Rússar hætta við að lána Íslendingum.

Hverjir hafna lánum? Nú, lántakendur auðvitað. Eða það hélt ég.

Lánveitendur geta ekki "hafnað láni" frá sjálfum sér og ég fæ því ekki betur séð en að fyrirsögnin "Rússar hafna láni til Íslands" sé röng. 

Það má skilja hana sem svo að Rússar hafni því að fá lán, sem Íslendingar áttu að fá.

Þeir sem "hafna" einhverju hafna gjöfum, tilboðum eða einhverju sem er beint til þeirra, - ekki frá þeim.

Rússar eru hættir við að lána Íslendingum, svo einfalt er það. 

Ef ég hætti við að senda vinum mínum jólakort þá orða ég það þannig. Ekki: Ómar hafnar jólakortum til vina sinna.  


mbl.is Rússar hafna láni til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þann 7. október 2008 kom Davíð [Oddsson] fram í viðtali í Kastljósi RÚV. Þar kom fram að hann teldi íslensku krónuna eiga góða möguleika á að rétta úr kútnum í þeim ólgusjó sem hún væri í um þær mundir. Hann talaði um þá sem hann kallaði "óreiðumenn" sem íslenska ríkið gæti ekki borgað skuldir fyrir.

Davíð sagði það gott að eiga góða vini í Rússlandi og sá enga meinbugi á því að taka risalán hjá Rússum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Hann hélt því skýrt fram að íslenska þjóðin myndi ekki borga erlendar skuldir bankanna."

Davíð Oddsson - Wikipedia


Fjórum dögum síðar, 11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: "Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.

Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst. Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."


Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Forsætisráðuneytið: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)

Þorsteinn Briem, 15.10.2009 kl. 00:11

2 identicon

Mér fannst þetta líka kauðalega orðað. 

Farið hefði betur að segja; Rússar höfnuðu beiðni Íslandinga um lán.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll félagi,

Var það ekki þannig ,að Seðlabankinn gaf út ýfirlýsingu  um að Rússar ætluðu að veita okkur lán.Það minnir mig.

Var að ekki þannig eftir að sendiherra Rússlands hringdi í seðlabankastjóra okkar okkar mjög snemma morguns að Seðlabankinn sagði að við fengjum  Rússalán og gaf út fréttatiklkynningu um það?

Var það svo ekki þannig að að þetta var allt misskilningur vegna þess að báðir töluðu útlensku  og voru eiginlega varla vaknaðir, -   hvað þá risnir úr rekkju.

Þessvegna  var Rússalánið  bara bull.

Eiður Svanberg Guðnason, 15.10.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er komin eins árs reynsla á það sem virðist hafa verið hin raunverulega staða allan tímann: Rússar lána okkur ekki.

Ómar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sæll, félagi.

Fyrstu erlendu lánin sem komu upp eftir Hrunið og áttu að forða okkur frá því að "lenda í klóm AGS" voru frá Rússum og Norðmönnum. Þeir voru sagðir elska okkur svona mikið og skilyrðislaust.

Fljótlega kom í ljós að Norðmenn myndu elska okkur skilyrðistlaust heldur verða í samfloti með öðrum Norðurlandaþjóðum með skilyrðumum um AGS og Icesave.

En samt hefur þetta gengið svona í heilt ár þegar Íslendingar hafa haldið á blómunum og spurt eftir því sem þeir hafa plokkað blómin burtu: Elska þeir okkur? - Elska þeir okkur ekki? - Elska þeir okkur? - Elska þeir okkur ekki?....

Og síðasta blómið er komið og farið. Þeir elska okkur ekki og gerðu aldrei.

Færeyingar og Pólverjar komu hins vegar til sögunnar og afgreiddu þetta snyrtilega, stutt og laggott og skilyrðístlaust á meðan við höfum í heilt ár talað stanslaust um Norðmenn og Rússa.

Merkileg atburðarás.

Ómar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 01:33

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting. Vantaði lykilorð í setningu sem átti að vera svona: "Fljótlega kom í ljós að Norðmenn myndu EKKI elska okkur skilyrðislaust..."

Ómar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 01:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2008: (Sama dag og Davíð Oddsson talaði um óreiðumenn í Kastljósinu.)

"Eins og fram hefur komið í morgun stendur til að íslenska ríkið fá allt að fjögurra milljóna evru lán frá yfirvöldum í Rússlandi en fréttir af því eru þó enn óljósar.

Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag segir Davíð Oddsson [seðlabankastjóri] að viðræður við Rússana væru enn í gangi.

Seðlabanki Íslands sendi engu að síður frá sér tilkynningu snemma í morgun þar sem greint var frá því að Rússland hefði veitt Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra til að efla gjaldeyrisforða landsins.

Í viðtali við Bloomberg segir Davíð Oddsson að í tilkynningu um lánagreiðslu við Rússland hafi verið kveðið of sterkt að orði.

"Það er okkur að kenna," segir Davíð í samtali við Bloomberg en bætir við: "Öll aðstoð frá Rússlandi er vel þegin."

Þá kom fram að sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, hefði tilkynnt Davíð Oddssyni þetta í morgun.

Síðar í morgun sendi Seðlabankinn frá sér aðra tilkynningu þar sem áréttað var að viðræður væru enn í gangi.

Í viðtali við Bloomberg segir Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússlands, að þeir hafi fengið beiðni frá íslenskum stjórnvöldum og að viðbrögð Rússa væru "jákvæð".

Þá hefur Bloomberg eftir Geir H. Haarde
, forsætisráðherra, að hann sé mjög "vonsvikinn" með að ekki hafi tekist að tryggja sér stuðning vinaþjóða, án þess þó að nefna hvaða þjóðir hann ætti þar við."

Sjá fréttir Bloomberg:

Iceland Seeks Loan From Russia, Pegs Currency


Iceland Says It `Overstated' Agreement on Russian Loan"

Davíð Oddsson seðlabankastjóri: Aðstoð frá Rússlandi vel þegin


13.3.2009: "Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 15.10.2009 kl. 01:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÍKISSTJÓRN SVÍÞJÓÐAR 2. júlí 2009:

Í NÓVEMBER 2008
STAÐFESTI ÍSLAND að landið ætlaði að standa við skuldbindingar sínar hvað snertir bankainnistæður að 20.887 evrum, samkvæmt tilskipun sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (94/19/EG) .

"I november 2008 bekräftade Island att landet kommer att leva upp till sina åtaganden enligt insättningsgarantidirektivet, det vill säga att ärsätta insättare i isändska bankers utländska filialer upp till det högsta möjliga beloppet enligt den isländska insättningsgarantin, 20.887 euro."

Sjá bls. 11-12:


Sænska ríkisstjórnin 2.7.2009: Lán til Íslands - IceSave og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn


Forsætisráðuneytið 16. NÓVEMBER 2008: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)


Sameiginleg fréttatilkynning Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1. júlí 2009


Sameiginleg fréttatilkynning fjármálaráðuneyta Póllands og Íslands 4.10.2009

Þorsteinn Briem, 15.10.2009 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband