Kvikuinnskotin í Kröflueldunum 1975 voru afar fjölbreytt og sýndu hve óútreiknanlegir íslenskir jarðeldar geta orðið.
Eitt eldgosið var á mörkum þess að falla inn í þann flokk kvikuhlaupa sem fólst í því að kvikuinnskotið gerði sig líklegt til að hlaupa lárétt annað hvort til norðurs eða til suðurs.
Á endanum stóð eldstrókur lóðrétt upp úr borholuröri sem storknaði þannig í flugi sínu, að storkna þannig við það að þjóta þannig um frostkalt loftið og lenda á snæviþakinni jörðinni, að hún breiddi úr sér sem hraunmylsna um á að giska einn hektara lands.
Fróðlegt verður að vita hvort Suðurnesjaeldar muni bjóða upp á eitthvað, sem slær met að eihhverju leyti.
Kvikuhlaup geta verið af öllum mögulegum stærðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir að hafa notið þess að hlusta á hið stórgóða viðtal Óla Palla í útvarpi við Laufey fyrir nokkrum dögum, dundi ótrúleg tilviljun yfir í fyrrakvöld.
Síðuhafi hefur yndi af því að hlusta á góða tónlist í gegnum Youtube og skoða jafnframt fróðleg gðgn um tónlistina og flytjendur hennar.
Í fyrrakvöld hlustaði ég á söngvara frá sjötta áratug síðustu aldar, svo sem Bobby Darin, Pat Boone, Nat King Cole, Mario Lanza og Johnny Mathis.
Sumt, sem grautað var í, reyndist fróðlegt, svo sem það að 1956 var Johnny Mathis á góðri leið með að komast sem keppandi í hástðkki á Ólympíuleikunum. En á sama tíma stóð hann líka á tímamótum í uppha
fi tónlistarferils síns, og varð að velja á milli þessara tveggja koasta.
Sem betur fer valdi hann tónlistina, komst með fyrstu plötu sína ofarlega á sölulistana og aflaði sér vinsælda, sem enn haldast.
Háa áttundin, sem hann tekur inni í laginu "Misty" ofan frá, þegar lætur rödd sína líkt og falla hátt af himni ofan, er fágæti í tónlistarsögunni.
En á sama augnabliki og ég er uppnuminn í þessari guðdómlegri tónlist í heyrnartólum tölvunnar, kveikir konan mín á sjónvarpinu, og viti menn; ljómar ekki Laufey þar ekki á skjánum að synga sama lagið á franskri sjónvarpsstöð!!
Þessi upptaka er Laufey eins og hún verður best. Hún situr ein við flygil í íbúð sinni erlends, ekkert annnað hljóðfæri, eins einföld en jafnframt hnitmiðuð upptaka myndar og hljóðs.
Örlítil áhrif frá Ellu Fitzgerald, sem vottar fyrir; Laufey fer ekkrt í launkofa með aðdáun sína á bestu söngkonum frá ýmsum tímum.
Sungu með Laufeyju frá fyrsta tóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.3.2024 kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2024 | 22:19
Kunnugleg "sviðsmynd" frá Kröflu á sveimi við Grindavík.
Eins og áður hefur verið minnst á hér á síðunni urðu alls um tuttugu kvikuinnskot í ára sögu Kröfluelda, og fór kvikan aðallega í tvær áttir í þessum hrinum eftir landris og landsig, líkt og við höfum fengið að kynnast síðustu ár suður með sjó.
En það gaus aðeins níu sinnum í þessum hrinum nyrðra og nú þegar hefur þessu sést bregða fyrir í fyrri hrinum hér syðra.
Færri skjálftar og líkur á eldgosi minnka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.3.2024 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2024 | 11:00
Ójafn leikur og kapphlaup í Grindavík?
Tölurnar, sem birtar eru um flæði hrauns neðan jarðar við Svartsengi þessa dagana eru ógnvænlegar.
Til þess að mæta vánni, sem af þessu streymi stafar, hamast menn á stórvirkum vinnuvélum við að búa til og stækka varnargarða ofanjarðar.
Tölurnar sem gilda um þessa tvenns konar efnisflutninga virðast mjðg ójafnar, en það verður samt ekki fyrr en gos hefst sem það kemur í ljós hvort heppnin hefur verið með varnarliði vinnuvélanna á þann veg að hinu stóra kvikumagn fáist til að renna í farvegum, sem geti haft mildandi áhrif á tjónið af völdum várinnar.
Í gangi er mikið kapphlaup þar sem arka verður að auðnu um lyktir.
Fimmtán skjálftar í kvikuganginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2024 | 13:20
Er þetta ekki bara dæmigert um íslenska umferð?
Það þarf ekki að koma á óvart að vegfarendur brjóti umferðarlögin í stórum stíl hér á landi, til dæmis reglur um notkun stefnuljósa.
Það er fyrir löngu orðin lenska hér að aka að eigin geðþótta á þann hátt að það bæði tefur fyrir umferð og skapi hættu.
Í hugann koma ljóðlínurnar "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint" þegar horft er upp á hegðun þá fjðlbreyttu hegðun, sem hér er plagsiður.
Þetta er algjörlega með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2024 | 19:46
Stefnir í að orðin "heldur betur" verði orð ársins? Jú, heldur betur.
Í lok síðustu ára hefur fest í sessi að velja svokölluð "orð ársins."
Já, heldur betur.
Að undanförnu hefur engu verið líkara en eins konar stífla hafi brostið hjá fjölmiðlafólki landins með sífelldri og víðtækri notkun orðanna "heldur betur".
Þetta hefur gengið svo langt, að þegar tveir fréttamenn hafa talað í frétt, hafa báðir stagast á þessu ágenga tískuyrði.
Og þegar eru komnir fram fréttamenn sem byrja jafnvel alltaf á þessu sem fyrstu orðum tilsvara.
Já, heldur betur.
Er einhver von til að þessu heldur betur fári fari að linna?
Nei, heldur betur ekki.
Það hefur nefnilega færst heldur betur í vöxt að nota þessi síbyljulegu orð heldur betur bæði í bæði jákvæðri og neikvæðri umgjörð.
Þess vegna er það heldur betur ekki tilviljun hve mikið verðandi orð ársins 2024 eru notuð í þessum stutta pistli.
Já, heldur betur.
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bæta við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2024 | 23:05
Mál Grindvíkinga mun flóknara en mál Eyjamanna 1973.
Hlutfallslega voru íbúar Vestmannaeyja fjórfalt fleiri 1973, miðað við stærð þjóðarinnar, íbúar Grindvíkinga eru nú.
En það þarf þó ekki endilega að þýða að fjórfalt meira mál hafi verið að leysa úr vanda Eyjamanna en Grindvíkinga.
1. Eðli gossins í Eyjum, var miklu einfaldari en jarðeldarnar, sem nú eru að hefjast á Reykjanesskaga, og brjótast út á miklu fjölbreytilegri hátt og enginn veit hve víða þeir eiga eftir að geysa og heldur ekki hvort þeir eru upphafið á margra alda jarðeldaskeiðs.
2. Gosið í Heimaey varð fljótlega bæði einfalt og bauð upp á einfaldari mótaðgerðir en jarðeldarinir á Suðurnesjum gera nú.
3. Jarðeldarnir á Reykjanesi kunna að valda víðfeðmu tjóni á svæði, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar býr.
Raunar kallar þessi nýja náttúruvá stórfellda breytingu, jafnvel byltingu, á því hvernig byggð og efnahagslíf verða til frambúðaar.
Íbúafundur Grindvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2024 | 23:33
Mestallt innviðakerfi Reykjanesskagans er undir.
Þegar síðuhafi var kallaður í viðtal hjá Agli Helgasyni í upphafi jarðeldanna á Reykjanesskaga, voru tvö atriði efst á blaði.
1. Um Reykjanesskaga liggur hringlaga innviðakerfi, þar sem á meirihluta hringleiðarinnar hafa runnið hraun eftir ísöld.
2. Liðið hafa átta hundrað ár síðan nokkurra alda eldgosatímabili lauk um 1140, og nú væri hætta á því að nýtt langvarandi eldgosatímabil væri að hefjast. Húsfellsbruni væri ein af tíu stærstu hraunbreiðum landsins og hraun hefðu runnið til sjávar við Hafnarfjörð og út í Ellíðarvog í Reykjavík.
Á þeim þremur árum sem liðin síðan þetta viðtal var tekið hafa komið átta goshrinur og hin níuunda gæti verið skammt undan.
Eina huggunin er fólgin í góðum staðsetningum Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.
Ekki víst að hægt sé að verja Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2024 | 17:13
Hver er best, F-35, SAAB Gripen eða TU-160?
Þoturnar, sem mörg HATO lönd, eru nú að fá sér og koma til Íslands til að sinna loftgæslueftirliti, eru af gerðinni F-35, og hafa fengið mikla umfjöllun, vegna þess hve dýrar þær hafa verið og með flókinn búnað.
Honum hafa fylgt mörg óhöpp, enda um um afar metnaðarfulla eiginleika að ræða.
Þær geta nýst í fjölbreytilegu umhverfi á sjó og landi og lent og tekið sig lóðrétt til flugs.
Ítarleg umfjöllun sérfræðinga á netinu hefur talið hinn mikla kostnað eðlilegan miðað við gríðarlega metnaðarfulla smíði, sem enn er verið að endurbæta.
Ungverjar hafa fengið sér SAAB Gripen herþotur, sem liðka um þessar mundir fyrir inngönnguu Svía í NATO.
Í umfjöllun handbóka um hernaðarflugvélar koma þessar sænsku orrustuþotur mjög vel út, allt upp í það að vera þær liprustu og bestu á markaðnum.
Á tima staðgenglastríðsins, sem nú er háð í Úkraínu milli Rússa og NATO, eru líka nefndir rússneskir kandídatar að slíkum titli, en á tímabili um síðustu aldamót sýndu herþotur af gerðinni Sukhoi 27 og 37 yfirburða snilldartakta á flugsýningum.
En þotan Tupolev 160 M sem Putin er að dást að, er einfaldlega kraftmesta og hraðskreiðasta herþota heims.
En hún á langt í land með að ná eins mikilli útbreiðslu og F-35 hjá Kananum, en á pöntunarlista yfir þær þotur eru þegar komnar nokkur þúsund.
Aðilarnir að Ukranínustríðinu forðast að tefla þessum flugvélum fram eins og er, af ótta við að það geti stigmagnað stríðið.
Pútín ferðast á hljóðhraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2024 | 08:08
Gömlu vínarbrauðin gefðu mér.
Þegar afi var bakarameistari og pabbi líka varð bakaradrengurinn, sem þessar línur skrifar, aðnjótandi áhorfs á þvílíka nosturs baksturstækni í bakstri vínarbrauða, að aldrei gleymist.
Umönnun bakaranna stóð yfir allt frá samsetningu deigsins til enda bakstursins.
Sérstaklega var vandað til efnisvals, aðeins úrvald amerískt hveiti, smjör og sykur.
Innifallið í ferlinum var að "lyfta" lengjunni og opna hana handvirkt eftir endilöngu.
Langt er síðan þessi nákvæma handavinna var í hávegum höfð, sem síðan er höfð í hávegum í endurminningunni um að hafa að stórum hluta vera alinn upp á vínabrauðsendum.
Öðruvísi vínarbrauð að hætti Húsó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)