Og álverasöngurinn hækkar.

Söngurinn "gef oss í dag vort daglega álver" er sunginn áfram og hljómaði nú síðast í fréttum útvarpsins í hádeginu. 

Fundin var enn ný ástæða til þess að keyra upp stóriðjustefnuna.  

Fullyrt að sem mestar álversframkvæmdir væru forsenda fyrir því að hægt verði að hífa sig upp úr ruslflokki í lánshæfismati.

Fyrirtækið sem búið er að kollsigla sig með óhæfilegum og rándýrum lántökum vegna stóriðjustefnunnar á samkvæmt þessu enga leið út úr vandanum nema að bæta í á þessu sviði svo að því geti liðið vel. 

Minnir á afréttara fyrir fíkil.  

Þetta er líkt því þegar maður, sem er kalt á fótunum, ákveður að pissa i skó sína. Á því augnabliki sem ylurinn berst um fæturna er kuldavandinn leystur. Forsendan fyrir þeirri lausn var að pissa í skóinn.

Æðibunu, óðagots- og örvæntingarstefnan sem keyrð er áfram hér er miðuð við að horfa rétt fram fyrir nefið á sér án þess að íhuga hvað gerist þegar afleiðingar skómigunnar koma fram.

Já, vel á minnst, - kannski er það ekki vitlaust heiti á stóriðjustefnunni, skómigustefna.  

Ekkert er skeytt um þær afleiðingar til lengri tíma litið sem það mun hafa að ráðstafa náttúruverðmætum og orkulindum þjóðarinnar til þeirra sem bruðla mest með þær og valda mestu tjóni.   


mbl.is Lánshæfi OR í ruslflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Ómar ef þú þekktir til OR þá myndir þú vita betur en að skella vanda fyrirtækisins á stóriðjustefnuna. 

Smjerjarmur, 12.11.2009 kl. 13:29

2 identicon

Og hver er þá vandinn?

Í heildina er vandinn sá að það er bullandi tap á fjárfestingum til stóriðju, svo og orkusölunni sjálfri. Og svo vilja menn bara skerpa enn meira á þessu. Hvílíkt bull.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 13:35

3 Smámynd: Sævar Einarsson

"Eigi er vandi fjandi nema póltík sé"

Sævar Einarsson, 12.11.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vandamál OR er einmitt að hún selur orku sína að mestu EKKI til stóriðju. Lánin eru í erlendri mynt ern innkoman er 75% í íslenskri.

Hlutfallið er akkúrat öfugt hjá Landsvirkjun, enda staða hennar mun betri.

Og áður en þið farið að bulla um að staða LV sé slæm, þá ættuð þið fyrst að lesa  Þetta og Þetta og Þetta og Þetta .... o.s.f.v.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 16:13

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef allt væri með felldu með stóriðjustefnuna, ættu tekjur Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur að vera til að vega upp á móti þessum himinháu skuldum. Sumarið 2002 voru báðar þessar mikilvægu stofnanir nánast skuldlausar.

Greinilegt er að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera á þessum hrikulegu mistökum hafa reist sér hurðaás um öxl. Við þessu vöruðu hagfræðingar en það var blásið á allar gagnrýnisraddir.

Nú æpa stóriðjudýrkendur enn hærra en áður eins og frekir krakkar sem vilja meira af áldóti til að leika sér með.

Svona er nú það! Við eigum eftir að súpa lengi af þessu bitar álseyði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.11.2009 kl. 17:55

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt þessu innleggi þínu, Guðjón, þá hefurðu ekki lesið neitt af þeim tilvísunum sem ég bendi á.

En hvers vegna ætti það svo sem að koma mér á óvart?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2009 kl. 18:53

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi ætla eg að deila við þig Gunnar um skýrsluna um kostnaðinn við Kárahnjúkavirkjun. Hitt er augljóst að tekjurnar í erlendum gjaldmiðli standi ekki undir greiðsluáætlunum sem gerðar voru á forsendum fyrir bankahrunið og fall krónunnar. Allar tölur og útreikningar eru því mjög afstæðir og síbreytilegir eftir því sem þessi óheillaþróun heldur áfram.

Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hefðu þurft að fá meira fyrir rafmagnið miðað við gengisfallið og þá helst í erlendum gjaldmiðli. Þar stendur hnífurinn í kúnni og það ku vera „viðskiptaleyndarmál“ sem er víst brandari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2009 kl. 12:44

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta á þá frekar við um OR en ekki LV. Vandamálið er fyrir orkufyrirtækin eins og önnur stór fyrirtæki í heiminum sem standa í miklum fjárfestingum, er lánsfjárþurrð og ef lán fást á annað borð þá eru þau óhagstæð miðað við undanfarin ár.

Varðandi leynd á orkuverði til stóriðju, þá voru lög þar að lútandi sett 1995 og fulltrúar allra flokka í stjórn LV (líka vinstriflokkarnir) samþykktu einróma þessa viðskiptaleynd.

Nú eru báðir vinstriflokkarnir með völdin í landinu og góðan þingmeirihluta en ég hef ekki séð þá enn hugsa sér til hreyfings hvað þetta varðar, þrátt fyrir háværa gagnrýni um þetta úr þeirri áttinni undanfarin ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 15:46

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnar: ertu að bera vinstri flokkunum á brýn að hafa samþykkt eitthvað sem þeir hafa aldrei verið samþykktir?

Þarna held eg að þú farir nokkuð fram úr þér.

Þessar upplýsingar eru ekki meiri „leyndó“ en svo að unnt er að fá þær keyptar á sérstakri upplýusingastofu í Lúndúnum sem heldur um upplýsingar um verð á rafmagni og öðrum aðföngum álvera í öllum heiminum. Það er fremur auðvirðileg og ódýr skýring á að' um viðskiptaleynd sé að ræða.

Þessar upplýsingar eru rándýrar enda er það fyrst og fremst til hagsbóta fyrir þennan kontór í Lúndúnum.

Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem Samorka hélt á Grand Hóteli núna í haust.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2009 kl. 18:55

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viltu þá ekki upplýsa fólk sem les þessar athugasemdir á þessari síðu, hvert raunverulegt verð er á kw. stund til stóriðju?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2009 kl. 04:24

11 identicon

Þegar uppi varð fótur og fit í október 2005 vegna þess sem, að því virtistist í fréttum, einhver ómerkingur á vegum Alcoa hafði látið út úr sér. Þessi ómerkingur var Alain J.P.Belda. Ég náði í upplýsinga hjá wikipedia 28.6.2008 . Þar stóð að hann hefði verið "Chairman of the board and chief Executive Officer of Alcoa since January 2001". Þar var vitnað í grein blaðamannsins Alexa Salomao um verð á orku  "...the agreed price- 30 dollars per magawatt-hour-was far from ideal. In Iceland, the company pays half that"           (http://mar.anatomy.net/files/2006/06/alcoa-frett.htm ) Ég á grein Alexa, en kemst nú ekki inn á hana né finn ég greinina á wikipediea, sem blasti við, þegar ég var að forvitnast í júní 2008. Það var gaman hjá Fjarðaráli að fá formanninn í heimsókn. Álbræðslan í Reyðarfirði er í  hópi um stærstu 30 álbræðsla í heimi, af 236 álbræðslum á skrá CRU eru 3  á Íslandi. 

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 12:41

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man vel eftir þessari grein, Bergþóra, en ekki að talað hefði verið um einhvern "ómerking" á vegum Alcoa. Náttúrverndarsamtök flögguðu þessu eins og þeir hefðu fengið tromp á hendi. Veruleikinn er ekki svona einfaldur. Og ef ég man rétt þá eru álbræðslur innan við 150 að tölu en ekki 236, en það er svosem aukaatriði. 

Varðandi samþykkt allra flokka í stjórn LV um viðskiptaleynd raforkusölu til stóriðju:

Samþykkt stjórnar Landsvirkjunar frá árinu 1995

"Fyrstu samningar Landsvirkjunar vegna rafmagnssölu til ISAL og Íslenska járnblendifélagsins voru gerðir á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma hafði Landsvirkjun í raun sérleyfi til að byggja stærri virkjanir og ekki var viðskiptaleynd á rafmagnsverði til stóriðju enda þurfti samþykki Alþingis fyrir orkusamningum við stóriðjufyrirtæki. Við útreikning á hagkvæmni rafmagnssamninga til stóriðju var miðað við að stóriðjan greiddi svokallaðan flýtingarkostnað vegna viðkomandi virkjunar­framkvæmda, sem tryggði að almenningur þyrfti ekki að greiða hærra rafmagnsverð en ella. Á síðasta áratug síðustu aldar breyttist innlendi raforkumarkaðurinn og aðrir raforkuframleiðendur juku framleiðslu sína og hófu rafmagnssölu til stóriðju. Jafnframt varð samkeppnin við erlenda aðila um rafmagnssölu til stóriðjufyrirtækja æ ljósari. Þetta hafði í för með sér að ekki þótti rétt af samkeppnisástæðum að opinbera verð í nýjum rafmagnssamningum við stóriðju og samþykkti stjórn Landsvirkjunar einróma á stjórnar­fundi 7. nóvember 1995 eftirfarandi ályktun:"

„Stjórn Landsvirkjunar ályktar að það geti verið til þess fallið að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar að því er varðar samninga um orkusölu til stóriðju, að viðsemjendur fyrirtækisins hafi aðgang að verðákvæðum áður gerðra rafmagnssamninga og samþykkir því að viðskiptaleynd skuli ríkja um orkuverðsákvæði fyrirhugaðs bviðaukasamnings við Íslenska álfélagið hf.“

Allir stjórnarmenn, hvar í flokki sem þeir stóðu, greiddu tillögunni atkvæði. Þannig var talið að það þjónaði best hagsmunum Landsvirkjunar að trúnaður ríkti um orkuverð. Minna má á að skömmu eftir þessa samþykkt gekk Landsvirkjun frá samningi bæði vegna stækkunar Járnblendifélagsins og til Norðuráls. Ljóst er að trúnaður um rafmagnsverð var lykilatriði fyrir samningsstöðu Landsvirkjunar á þeim tíma.

Sjá HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2009 kl. 15:12

13 identicon

 Gunnar.  Af þessum lista  CRU (crugroup.com) með 236 álbræðslum 2009  eru 81 í Kína. Allur áliðnaður Kína notar 6% af því rafmagni sem framlleitt er i landinu. 15 stærstu bræðslunar framleið 4.15 milljón tonn af áli. 15.10  2009 var á ætlun að hætta nokkrum bræðslum sem framleiða samtals 800 000 t/y.

Það hlýtur að mega marka orð Belda.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband