28.1.2009 | 22:37
Gildið margfalt fyrir smáplássin.
Dauðinn sem færst hefur yfir litlu sjávarþorpin á landinu hefur ekki aðeins haft slæm áhrif á fólkið sjálft sem þar býr. Með falli krónunnar skapast nýir möguleikar fyrir svonefndan ecotourism, það er umhverfisferðamennsku.
Hluti af því getur verið sú upplifun sem ferðamaðurinn fær við það að koma í lítið sjávarþorp og upplifa þá menningu sambýlis manns og sjávar sem þar er að finna. Ekki dregur það úr gildi þessa lífs, sem setja þarf í sjávarplássin að geta auglýst að þar séu stundaðar vistvænustu veiðar sem mögulegar eru með lágmarks eldsneytiseyðslu og án þess að skrapa botninn og skemma hann.
Það þarf að skoða hugmyndir um byggðalandhelgi þar sem aðeins eru leyfðar slíkar veiðar með því skilyrði að bátarnir séu í eigu heimamanna og leggi aflann þar upp. Slíkan fisk má selja á síhækkandi verði eftir því sem menn uppgötva betur gildi vistvænnar nýtingar.
Íslandshreyfingin viðraði slíkar hugmyndir fyrir síðustu kosningar þar sem lögð var áhersla á að fara varlega af stað til þess að ekki yrði sprenging í veiðunum eins og varð á sínum tíma þegar reynt var að losa um kvótakerfið.
![]() |
Góð áhrif á huga og sál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2009 | 19:16
Allir á flótta.
Í viðbót við fréttina af risalánum Kaupþings til eiganda fyrirtækja á kúpunni erlendis bætist við fyrsta frétt Sjónvarpsins í kvöld sem sýnir að strax í ágúst, ef ekki miklu fyrr, voru háir sem lágir í bankakerfinu komnir á hraðan flótta til að bjarga eigum sínum af öllu tagi.
Þetta gerðu þessir eigendur og stjórnendur á sama tíma sem það var básúnað út hve vel bankarnir stæðu. Frétt Þórdísar Anljótsdóttur í kvöld var frábær að öllu leyti hvað snerti innihald, efnistök og framsetningu. Til hamingju, Þórdís og fréttastofan !
![]() |
Milljarðalán skömmu fyrir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2009 | 19:00
Þrjár pólitískar keilur hjá Einari K.G.
Einar K. Guðfinnsson slær þrjár pólitískar keilur í einu með reglugerðinni um hvalveiðar. Stærsta keilan er sú að með þessu stofnar hann til ágreinings milli stjórnarflokkanna og flokkanna tveggja sem ætla að verja stjórnina vantrausti.
Bæði framsóknarmenn og frjálslyndir vilja hvalveiðar og yfirlýsingar þeirra í dag benda til að þeir verði ófúsir til að styðja stjórn sem ræðst á reglugerð Einars G.
Þetta truflar stjórnarmyndunarviðræðurnar og stillir stjórnarflokkunum upp við vegg varðandi það hvort og þá hve langt þeir geti gengið í að breyta þessari ákvörðun.
Hætt er við að láta verði minni hagsmuni víkja fyrir meiri, það er að láta loforð Framsóknar og Frjálslyndra um að verja stjórnina vantrausti vega þyngra en stefnu stjórnarflokkanna í málinu.
Keila númer svínvirkar hjá þeim sem eiga hagsmuna að gæta eins og sést á ályktun útvegsmannafélaga.
Keila númer þrjú og ekki sú minnsta er að Einar rær á gjöful atkvæðamið innan Sjálfstæðisflokksins og víða um land með þessu.
![]() |
Fagna hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2009 | 15:12
Kjördagurinn viðkvæmur.
Það er skiljanlegt að kjördagurinn sé ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna.
Samfylkingin vill sem lengstan tíma til þess að ná vopnum sínum og fylkja liði eftir brotthvarf varaformannsins og ólguna í flokknum í vetur.
VG vill kjördag sem fyrst. Því styttri tíma sem stjórnin situr, því betra fyrir hana, því færri erfiðar ákvarðanir og því styttri tími undir "oki IMF." VG hefur reynslu af því að það fjarar undan þeim síðustu vikurnar fyrir kosningar og vill sigla sem lengst á bylgju vinsældanna í vetur.
Steingrími hefur tekist vel að líma flokkinn saman og ýmis konar ágreiningur innan hans, svo sem um útspilið varðand kosningar um aðildarumsókn að ESB og slökun gagnvart IMF, hefur horfið í reyknum af átökunum í hinum flokkunum.
![]() |
Nýr fundur klukkan 10 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.1.2009 | 12:50
Að klæða deilu í búning.
Oft er að heyra af fréttum af deilum að miklu skipti út á við að deiluaðilar færi ágreininginn í þann búning að sem best komi út fyrir viðkomandi. Fréttin um það hvort skrifegur listi hafi verið settur fram eða að ekki hafi öllu skilyrðin komið fram er dæmi um þetta.
Þetta ástand minnir á fleiri stjórnarslit þar sem mikill tími fór í það eftirá að hvor aðilinnn um sig reyndi að sýna fram á að það hafi fyrst og fremst verið viðsemjandinn sem átti sök á slitunum.
Þegar rykið sest er samt líklegast að þetta verði aðalatriðin og að meðal þeirra séu útspil annarra flokka sem í raun var óformlegt upphaf á viðræðum við þá um myndun nýrrar stjórnar:
Óvenjulega mikil mótmælaaalda í þjóðfélaginu veldur vaxandi óánægju innan Samfylkingarinnar með það hve hægt miði í stjórnarsamstarfinu en veikindi formanns Samfylkingarinnar tefja líka og eykur sundrung í henni.
VG tekur upp hugmynd um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB og gefur þannig eftir í því máli.
Framsóknarflokkurinn býðst til að verja minnihlutastjórn Sf og VG vantrausti.
Flokksfélag Samfylkingar í Reykjavík krefst stjórnarslita.
VG lætur ekki steyta á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Í lok viðræðna stjórnarflokkanna kemur krafa Samfylkingar um að hún fái forsætisráðuneytið, sem jafngildir í raun vantrausti Samfylkingarforystunnar á samstarfsaðilann í ríkisstjórninni.
Svona sýnist þetta vera í aðalatriðum.
![]() |
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2009 | 23:53
Kerfið hrundi undan eigin þunga.
Af hverju eru gerðar "atlögur" á borð við þá sem Sigurður Einarsson lýsir ? Væntanlega vegna þess að þeir sem atlöguna gera telja að hún muni bera árangur þar sem "bráðin" muni ekki standast atlöguna.
Íslenska fjármálakerfið þandist stjórnlaust út og varð því auðveldari bráð fyrir þá sem gátu hagnast á falli þess. Talað var um að betra væri ekki að gera ekkert uppskátt um það hve veikum fótum kerfið stóð miðað við það að baktryggingar íslenska Seðlabankans og ríkisins voru augljóslega aðeins brot af því sem þær hefðu þurft að vera.
Suss ! Suss !
Auðvitað þýddi ekkert að leyna þessum hrikalegum veikleikum kerfisins og jöklabréfanna, atlögumennirnir vissu þetta mæta vel.
Kerfið varð sífellt stærra og þyngra jafnframt því sem fjaraði undan því á sandinum sem það var byggt á og óveður brast á þar að auki.
Þetta minnir á Sovétkerfið sem á endanum hrundi undan eigin þunga.
Sérkennilegt er að Kaupþing skyldi, úr því að þörf var á að halda í hverja krónu til að verjast "atlögunni", lána 280 milljarða á sérlega óábyrgan hátt í aðdraganda hrunsins eins og átti að koma fram í Kompásþættinum sem aldrei var sýndur.
Og einkennilegt er hjá sjónvarpsstöð, sem berst í bökkum og þarf að velta fyrir sér hverri krónu, að eftir að hún er búin er að eyða peningum í þennan þátt þá skuli hún ekki nota hann.
![]() |
Atlaga felldi íslenska kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 18:37
Verður sleggjan með ?
Það hefur verið haft á orði í vetur að þingflokkur Frjálslynda flokksins sé fjórklofinn, þ.e. að hver þingmaður um sig myndi í raun þingflokk. Kannski er þetta eitthvað orðum aukið en allir vita um stöðu Kristins H. Gunnarssonar í flokknum.
Á borgarafundi á Selfossi í gærkvöldi afneitað til dæmis Grétar Mar innflytjendastefnu flokksins ákveðið. Í Reykjavík eru flokkadrættir á milli Jóns Magnússonar og fylgismanna hans úr Nýju afli og annarra hópa.
Til dæmis er himinhrópandi munur á stefnu Jóns og Ólafs F. Magnússonar og hans vina í flokknum. Kannski verður það skásta lausnin fyrir flokkinn í ljósi þessa að fría sig alveg við þessa ríkisstjórn. Sennilegast er auðveldast að fá samstöðu um það.
Og þó. Kristinn H. Gunnarsson skar alveg sig frá hinum í afstöðunni til vantrauststillögu á ríkisstórnina í haust.
![]() |
Óvíst með Frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2009 | 18:27
Svona gera menn ekki í öðrum löndum.
Sagt hefur verið að forseti Bandaríkjanna og hliðstæðir ráðamenn séu "lame duck", lömuð önd, síðustu mánuðina fyrir kosningar. Samt hafa þeir ótvírætt umboð fram að embættistöku þess sem tekur við.
Það þykir ekki siðlegt að binda hendur eftirmannanna umfram það sem brýn nauðsyn beri til og í sumum tilfellum, eins og til dæmis síðastliðið haust, hafði jafnvel Obama og McCain með í ráðum þegar hann greip til fjármálaaðgerða síðastliðið haust.
Ég get ekki ímyndað mér að erlendis viðgengist það að ráðherra í ríkisstjórn tæki ákvörðun um stórt umdeilt mál, sem á að binda hendur eftirmanna hans í fjögur ár.
En svona er þetta ekki á Íslandi. Einar tekur stóra ákvörðun eftir að forsætisráðherra hans er búinn að biðjast lausnar fyrir sig og alla ráðherrana.
Einar rökstuddi þetta sem svo í fréttunum nú rétt áðan að nú ætti það ekki lengur við sem sagt hefði verið að hvalveiðar sköðuðu ímynd landsins, því að útrásarvíkingarnir hefðu hvort eð er skaðað ímynd landsins miklu meira!
Þar með er búið að gefa tóninn. Okkur Íslendingum er sem sagt óhætt að skaða ímynd landsins á ýmsum sviðum og hafa engar áhyggjur af því af því að við munu aldrei getað skaðað hana eins mikið og Davíð og kó.
![]() |
Hvalveiðar leyfðar til 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.1.2009 | 16:35
Gullkornin falla.
Gullkorn Ingibjargar Sólrúnar halda áfram að falla. Hún kom á málfund í Háskólabíói og lét 1500 fundargesti vita af því að þeir væru líkest til ekki fulltrár þjóðarinnar. Þetta varð fleygt og féll í grýttan jarðveg. Mér fanst þetta vanhugsað hjá Ingibjörgu úr því að hún kom á þennan málfund og sat hann allan.
Með þessu talaði hún niður til þjóðarinnar sem sat heima í stof og fylgdist með og tók þetta til sín, að minnsta kosti að stórum hluta. Hún var greinilega ekki í jarðsambandi við grasrótina.
Ummæli hennar í dag voru hins vegar gullkorn að mínu mati. Þegar upp átti að hefjast þref um ummæli forsetans, sem kom Ingibjörgu og Steingrími J. ekki við, valdi hún hárrétt tækifæri til að fara af vettvangi með skemmtilegum ummælum.
![]() |
Ekki tími fyrir málfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2009 | 14:29
Þeirra tími mun koma.
Ég var á borgarafundi á Selfossi í gærkvöldi eins og kemur fram í öðrum bloggpistli og meðal pallborðsgesta var Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Á honum dundu spurningar og sumar mjög hvassar og eitraðar.
Ég gat ekki annað en dáðst að rósemi hans og yfirvegun. Unga fólkið myndi kalla það mega-kúl. Hann svaraði öllu skýrt og vafningalaust. Þetta er ekki öllum gefið.
Þegar ég sé nú hina ungu vonarstjörnuna, vænan og efnilegan mann, Ágúst Ólaf Ágústsson, stíga líka til hliðar, get ég ekki annað en spyrt þessa tvo menn svolítið saman hvað það snertir að þeir vægja nú báðir fyrir óvæginni atburðarás sem þeir gátu ekki séð fyrir.
Þeirra tími reyndist ekki vera fyllilega kominn. En eitt er víst: Þeir eru reynslunni ríkari og báðir þoka nú á þann veg að þeir eiga að geta komið aftur, öflugri en nokkru sinni fyrr. Þeir eru það ungir að þegar þeir til dæmis bera sig saman við Jóhönnu Sigurðardóttur eiga þeir eftir næstum eilífð eftir pólitísku tímatali til að ná þangað sem hæfileikar þeirra og mannkostir segja til um.
Kannski varð það Ágústi Ólafi til trafala að hann skynjaði grasrót flokksins betur en aðrir og flutti forystunni skilaboð frá henni sem ekki voru góð.
Hann tók það til dæmis að sér að koma oftar á ólgandi borgarafundi en aðrir talsmenn Samfylkingarinnar og honum hefði aldrei dottið í hug að segja eitthvað við fundarmenn sem mátti túlka á þann veg að þeir væru ekki þjóðin.
Hann las andrúmsloftið og á þessum fundum snart hann þann hluta þjóðarinnar, sem hrunið mikla bitnar verst og ósanngjarnast á, og sýndi að hann er maður fólksins. Það er tjón fyrir Samfylkinguna og stjórnmálin að þessirungu menn þoki um sinn en þeirra tími mun koma, sannið þið til.
![]() |
Ég er ekki að fara í fússi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)