80 ára gömul sýn Jónasar frá Hriflu hefur enn gildi.

Jónas Jónsson frá Hriflu, áhrifamesti og framsýnasti stjórnmálamaður Íslands á árunum 1916-1940, var næstu eins og tveir ólíkir menn í heimssýn sinni fyrir 80 árum.

Í aðra röndina hafði hafði hann óskaplega íhaldssamar skoðanir á listum og hafði draumkennda sýn á gildi smábænda í þjóðfélaginu.

Hann var því afar gagnrýninn á Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.

Á hinn bóginn var hann sér á parti varðandi aðra íslenska stjórnmálamenn hvað snerti víða sýn í heimsmálum. 

Á þessum tímum voru engir flugvellir á landinu og eina samgönguleiðin til útlanda var sjóleiðin.

Íslenskir ráðamenn voru því ósköp heimóttarlegir flestir hverjir á sama tíma sem Jónas fór að minnsta kosti í eina siglingu til útlanda á ári og bæði í austur- og vesturveg.

Hann var fyrstur áhrifamanna í stjórnmálum til að átta sig á því, að þjóðirnar, sem hann kallaði Engilsaxa, Bretar og Bandaríkjamenn, voru orðnir þvílíkir örlagavaldar Íslendinga, að öryggi landsins og hlutleysi þess yrði með engu móti tryggt nema að hafa náið samráð og samstarf við þessi miklu sjóveldi.

Jónas gekk svo langt í stríðslok að mæla með því að Íslendingar samþykktu beiðni Bandaríkjamanna 1945 um þrjár herstöðvar á Íslandi til 99 ára.

Með þessu taldi Jónas öryggi landsins best tryggt auk þess að í staðinn fengju Íslendingar fríverslunarsamstarf.

Eftir 1960 kom í ljós hvað bylting í samgöngum þýddi varðandi útflutning íslenskra fiskafurða til Bandaríkjanna og hve viðskipti við Engilsaxa voru orðin mikilvæg.

Jónas var einangraður, því að í kjölfar lýðveldisstofnunar 1944 var um það samstaða með öllum flokkum að hafna beiðni Bandaríkjamanna eindregið.

Þessi beiðni sýndi raunar mikið vanmat Kana á íslenskum aðstæðum og hugsunarhætti og var mikið klaufaspark gagnvart nýfrjálsri þjóð.

En Jónas hafði samt séð fyrir það sem í hönd fór, aðild að NATO 1949 og varnarsamninginn við Bandaríkin 1951.

Þótt Kalda stríðinu lyki um 1990 og Kanar færu frá Keflavíkurflugvelli 2006, og það liti út fyrir að sýn Jónasar væri ekki lengur í gildi, hefur annað komið á daginn nú síðustu árin.

Staða ríkja á norðurslóðum með tilliti til vaxandi togstreitu Rússa og Vesturveldanna hefur endurvakið þessa sýn hans um hernaðarástandið á Norður-Atlantshafi.

Ef Bretar ganga í EFTA og auka með því mjög samstarf við Íslendinga er að nýju hægt að tala um áhrif Engilsaxa varðandi stöðu Íslands.     


mbl.is Undirrituðu yfirlýsingu um varnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem munað verður eftir varðandi EM 2016.

Íslenska landsliðið hefur afhjúpað veikleika tveggja af frægustu fyrirliðum heims, Wayne Rooney hjá Englandi og Ronaldo hjá Portúgölum. 

Báðir hafa látið stórgóða frammistöðu "leikmanna örþjóðar" komið sér úr jafnvægi, Ronaldo þó sýnu verr ef eitthvað er. 

Þegar litið er til baka til EM 2008 stendur eitt upp úr: Stórkostleg frammistaða rússneska liðsins fram að undanúrslitaleiknum, áður em liðið hafði keyrt sig út með einhverjum mesta hraða, samleik og yfirferð, sem sést hafði á knattspyrnuvellinum fram að því. 

Nú þegar hefur þátttaka Íslendinga sett meiri svip á EM 2016 en nokkuð annað atriði, jafnt á áhorfendapöllunum sem á leikvellinum. 

Þessi frammistaða okkar fólks mun lifa lengi í minningunni. 

Í leiknum við Englendinga sást aftur og aftur að ensku leikmennirnir virtust ekki geta skilið það að þeir voru að leika við betra lið, og að lið smælingjanna -ar ekki lélegt lið, eins og sumir voru að segja, heldur hreinlega þrusugott lið, bæði í vörn og sókn. 

Nú er bara að vona að liðið verði jafnvel betra á móti Frökkum. 

Mikið veltur á því að í þeim "æfinga"-landsleikjum, sem farið hafa fram síðan undankeppninni lauk, hafi þeim Lars og Heimi tekist að búa til innáskiptingar sem ekki riðlar hinu feiknarlega góða skipulagi leiks liðsins. 

Vonandi hafa þeir getað unnið úr því sem aflaga fór í fyrrnefndum leikjum á þann hátt að allar tilraunirnar, sem þá voru gerðar, og kostuðu sumar sigur, hafi skapað reynslu sem blómstrar ef á þarf að halda næsta sunnudag. ---


mbl.is Þegar Rooney kýldi Gylfa - myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleyg ummæli Olivers Cromwells og Leo Amery.

Setningin "í guðs bænum, farðu!", "in the name of god, go,"  er fræg í sögu Bretlands, en í svonefndri Noregs-kappræðu í neðri málstofunni 7. og 8. maí 1940, þar sem rætt var um ófarir Breta í Noregi, sagði Amery lávarður þetta við Neville Chamberlain þáverandi forsætisráðherra.

Amery notaði þarna orð Olivers Cromvells sem hann notaði aftur á hið svonefnda Langa þing á 17. öld.

Á ensku er orðalag Camerons ekki alveg upp á orð það sama, en meiningin eru sú sama.

Í kjölfarið af ummælum, Leo Amery sagði Chamberlain af sér og Winston Churchill tók við.


mbl.is „Í guðs bænum, farðu!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ígildi rafmagns, síma og útvarps á sinni tíð.

Fjarskipti á borð við nettengingu er forsenda byggðar á okkar tímum líkt og rafmagn, sími og útvarp voru á fyrri hluta síðustu aldar.

Án möguleika á aðstöðu til menntunar pg nútíma samskipta helst unga fólkið ekki heima og kemur ekki heim frá námi "fyrir sunnan." Ungar konur eru forsenda byggðar, og nútímakonur mennta sig og sætta sig ekki við að geta ekki notað menntun sína.

Hávær kór um að einkavæðing sé eina ráðið til þess að rétt sé að fjarskiptum staðið um allt land fékk því meðal annars framgengt að dreifikerfi Ríkisútvarpsins var einkavætt á þeim forsendum að RUV stæði sig svo illa í þeim efnum.

Þegar síðan hefur ýmislegt hallast á verri veg í þeim efnum hófu sömu menn upp einróma gagnrýniskór um það að þetta sýndi gagnsleysi Ríkisútvarps og nauðsyn þess að leggja það niður.

Þegar þeir voru minntir á það að dreifikerfið hefði verið einkavætt þögnuðu þessar raddir smám saman.

Og nú neyðist sveitarstjórn Rangárþings ytra til þess að ganga sjálf í ljósleiðaravæðingu sveitarfélags, sem stóru fjarkiptafyrirtækin "hafa ekki áhuga á."

Þetta er sveitarfélag í aðeins 90 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík í stærsta landbúnaðar- og ferðaþjónustusvæði landsins en er samt ekki "áhugavert" eða þess virði að sinna því hjá fjarskiptafyrirtækjunum.


mbl.is Rangárþing ytra verður ljósvætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband