Senuþjófar á flugsýningum.

Sukhoi orrustuþoturnar sem koma eiga til Keflavíkurflugvallar voru senuþjófar á flugsýningum í París fyrir rúmum tíu árum. Ég held að það hafi fyrst og fremst verið vegna þess hvílíkir snillingar flugu þessum vélum.

300px-Su-27_low_pass

Sérlega minnisstætt var þegar Bandaríkjamenn hugðust sýna einstæða fluggetu nýrrar, rándýrrar og flókinnar ofurþotu sem bar heitið X-31.

Hún kom fljúgandi í átt að flugsýningunni í París og gerði ýmsar æfingar þar sem notuð var flókin tækni byggð á því að nota hið gríðarlega afl hreyflanna til að láta vélina nær stöðvast í loftinu og standa upp á endann með tækni sem bar heitið "vectored thrust", sem útleggja má sem "fjölstefnukný." 

Á eftir þessu atriði fór Sukhoi-þotan í loftið og gerði margfalt fjölbreyttari æfingar en bandaríska ofurþotan og þar að auki í návígi við áhorfendur yfir sjálfri brautinni en ekki í órafjarlægð eins og X-31.

Tókst snillingunum sem flugu Sukhoi-þotunni með að láta hana standa nær kyrrstæða upp á endann, nokkuð sem ég hef ekki séð neina flugmenn gera á neinum af þeim orrustuþotum sem ná tvöföldum hljóðhraða í ofanálag og hafa yfir 3000 kílómetra drægi. Var þetta eitt eftirminnilegasta atriði sem ég hef séð á flugsýningum. 

Tveimur árum síðar áttu sömu flugmenn að endurtaka þetta á næstu Parísar-flugsýningu og voru áhorfendur tvöfalt fleiri en nokkru sinni fyrr, því að svo mikið orð fór af Sukhoi-atriðinu tveimur árum fyrr.

Þotan hóf sig á loft og var síðan flogið í nokkra venjulega hringi með hjólin niðri dágóða stund.

Síðan kom hún inn til lendingar og þulurinn tilkynnti: "Því miður verður ekki hægt að sýna meira flug á þessari þotu því að flugmennirnir geta ekki tekið hjólin upp !"  

Já, bilun sem jafnvel eldgamlar litlar Piper Apache vélar eru lausar við!

Framangreint bendir til að þessar þotur sem eru hreyfla með alls 30000 kílóa kný og ná yfir 3000 km hraða þurfi á góðu viðhaldi að halda.   


mbl.is Munu beita sér gegn viðhaldsstöð fyrir orrustuflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög áhugavert, að hafa þetta fyrirtæki starfandi á Kefló.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.10.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er stórmerkur frændi okkar Eiríkur Jónson, genginn á vit feðra sinna. Ég skulda honum að reisa merki hans, þótt síðar verði.

Ómar Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Ómar ekki gleyma hvað Rússarnir fórnuðu mörgum vélum og flugmönnum í þessari vél.

Einar Þór Strand, 15.10.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei ég gleymi ekki því né þeim hörmulega atburði þegar hljóðfráa "Concordski" Tu-144 fórst á flugsýingu í París.

Ómar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband