31.3.2024 | 18:03
Oppenheimer, MAD and GAGA. Uppkast að allri frumgerðinni.
Í kvöld, Paskadag, verður Óskarsverðlaunamyndin Oppenheimer, sýnd í íslensku sjónvarpi, sama dag og greint er frá því í fréttum, að þingmaður á Bandaríkjaþingi hafi lagt til að land hans bindi enda á deiluna í Gasa með tveimur bandarískum kjarnorkusprengjum eða jafnoka þeirra.
Í alvöru? Já.
Undanfarnar vikur hefur mallað hér á síðunni uppkast að lagi með heitinu MAD and GAGA. Annars vegar á ensku og íslensku, en hins vegar á íslensku. Hér verður nú birtur til bráðabirgða enski textinn, en hinn íslenski síðar.
Hefst á stuttum lesnum formála, en inn á milli í erindunum spyrja hjáróma raddir: Really? og fá svarið: Yes.
MAD and GAGA.
Since 1945 the foremost sientists and leaders of the world have developed a doctrine of mutual deterrent, huge nuclear arsenal of the super powers that can guarantee peace forever.
Really?
Yes.
MAD in English, GAGA in Icelandic,
mad and gaga so sweetly with ease
is mutual assured destruction in full
so we can be calm and rest in peace.
Really?
Yes.
A doctrine of security and peace of mind,
being ready to kill and leave noone behind;
kill every enemy, many times each,
and be sure that everyone is within reach.
Really?
Yes.
MAD, MAD, MUTUAL Assured destruction.
The ultimate solution, war to end all war?
Deterrent balance of nuclear horror?
The doctrine of assured destruction,
almost divine function.
MAD in English, GAGA in Icelandic;
á MAD og GAGA trúum hér.
Gagnkvæm altryggð gereyðing allra
með tortímingu, sem örugg er.
P.S. Hér er ljóðið hálfnað, en síðari hlutinn bíður birtingar til morgunS, sem nú er runninn upp með seinni hlutann.
MAD in English, GAGA in Icelandic,
utmost deterrent is here to stay
so noone reluctantly
hesitates to go all the way.
So, if and when we have to to it
with the last blast and breath
comes the utmost holy trinity:
serenety, silence, death.
Sacred dreum since 1914:
War to end all war
in mutual assured destruction,
the war with the highes score.
Paradoxical all the way;
Murphys law looming aside
every minute night and day
in its secret place to bite.
The final solution: MAD, MAD, MAD,
Mutual dead sure destruction.
Holy trinity of last blast and breath:
serenety, silence, death.
Verdict:
MAD must prewail, please,
so we can all rest in peace.
Really?
Yes.
Bloggar | Breytt 2.4.2024 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2024 | 23:53
Getur verið stórmál, en afar vandmeðfarið.
Stórbrotin umfjðllun fjölmmiðla heimsins um eldgosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 reyndist á sínum tíma stórkostleg lyftistöng undir mesta efnahagsuppgang íslenskrar sðgu, jafnvel jafnfætis stríðgróðanum fyrir áttatíu árum.
Nú er byrjað að dreifa stórbrotnum myndum í fjðlmiðlum heimsins og spurning hvaða áhrif það muni hafa. 2010 og 2011 höfðu eldgosin meiri áhrif á flug um allan heim en áður hefur gerst, en núna virðist ekkert slíkt í gangi.
En þetta er engu að síður þegar orðið stórmál í fréttaefni heimsins hvað snertir umfjöllun um það, sem er afar vandmeðfarin og það er áríðandi að rétt sé farið með.
BBC deilir stórbrotnu myndbandi af eldgosinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2024 | 22:56
Lengri og bjartari dagar farnir að hafa áhrif.
Í gær ku hafa skinið sól í Reykjavík í meira en tólf klukkustundir og verið jafnvel sett landsmet í sólskini í mars.
Svona löng sólskinslota hefur drjúg áhrif á dædursveifluna, sem getur farið að gera sig líklega til að nálgast tveggja stafa tölu, ekki síst þegar áhrif Esjunnar á vindinn hjálpaar til.
Heildarsveiflan á landinu verður jafnvel enn meiri og Siglfirðingar í skíðaham urðu fyrir barðinu á því.
12 gráða frost og tæplega 7 gráða hiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2024 | 22:34
Dulnefni fyrir Dettifossvirkjun, stærstu þrá virkjanafíklanna.
Lang stærsti draumurinn, skammstafað LSD, varð til hér á landi í lok síðustu aldar, og gerðist það í kjölfar svipaðrar hugmyndar Norðmanna um risavirkjun á norska hálendinu.
Þeirri virkjun var helst talið það til gildis, að vegna eindæma mikillar fallhæðar skilaði hver lítri vatns hæstu verðmæti á Norðurlöndum.
Þrátt fyrir það féllu Norðmenn endanlega frá sínu lSD árið 2002 með þeirri yfirlýsingu þáverandi forsætisráðherra landsins, að tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn.
Þegar niðurstöður íslensku rammaáætlunarinnar fóru að tínast inn tókst að seinka þeim nógu mikið til þess að þau yrðu ekki kynnt fyrr en búið var að kynna hið íslenska LSD. sem sýndi að tveir virkjanakostir væru langverstir og svipaðir, Kárahnjúkavirkjun og virkjun vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.
Virkjun hennar ætti auðvitað að heita sínu rétta nafni, Dettifossvirkjun, en samkvæmt lenskunni, sem notuð er hér á landi, að nefna ekki fossana, sem virkjaðir eru, eru nöfnin til dæmis Kjalölduveita í efri hluta Þjórsár í staðinn fyrir Þjórsárfossaveita.
Virkjun Jökulsár á Fjðllum er því nefnd dulnöfnunum Helmingsvirkjun og Arnardalsvirkjun.
P.S. Samkvæmt upplýsingum á sínum tíma um tilvist heitsins Helmningsvirkjun, felst sú virkjun Jökulsár í þvi að taka nafn lítillar tjarnar í Kreppu sem heitir Helmingur, stækka það lítillega með lítilli stíflu og veita Jöklu í það og leiða austur í Fljótsdal, Hin "litla" stífla yrði að vísu sjö kílómetra löng! Haft var eftir Guðlaugi Þór ráðherra í fréttum í kvðld að áhrifin af dómi Hæstaréttar gætu orðið víðtæk. Enginn þyrfti því að verða hissa þótt úrskurðinum yrði beitt með svenefndri lögjöfnun gegn verndaflokki rammaáætlunar, sem í praksis gæti jafnvel gert friðanir af öllu tagi ógildar.
Hæstiréttur ógilti friðlýsingu á Jökulsá á Fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2024 | 08:51
Meira en hálfrar aldar hugsjónastarf að baki hjá Herði.
Síðuhafi gerðist guðfaðir Harðar Guðmundssonar þegar hann fór með fyrstu flugvél sína vestur á Ísafjörð og ruddi brautina fyrir flug á Vestfjðrðum. Sú flugvél var TF-AIF, eins hreyfils fjögurra sæta vél af svipaðri gerð og Björn Pálsson hafði rúmum áratug fyrr hafið rekstur á frá Reykjavík til að ryðja braut sjúkraflugi á Íslandi.
Það er tímanna tákn að skriffinnska með auknum kröfum er nú að herja á þennan öðling og flugrekstur hans.
Ernir hyggst skila inn flugrekstrarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þeim árum sem síðuhafi var keppandi í rallakstri virtust það vera eðlileg viðbrögð að svekkja sig mest þegar maður féll úr keppni þegar grátlega stutt var eftir.
En í raun var þetta alveg þveröfugt; að í staðinn átti maður að þakka fyrir það að hafa fengið svona langa keppni til að læra af, og vera svekktastur ef dottið var úr keppni í blábyrjun.
Ekkert jafnast á við það í reynslu og framfðrum en að fá að keppa sem allra lengst og harðast.
Eins grátlegt og það gerist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2024 | 00:06
Hjólin koma sterk inn í sumarbyrjun.
Þótt hinir bestu bílar komi kannski ekki allir sterkir inn nú í sumarbyrjun gæti nýr og hressilegur ferðamáti gert það.
Hér á síðunni hefur talsvert verið fjallað um hjólin, sem eru í örri þróun, einkum rafknúin hjól með útskiptanlegum rafhlöðum.
Meðan ekki eru komnir skiptikassar við vegi og götur geta sparneytnustu bensínknúnu hjólin brúað bilið fyrir lengri vegalengdir.
Dæmi um það er Honda PCX 125 cc hjólið hér á myndinni, sem er 20 sinnum léttara og ódýrara en rafbíll, og áreiðanlega með minna kolefnisspor í smíði, rekstri og förgun.
Sniglarnir fagna 40 ára afmæli félagsins með ýmsum hætti, til dæmis sýningu að Krókhálsi 8 um páskana, sem hefst 28. mars.
Besti bíll í heimi hefur enn ekki selst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2024 | 23:07
Báðir komnir í fullt form?
Það eru snnarlega góðar fréttir ef reyndin er sú að hinir stórkostlegu fulltrúar þjóðar okkar í þýska handboltanu séu komnir í sitt besta form.
Það eru tvær hliðar á þvi, hve miklir afburðamenn þessir Íslendingar eru þegar eru í essinu sína. Önnur þeirra er sú, að séu þeir meiddir, hefur það auðvitað slæm áhrif á liðin sem þeir leika í.
Lygileg frammistaða Ómars Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2024 | 01:17
Veisla við tónlistargnægtarborð Gunnars Þórðarsonar.
Með skömmu millibili hefur verið boðið upp á stórveislur á tónlistarsviðinu í Hörpu, sem báðar voru einstaklega vel heppnaðar.
Fyrir nokkrum vikum var Egill Ólafsson heiðraður með tónlistarveiislu, og í kvöld gafst kostur á að velja úr hundruðum tónverka eftir Gunnar Þórðarson, sem gripu fullkipaðan salinn fanginn í ríflega tvær klukkustundir.
Stemningin verðu vafalaust í minnum höfð og ekki hægt annað en hneigja sig djúpt og þakka fyrir að þjóðin skuli hafa eignast slíka snillinga á þessu sviði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2024 | 19:16
Vinnur tíminn með gosinu?
Nú kann að vera að baki fasi í gosinu, sem er hluti af atburðarásinni undanfarin misseri, sem hefur falist í stððugu innstreymi í stórt kvikuhólf undir Svartsenigi og skammvinn eldgós í kvikuinnskotum þaðan undir Sundhnjúkagígaröðina.
Þótt land hækki ekki lengur undir Svartsengi, heldur áfram stöðugt gos við Sundhnjúkagígaröðina og þar með viðhelst stöðug viðbót við hraunið,
Kann að sýna sakleysislegt, en gallinn kann að vera sá, að slikt sírennsli kann að vera ávísun á að hraunið byggi ofan á sig og kalli á enn meiri varnargarðaaðgerðir.
Góður möguleiki á að gosið verði langvinnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)