Síbyljan um hryðjuverkin.

Fyrir tíu árum frétti ég af því að talað væri um fréttamennsku mína sem hryðjuverk og mig sjálfan sem hryðjuverkamann. 

Þetta orð hefur verið notað sí og æ síðastliðinn áratug um þá sem hafa eitthvað að athuga við æðibunuganginn og sívaxandi ásókn í að umturna mestu verðmætum landsins, einstæðri náttúru þess, í þágu mesta orkubruðls sem er mögulegt og langdýrustu starfa sem hægt er að stofna til.

Ólafur F. Magnússon var kallaður hryðjuverkamaður og hrakinn úr ræðustóli, þegar hann mælti fyrir vægt orðaðri ályktunartillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2001 um virkjanamál.

Við, sem nefnd erum í þessum pistli, erum sett á bekk með Osama Bin Laden og öðrum slíkum.  

Þær Þórunn Sveinbjarnadóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa verið sagðar vera að fremja hryðjuverk með því að viðhafa þá eðlilegu og nauðsynlegu aðferð við framkvæmdir, að þær séu skoðaðar í heild en ekki í pörtum til að komast að heildstæðri niðurstöðu sem byggð er á ábyrgð og yfirvegun. 

Á landsfundi Samfylkingarinnar síðastliðið vor var felld tillaga um að sækja eftir áframhaldandi undanþágu til losunar gróðurhúsalofttegunda. Í greinargerð með tillögunni var sagt að hún væri flutt vegna þess að hér þyrfti að keyra áfram stóriðju til hins ítrasta.

Engum ætti því að koma afstaða umhverfisráðherra á óvart nú fyrst nýmótuð umhverfisstefna beggja stjórnarflokkanna er samstíga í þessu efni. 

Þótt öll orka landsins yrði notuð fyrir álver myndi aðeins 2% vinnuaflsins fá vinnu í álverunum.

Rökin fyrir undanþága frá losunarkvótum eru þau að valið standi um að reisa virkjanir hér eða kolaorkuver í öðrum löndum.

Erlent máltæki segir: garbage in - garbage out", það er, ef tölva eða viðfangsefni er fóðrað á rusli verður niðurstaðan rusl.

Vatns- og jarðvarmaafl á Íslandi er langt innan við 1% af slíkri orku í heiminum og valið stendur því um hvort reisa eigi slíkar virkjanir hér eða í öðrum löndum.

Með því að reisa þær hér er verið að taka burt möguleika fátækra þjóða á að virkja með margfalt minni umhverfisspjöllum og margfalt meiri hlutfallslegum ávinningi í þjóðarbúskap þeirra, oft í löndum þar sem fátækt og skortur eru yfirgengileg.    

 

 

  


mbl.is Sérstök undanþága fyrir Ísland ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að taka undir með þér Ómar, orð eins og hryðjuverk og rasismi hafa algjörlega tapað merkingu sinni á ótrúlega skömmum tíma. Það er eins og fólk hafi ekki minnsta skilning á þessum orðum en því miður eru þetta svo hlaðin orð hjá fólki að þau virðist mega nota um hvað sem er. Hægri menn eru með hryðjuverkamenn á heilanum og vinstri menn sjá rasisma í vatnsglasi. Ákaflega þreytandi allt saman.

Gulli (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband