Schumacher, - J.R. formúlunnar.

Íþróttir þurfa oft á miklum persónuleikum að halda og sama á við um mörg önnur svið. Stundum er um að ræða svo mikla afreksmenn að þeir einir bera sviðið uppi. Þannig bar einn maður, Michael Jordan, uppi körfuboltann bandaríska á sinni tíð, - slíkur yfirburðasnillingur var hann.

Önnur persónugerð sem lyftir undir áhuga á einhverju sviði er afburðamaður, sem allir geta æst sig yfir og sameinast um að hata eða elska.

Á árunum 1964-1974 var Muhammed Ali slíkur maður, - eða þangað til að ótrúleg endurheimt hans á heimsmeistaratitli í annað sinn gegn öllum veðmálum gerði hann að óumdeildum snillingi.

Án J. R. hefðu Dallas-þættirnir aldrei náð þeim hæðum í vinsældum sem þeir gerðu, þótt flestum þætti persónan mjög ógeðfelld.

Michael Schumacher var heimsmeistari í kappakstri sem engum var sama um. Annað hvort hötuðu menn hann eða elskuðu.

Fyrir bragðið hafði hann óhemju mikið aðdráttarafl og tryggði metáhorf að Formúlunni.

Hann hætti á réttum tíma hvað sjálfan hann snerti og með því að byrja aftur tekur hann óhemju mikla áhættu, - óþarflega mikla að mínum dómi.

En það skiptir ekki öllu máli. Hann er kominn aftur til þess að láta okkur annað hvort hata sig eða elska. Það eitt er mjög spennandi hvort hann nær að hleypa sama lífi í Formúluna og ríkti þegar hann var upp á sitt besta.

Á sínum tíma fór konan mín eitt sinn til útlanda á þeim tíma sem Dallas-þættirnir voru vinsælir, en þeir voru sýndir seinna hér heima en í því landi sem hún fór til.

Þegar hún kom heim til að taka upp þráðinn og horfa á Dallas hér heima spurði hún spurningar sem segir meira en flest annað um sápuóperur og þá sérstaklega Dallas: "Er J. R. einnþá dauður?

Schumacher er J. R. Formúlunnar sem hvarf af sjónarsviðinu. Er hann ennþá í fullu fjöri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fótboltanum mætti setja Maradona í þennan samlíkingakór.

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: brahim

Ómar þú gleymir einum mesta snillingi í körfuboltanum sem engin,enn sem komið er hefur getað komið í hans stað hvað skotstíl varðar...og er stórefins að nokkur muni geta það...margur hefur þó reint það. Hann bar nafnið  Ferdinand Lewis 'Lew' Alcindor. en breytti því síðar. Hann á enn metið í stigaskorun (38,387), sem enn hefur ekki verið slegið að ég best veit. Var 6 sinnum kosinn verðmætasti leikmaður NBA.

brahim, 31.7.2009 kl. 00:55

3 identicon

Hann setti líka á varnaglann "á sinni tíð" þarna , Jabbar (Lew Alcindor)
hætti rúmlega fertugur 1989, einmitt þegar frægðarsól Jordans var að byrja
(hann var þá kominn með nógu góða "aukaleikara" með sér til að liðið gæti
farið að vinna titla)

p.s. Smá fróðleiksmoli: Talandi um téðan Jabbar/Alcindor, þá var sett á regla í háskólaboltanum þegar hann var að spila þar á sínum tíma (síðar kölluð "Lew Alcindor reglan"), reglan var einfaldlega að það væri bannað að troða. Sett á vegna þess að hann dómíneraði svo mikið þarna í boltanum að enginn gat stöðvað hann, það þótti ekki sanngjarn leikur. Reglan var í gildi frá ´67-´76. Einmitt af því að hann mátti ekki troða boltanum í háskólakörfunni þá þróaði hann einmitt sky-hook skotið sitt.

Ari (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 02:55

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

He he - skemmtielgur vinkill þarna með sápuóperurnar Ómar.

Auðvitað taka íþróttamenn , sem og margir aðrir ákveðna áhættu með því að snúa aftur. Er nú ekki Formúlufíkill en öll umfjöllun og spenna úr Formúlunni hefur dottið á lægra plan eftir að Schumacher hætti. Það lifnaði aðeins yfir þessu með Lewis Hamilton í fyrra en nú er hann horfinn, svo gott sem.

Eigðu góða helgi Ómar - og takk fyrir frábæra pistla á blogginu þínu.

Gísli Foster Hjartarson, 31.7.2009 kl. 07:41

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

J.R er Jón Ragnarsson - eða þannig las ég þetta hjá þér Ómar.

Birgir Þór Bragason, 31.7.2009 kl. 11:47

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Jón Rúnar Ragnarsson má alveg mæta aftur í íslenzkt rall :)

Birgir Þór Bragason, 31.7.2009 kl. 11:48

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

J.R. bílasalan er uppi á höfða fyrir neðan Bílahöllina. Ætti að vera J.R.R. bílasalan.

Ómar Ragnarsson, 1.8.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband