vegar niður í 15 sm hæð hlaðinn og það var talan sem verksmiðjan gaf upp.

Það var sem sagt hærra undir Bjölluna en Honda CRV, Toyota RAV 4 og fleiri slíka.

Og fjöðrunin var bæði löng og hæfilega mjúk til að éta upp holurnar.

Núna ek ég að jafnaði Fiat 126 sem er með loftkældri rassvél og heita loftið er einfaldlega afgangsloft af kælilofti vélarinnar.

Kannski er það vegna þess hve bíllinn er lítill að það er aldrei kalt í honum og þetta er svo dýrlega einföld lausn, enginn hiti fer til spillis!

Ómar Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband