Burt með ósið. Óþörf hækkun ?

Víða í Bandarikjunum liggur 130 þúsund króna sekt við því að henda sígarettustubbi eða rusli á götur eða víðavang og gildir einu hvort hent er úr bíl á ferð eða ekki. 

Ástandi í þessu hefur ömurlegt hér á landi og löngu tímabært að gera eitthvað í málinu.

Ég skil hins vegar ekki hækkun einkanúmergjaldsins. Einkanúmer geta bæði verið upplýsandi og skemmtileg og gjaldið fyrir þau fer í góðar þarfir.

DSCF3043

Sjálfur sagði ég einhvern tíma aðspurður í fjölskylduboði að ég vildi ekki vera með einkanúmer nema góður boðskapur fælist í því.

Þetta heyrðu börnin mín og gáfu mér einkanúmerið sem ég hef nú á bílnum mínum, ódýrasta bíl landsins, "EDRÚ".  Og á minnsta og ódýrasta brúðarbíl landsins er númer með góðan boðskap: "ÁST".

Ég spái því að ágóðinn af tvöföldun gjaldins verði enginn vegna þess að vegna svona mikillar hækkunar muni það margir hætta við að fá sér svona númer að ekkert meira fáist í kassann samanlegt.

P1010249

Þess ber að geta að raunverulegt gjald núna fyrir einkanúmer er ekki 25.000 krónur heldur 32.500, því að 7.500 krónur bætast við vegna gerð númeraplatnanna.

Gjaldið á því í raun að hækka í 57.500 krónur.  


mbl.is Leyft að reiða á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála burt með stubbana. Það sem slær mig mest er reyndar að á náttúrusvæðum þá er allt morandi í stubbum, fara reykingar saman við virðingarleysi við náttúruna, af hverju er fólk að fara í náttúruna ef það virðir hana ekki meira en að kasta stubbi/rusli í hana?

Annars hefur mér alltaf þótt einkanúmerin kjánaleg og egóístísk en það er bara ég.

Ari (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, ég sagði það líka þegar ég var spurður um þau í fjölskylduboðinu. Ég myndi aldrei fá mér númer með nafninu mínu á. En ég get skilið það að til dæmis fyrirtæki, sem þurfa að auglýsa sig, fái sér einkanúmer á bíla sína.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband