Verslunarmannahelgin fer í yfirsetu.

Frá því síðastliðinn mánudag hef ég verið yfirsetumaður hjá Folavatni á hverjum degi. Þessi verslunarmannahelgi verður ólík öllum fyrri slíkum helgum hjá mér. Það hækkar hægt í Folavatni, sem ég hafði reyndar talið eftir þeim gögnum, sem ég hef, að væri um 2 ferkílómetrar.

Fyrir bragðið verður dauðastríð hinna grónu hólma langdregið. Fyrst sökkva tveir tangar á Miðhólmanum, en einhvern næstu daga sekkur risavaxið álftahreiður á Álftahólma,  sem gæti verið margra alda gamalt. 

Síðast sekkur lítill melkollur á Miðhólmanum. 

Ég vísa til fyrra bloggs um þetta með myndum af þessu, og hægt er að leita aftur í tímann með því að smella inn á "færslulisti". 

Kærar kveðjur til allra af hálendinu og skemmtið þið ykkur vel um þessa met-verslunarmannahelgi kreppunnar. 

 


mbl.is Kelduárlón flæðir í Folavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Landsvirkjun verður líklega gjaldþrota á næstu mánuðum verði henni ekki bjargað með gjaldþrota ríkissjóði. Mér hafa borist upplýsingar um að 150 milljóna kostnaður við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði sé pís off keik því hvert starf skapi 70 milljóna gjaldeyristekjur árlega. Og ef við tækjum okkur nú til og flyttum álið sjálfir á markað og jafnvel báxítið líka til Íslands þá væri þetta stærsta hagvaxtarnæring Íslandssögunnar.

Og hvað er nú eitt álftarhreiður í samanburði við svona kraftaverk Landsvirkjunar?

Hlýjar kveðjur á vaktina fyrir heilbrigða skynsemi!  

Árni Gunnarsson, 31.7.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kærar kveðjur, Ómar minn!

Þorsteinn Briem, 1.8.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband