Gįlgahraun er ekki Gįlgahraun og mįliš dautt ?

IMG_8182_bIMG_8029Nżjasta śtspiliš ķ Gįlgahraunsmįlinu er žaš, aš vegurinn, sem  nś er byrjaš aš gera, liggi ekki um Gįlgahraun heldur Garšahraun.

Skošum nś hrauniš śr lofti, fyrst nešri myndina, sem hefur įšur birst af hrauninu hér į sķšunni, og sķšar efri myndina af sama hrauni frį öšru sjónarhorni sem sżnir enn betur hiš raunverulega ešli mįlsins. Į žeirri mynd efstu myndinni) er horft yfir hrauniš śr noršvestri og byggšin ķ Garšabę er efst į myndinni en Prżšishverfi og Įlftanesvegur ķ horninu hęgra megin efst.  

Jašrar hraunsins sjįst greinilega og enn betur ef myndin er stękkuš meš žvķ aš smella į hana. Helmingur hraunjašarsins er viš Skerjafjörš, en nešst til hęgri er jašarinn žar sem nżr vegur į aš liggja inn į hrauniš, og hiš gróna land skilur sig vel frį.

Samkvęmt skipulagi Garšabęjar į aš bśta žetta hraun, sem viš sjįum, ķ fjóra megin bśta, eins og sést į nešstu myndinni, į žeim forsendum, aš ekki sį hróflaš viš Gįlgahrauni.  

Žaš er nżtt ķ mįlinu aš fara nś aš skipta hrauninu ķ sjįlfstęšar heildir sem hafi alltaf veriš sjįlfstęšar og sitt hvort hrauniš, žvķ aš įratugum saman hefur žessi hraunsheild veriš nefnd heildarheitinu Gįlgahraun.

Hśn er ótvķręš landslagsheild hraunjašra į millum, eins og Esjan meš Kistufell og Móskaršshnjśka, jafnvel Skįlafell, sem austasta hluta er ein landslagsheild.

Engum myndi detta ķ hug, nema eft til vill bęjarstjórn Garšabęjar, ef taka ętti Kistufell og Móskaršshnjśka ķ malargryfjur, aš segja aš žaš snerti Esjuna ekki nokkurn skapašan hlut, hśn sé skilin ósnortin eftir og bara Kistufelli og Móskaršshnjśkum raskaš. IMG_1786

Ekki žarf mikinn spįmann til aš sjį hverju veršur haldiš fram žegar skipulagi Garšabęjar veršur haldiš til streitu meš žvķ aš gera framlengingu į Vķfilsstašavegi eins og sést į nešstu myndinni.

Žį veršur žvķ sennilega haldiš fram aš aš hrauniš skiptist ķ fjögur ašskilin hraun: Eystra-Garšahraun, Vestra-Garšahraun, Selskaršshraun og Gįlgahraun.

Mįliš dautt?

Žessi mįlatilbśnašur er hafšur uppi til žess aš rugla almenning ķ rķminu, sem žekkir ešlilega ekki til žess, enda hafa fjölmišlar įtt žįtt ķ žvķ, til  dęmis meš žvķ aš birta ekki myndir ķ lķkingu viš žęr sem hér sjįst.

Nišur į hve lįgt og barnalegt plan er hęgt aš fara meš mįlflutninginn ķ žessu mįli?

Ég skora į fjölmišla aš birta myndir af žessu umdeilda hrauni, og ef žessar myndir eru taldar hlutdręgar, af žvķ aš ég tók žęr, aš taka žį myndir sjįlfir. Sem žeir hefšu įtt aš vera bśnir aš gera fyrir löngu.     

 


mbl.is Hindra stękkun vinnusvęšisins
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Sérkennileg įbyrgš gagnvart skattgreišendum og fjįrveitingavaldinu.

Hanna Birna Kristjįnsdóttir innanrķkisrįšherra segir į RUV aš žaš vęri "įbyrgšarleysi gagnvart skattgreišendum og fjįrveitingavaldinu" aš fresta framkvęmdum ķ Gįlgahrauni žar til mįlarekstri er lokiš fyrir dómstólum.

Heyr į endemi!

Žessi glórulausa loftkastalaframkvęmd felur ķ sér aš samkvęmt skipulaginu, sem nś er ķ gildi ķ Gįlgahrauni, į aš sóa minnst tveimur milljöršum króna ķ hana ķ staš žess aš nota žessa peninga skattgreišenda ķ žaš sem brennur į žeim ķ heilbrigšiskerfinu eša ķ miklu naušsynlegri vegaframkvęmdir į hęttulegri og erfišari vegum en Įlftanesvegi.

Eša aš nota brot af žessum milljöršum ķ aš lagfęra nśverandi Įlftanesveg.

Eitt af loforšum rķkisstjórnarinnar var aš lįta sérstaka nefnd "velta viš hverjum steini" ķ rķkisśtgjöldum til aš auka ašhald og skapa réttari forgangsröšum.  

Engum steini hefur veriš velt viš ķ Gįlgahrauni ķ žessu skyni, heldur velta risavaxnar vinnuvélar žar og bryšja grjót og kletta fyrir peninga allra landsmanna.

Rįšherra taldi um brżnt öryggismįl aš ręša aš fara ķ žessa framkvęmd, en žaš er į skjön viš žį stašreynd samkvęmt tölum Vegageršarinnar sjįlfrar, aš af 44 sambęrilegum vegarköflum į höfušborgarsvęšinu er Įlftanesvegur ķ 22 sęti og 21 vegur žvķ meš hęrri slysatķšni en hann.

Auk žess liggur fyrir aš hinn nżi vegur verši ekki meš minni slysatķšni heldur meiri ef eitthvaš er.


mbl.is „Hvar er rįšherra?“
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Nakiš lögregluvald.

IMG_1801Žaš munu hafa veriš 17 lögreglumenn sem voru kallašir śt ķ morgun til aš bera mótmęlendur af vettvangi ķ Gįlgahrauni og liška til fyrir einhverri stęrstu jaršżtu landsins.  

Žessi vķsa varš til viš Gįlgahraun ķ morgun žegar fylgst var meš ašgeršum lögreglunnar.

Ķ vķsunni eru hafšar ķ huga žęr myndir af žeim sem birtast munu landsmönnum.

Žess mį geta aš žrišja lķnan ķ vķsunni, sem getur veriš tvķręš, hraut af vörum eins gröfumannsins ķ mķn eyru:

 

Neyšarlegt nś er aš gera sig, -  /

nakiš er valdiš aš sjį:  /

Žau lįta löggurnar bera sig   /

og lżšurinn horfir į.

 

Ég var aš ręša viš mann nśna įšan, sem var staddur nišri į Austurvelli žegar um hópur öryrkja, stór hluti žeirra ķ hjólastólum, vildi afhenda rįšherra įskorun um daginn.

Svo fjölmennt lögregluliš var į stašnum aš žaš var ķ engu samręmi viš fjölda og įsigkomulag fundarmanna, og öryrkjarnir voru girtir af alllangt frį žinghśsinu, nįlęgt styttunni af Jóni Siguršssyni.

Žegar žįverandi formašur Öryrkjabandalagsins vildi fį aš aka į hjólastól sķnum nęr žinghśsinu til aš afhenda rįšherra skjališ meš įskoruninni  var ekki viš žaš komandi aš hann fengi aš framkvęma svo ógnandi verknaš, heldur kom žingvöršur śt aš giršingunni til aš taka žar viš skjalinu.

Uppįkoma žessi var fįrįnleg aš mati višmęlanda mķns sem sagšist spyrja sig aš žvķ hvers konar lögreglurķki vęri aš myndast hér.

Innan lögreglunnar er fólk af żmsu tagi, rétt eins gengur og gerist ķ žjóšfélaginu, og ég tel žaš vera vel aš žverskuršur hennar sé svipašur og hjį almenningi.

Žetta kom ķ ljós ķ ašgeršum lögreglunnar ķ gęr. Einn lögreglumašur gekk alveg sérstaklega og óžarflega harkalega aš viš handtöku og handjįrnun Sigmundar Einarssonar, kastaši honum į grśfu, handjįrnaši hann svo harkalega aš Sigmundur er enn handlama og, - sķšan, žaš sem verst var og alger óžarfi, setti hné sitt af miklu afli tvķvegis ķ hrygg Sigmundar.

Annar lögreglumašur sįst ganga hljóšlega af vettvangi og segja: "Ég get žetta ekki."    


mbl.is Mótmęlendur bornir af svęšinu
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Enn logiš um slysatķšnina.

IMG_1785IMG_1768IMG_1772Athugasemd ķ upphafi: Af einhverjum įstęšum hefur röš mynda rišlast og brenglast į sķšunni en žaš skżrist af sjįlfu sér viš lestur hennar.

Enn og aftur tönnlast Vegageršin į žvķ ķ fréttatilkynningu aš Įlftanesvegur sé mešal hinna hęttulegustu.  Hvenęr ętlar hśn aš kannast viš sķnar eigin tölur um slysatķšni į Įlftanesvegi?

Nema ętlunin sé sś aš meš žvķ aš endurtaka sömu rangfęrsluna nógu oft fįist fólk til aš trśa henni.

Samkvęmt tölum hennar sjįlfrar um 44 sambęrilega vegakafla į höfušborgarsvęšinu er Įlftanesvegur 22. ķ röšinni.

Sem žżšir aš 21 kafli er meš hęrri slysatķšni.

Umferšin er nś 7000 bķlar į dag, en til samanburšar er umferšin um Skeišarvog, sem er žrengri gata ef eitthvaš er og meš margfalt meiri byggš, meš 14000 bķla į dag og enginn talar um einhverja neyš viš žį götu.

Bęjarstjórn Garšabęjar tók įhęttu og lofaši upp ķ ermina į sér 1996 um aš svonefnt Prżšishverfi, sem er viš veginn į 500 metra kafla, yrši ekki viš framtķšarveg, sem žį įtti eftir aš fara ķ gegnum öll ferli, sem hugsast geta varšandi vegagerš.

Žetta er "tśrbķnutrixiš", hlišstęša žess žegar stjórn Laxįrvirkjunar įkvaš aš kaupa tvęr allt of stórar tśrbinur ķ Laxįrvirkjun 1970 til žess aš žvinga fram margfalt stęrri virkjun meš stórfelldum umhverfisspjöllum įn žess aš vera bśin aš ganga ķ gegnum öll ferli žeirrar virkjunar. IMG_8029

Siguršur Gizurarson, lögfręšingur andmęlenda, sótti mįl žeirra į žann hįtt aš stjórn Laxįrvirkjunar ętti sjįlf aš bera įbyrgš į afleišingum žess aš spila žetta spil sišlausrar žvingunar og įhęttu.

Ég birti hér aš nżju žrjįr loftmyndir af Gįlgahrauni, sś fyrsta af hrauninu eins og žaš hefur veriš fram aš žessu.

Sś nęsta er af hrauninu eins og bęjarstjórnin heimtar aš žaš verši og hefur sett į skipulag bęjarins, kostnašurinn viš žennan glórulausa loftkastala mun kosta ekki minna en 2000 milljónir króna. IMG_1786

Nešst sést lagfęring og tilhögun sem nįttśruverndarfólk hefur sżnt sem dęmi um hvernig nęgja myndi aš leysa žetta mįl.

Gera mętti nśverndi vegarleiš žannig śr garši aš innanhverfisumferš beint ķ safngötu, eytt blindhęš vestar og vegurinn breikkašur og kostnašurinn verša ašeins brot af loftkastalahugmyndum bęjarstjórnarinnar. IMG_8029_J

Bęjarstjórnin getur viš sjįlfa sig sakast varšandi žaš aš borga skašabętur til ķbśa 20 ķbśša viš veginn, sem yršu ašeins lķtiš brot af žeim ca 2000 milljónir króna, sem bęjarstjórnin krefst aš samfélagiš borgi fyrir glórulausa loftkastala um 50 žśsund bķla umferš um hraunin į dag eša sjöföldun nśverandi umferšar.

Og žaš į sama tķma sem Landsspķtalinn og heilbrigšiskerfiš eru aš hruni komin.

Ķ dag fengum viš aš kynnast žvķ žegar lögreglurķki ber réttarrķkiš ofurliši.

Vélaherdeildir vaša ķ "blitzkrieg" eša leifturstrķši eftir öllu fyrirhugušu vegstęši. IMG_1772

Afleišingin af žvķ er sś aš valdiš veršur eins miklum óafturkręfum spjöllum į hrauninu į eins skömmum tķma og hęgt er, en meš žvķ er hraunaš yfir žaš aš Hęstiréttur Ķslands er meš mįliš til umfjöllunar og śrskuršar.

Nešstu myndirnar, sem ég ętla aš setja inn, eru annars vegar af hluta leišarinnar.

Efst lögreglumenn, mótmęlandi og grafa į fullri ferš, -

- nęst rušningurinn til vinstri og mašur nišri ķ laut ķ hrauninu hęgra megin viš hann,

og loks er mynd af žvķ hvernig lögreglan lokaši Įlftanesveginum ķ nokkrar klukkustundur įn žess aš séš vęri nein įstęša til žess, en viš žaš myndašist umferšarteppa, fyrirbęri sem hefur hingaš til veriš sjaldgęft į žessari leiš.  

  

 


mbl.is Ekkert sem į aš koma į óvart
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Glatašan svefn žarf aš borga til baka og meira en žaš.

Mešalmašur eyšir 30 įrum ęvi sinnar ķ žaš aš sofa, ef hann sefur tępa 9 klukkustundur į hverri nóttu. 

Žetta er aš sjįlfsögšu misjafnt en lķklega ekki eins misjafnt eins og margir vilja vera lįta žegar žeir réttlęta žaš aš svķkja sig um naušsynlegan svefn.

Engin rannsókn hefur veriš gerš į žvķ hvort langvarandi eša mikil svipting svefns hefnir sķn einhverjum įrum sķšar, enda lķklega ekki hęgt. En žaš hljóta aš vera mikil lķkindi til žess aš svo sé.

Svefnžörf og venjur eru mismunandi og sett hefur veriš fram kenning um A-fólk og B-fólk. Skilst mér a B-fólk sé morgunsvęft en A-fólk kvöldsvęft.

Ég į vini sem eru augljóslega kvöldsvęfari en ég og vakna yfirleitt fyrr į morgnana.

Undanfarnar vikur hef ég reynt aš dvelja sem lengst viš Gįlgahraun meš góšu og skemmtilegu fólki.

Žetta tekur aušvitaš tķma frį öšrum verkefnum, sem ég žyrfti aš sinna miklu betur. Žar į ofan finnst mér vont aš vera lķtiš hjį minni yndislegu konu og fjölskyldu.

Žaš hjįlpar örlitiš til aš viš hjónin erum bęši B-fólk. Ef ég rķf mig upp į sjöunda tķmanum į morgnana og er sem mest į žeim tķma viš hrauniš veršur hśn minna vör viš žaš en ef ég er burtu į öšrum tķmum dagsins.

Ég žarf minnst 9 tķma svefn og jafnvel lengra en žaš. Ég kvarta ekki yfir žvķ aš žurfa aš eyša svo miiklum tķma ķ svefn, žvķ aš sumir žurfa jafnvel meira. Til dęmis er sagt aš Albert Einstein hafi žurft 14 tķma svefn, enda engin smįręšis heilastarfsemi, sem var ķ gangi hjį honum ķ vöku. 

14 tķma svefn eftir vökutörn rķmar viš žį gömlu kenningu, aš ef menn vaka dęgrum saman, žurfi menn 14 tķma samfelldan svefn į eftir til aš jafna sig, eša žį 2 x 9 tķma svefn tvęr nętur ķ röš.

Sķšari hluti svefnsins, sem rętt er um ķ tengdri mbl.is frétt passar viš mķna reynslu varšandi žaš, aš žegar ég fell ķ slķkan draumasvefn vakna ég skjįlfandi af kulda, ef žaš er ekki nógu hlżtt.

Žaš er lķklega vegna žess aš viš žaš aš hver einasti lķkamshluti nema augnbotnarnir leggjast ķ algera hvķld, eša dvala hęgist į blóšrįsinni og žį veršur manni kalt.

Ég žurfti ķ žrjį mįnuši įriš 2008 aš sęta žvķ vegna veikinda aš vera ręndur bęši djśpsvefni og draumasvefni. Gat ašeins mókaš ķ rśma klukkustund ķ senn en aš vera annars vakandi. 

Žį fyrst įttaši ég mig į žvķ hve svefninn er mikilvęgur. Ef žetta įstand hefši varaš mikiš lengur hefši afleišingin oršiš flutningur į gešveikrahęli og sķšar dauši.

Fyrsti dagurinn sem ég fékk fullan svefn og gat fariš óžjįšur śt og teygaš loftiš undir berum himni ķ litla opna Fiatinum mķnum var mesti sęludagur ęvi minnar.  

 

 


mbl.is Hversu mikiš munar um lengri svefn?
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Endilega aš virkja žessa fossa!

"Fossalandiš Ķsland" var efsti ķ huga deyjandi kanadķskrar stślku. Gullfoss er ķ 5. sęti fossa heims ķ könnun į vinsęlum feršavef. 

Žessar tvęr hręšilegu fréttir eru į mbl.is ķ dag og žęr eru hręšilegar, žvķ aš žaš mį ekki halda įfram aš gerast aš "allt žetta vatn renni óbeislaš til sjįvar", heldur veršur aš fylgja "einróma stušningi" rķkisstjornar viš stórišjustefnuna og žį stefnu, aš valta yfir įlit faghóps rammaįętlunar og fęra Noršlingaöldu śr "verndarflokki" ķ "nżtingarflokk" .  

Žaš į ekki aš segja svona fréttir og žvķ sķšur aš upplżsa žaš aš Gullfoss į sér nokkra ķslenska jafnoka og meira aš segja ofjarla, fossinn Dynk ķ efri hluta Žjórsįr, ef hann fęr aš renna į fullu afli hvaš snertir śtlit, hįvaša og mikilfengleika, og Dettifoss, aflmesta foss i Evrópu.  .

Kyrfilega hefur veriš reynt aš žagga tilivist Dynks og fleiri nešangreindra fossa, žvķ aš žaš gęti truflaš drauma "hófsemdarmannanna" sem eru meš virkjanir allra stórfossa Ķslands į teikniboršinu og ķ rammaįętlun. - , žeirra į mešal Dettifoss og Selfoss ķ Jökulsį į Fjöllum, - Dynk, Kjįlkaversfoss, Gljśfurleitarfoss og Dynk ķ Efri-Žjórsį,  - og Aldeyjarfoss og fleiri fossa ķ Skjįlfandafljóti.

Bśiš er aš drepa Hrauneyjafoss ķ Tungnaį og , Kirkjufoss, Faxa og Töfrafoss ķ Jökulsįnum į Austurlandi.  Į sķnum tķma borgaši Landsvirkjun ljósmyndara fyrir aš birta ekki mynd af Hrauneyjafossi. 

Lķka er til įętlun um virkjun Gullfoss enda er hann samkvęmt ķslenskum skilning ekki krónu virši af žvķ aš hann er verndašur ķ stašinn fyrir aš vera nżttur. Andstęšurnar verndun-nżting eru meira aš segja notašar sem grundvallarforsenda ķ rammaįętlun. . 

Žaš er röng uppsetning į forsendum, žvķ aš réttara vęri aš tala um verndarnżtingu og orkunżtingu.  

Talaš er um "sįtt" um "helmingsvirkjanir", žannig aš fossarnir geti veriš lįtnir renna ķ nokkrar klukkstundir daglega ķ nokkrar vikur sķšsumars, og sagt aš slķk "helmingslausn" sé ķ gildi fyrir Niagarafossana.

En žaš er meiri hįttar rangfęrsla, žvķ aš hiš nęstum 70 įra gamla fyrirkomulag varšandi Niagarafossa gerir rįš fyrir žvķ aš žeir renni allt įriš samfleytt og aš vatnsmagniš verši aldrei minna en 1400 rśmmetrar į sekśndu, sem er fimm sinnum meira vatnsmagn en ķ ķslensku fossunum.

Amerķkani sem myndi svo mikiš sem orša žaš aš lįta Niagarafossana renna ašeins milli klukkan 2 og 6 ķ nokkrar vikur sķšsumars ķ "sęmilegu vatnsįri" en vera žurra nęstum allt įriš, yrši ekki įlitinn meš öllum mjalla.

En hins vegar vel lištękur sem umhverfisrįšherra į Ķslandi, sem dreymir um aš aušlinda- umverfismįl verši deild ķ landbśnašarrįšuneytinu eša sjįvarśtvegsrįšuneytinu.  

 


mbl.is Daušvona stślku dreymdi um Ķsland
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

"Žaš stekkur enginn lengra en hann hugsar."

"Lįttu drauminn rętast" sagši nišursetningurinn og förukonan Manga meš svartan vanga viš mig, ungan dreng. "Žaš stekkur enginn lengra en hann hugsar" bętti hśn viš.

Sjįlf harmaši hśn hlutskipti sitt og sinna lķka og lét sig dreyma um betra žjóšfélag.

Frį žvķ segi ég mun ķtarlegar og betur ķ ljósi margra nżrra upplżsinga  ķ nżrri bók um hana en ég gerši fyrir 20 įrum.  

Hera Björk Žórhallsdóttir į aš mķnum dómi hiklaust aš fylgja eftir góšu gengi sķnu ķ Sušur-Amerķku, jafnvel žótt tekin sé viss įhętta meš žvķ.

Ef hśn notar ekki tękifęriš nśna er óvķst aš annaš eins gefist. Jafnvel žótt žessi śtrįs hennar misheppnist, getur hśn huggaš sig viš žaš eftir į aš hafa žó reynt.

Ef hśn lętur ekki vaša nśna, mun hśn hins vegar aldrei komast aš žvķ, hve langt hśn getur nįš. 

 Žess vegna į hśn ekki aš hrökkva heldur stökkva. Til hamingju meš žessa djörfu įkvöršun, Hera Björk! Gangi žér vel !  


mbl.is Hera Björk flytur til Chile
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Fyrirlitning į eftirlaunafólki.

Žvķ mišur veršur mašur of oft var viš žaš aš eftirlaunafólk sé lķtilsvirt og atyrt og séš ofsjónum yfir žvķ aš žaš fįi notiš eftirlauna.

Eftir aš netiš, fésbókin og bloggiš komu til sögunnar sést žetta meira aš segja ķ athugasemdum og öšrum skrifum. 

Žannig var sérstaklega nefnt sem dęmi um žaš  um daginn hvert undirmįlsfólk vęri aš mótmęla fyrirhugašri vegagerš ķ Gįlgahrauni, aš įberandi vęri hve margir af žessum óęskilegu vesalingum vęri eftirlaunafólk og jafnvel nefnt aš "hętta eigi aš halda žessu fólki uppi į kostnaš samfélagsins."

Ķ žvķ felst sérkennileg mannfyrirlitning aš lķta nišur į fólk sem hefur žaš eitt sér til saka unniš aš vera lifandi og vilja nota fjįrmuni, sem žaš sjįlft lagši fyrir um įratuga skeiš til žess aš eiga til elliįranna.

Og ekki er sķšur sérkennilegt aš telja žaš réttlętanlegt sé aš atyrša žennan žjóšfélagshóp og svipta hann eftirlaunum, sem hann hefur žó sjįlfur lagt fyrir og skapaš meš žvķ sjóši, sem reynt er aš komast ķ og verja til annars en žess, sem sjóširnir voru ętlašir til. 

 


mbl.is Ętlar į eftirlaun į nęsta įri 85 įra
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Sleppir alveg lįggenginu.

Ķslenska krónan er ömurlega lķtils virši, skrįš fyrir nešan allt velsęmi, og žar af leišandi er Ķsland lįglaunaland og af žvķ nżtur sjįvarśtvegurinn svo góšs, aš einstök sjįvarśtvegsfyrirtęki velta stórgróša og eigendurnir skaffa sjįlfum sér arši svo hundrušum milljóna króna skiptir į hvern mann.

Žvķ virkar žaš afar hjįróma žegar žessir menn hefja upp gamla LĶŚ grįtkórinn um sķn ömurlegu kjör og "óšs manns ęši" aš skattleggja žį ķ samręmi viš einokunarstöšu žeirra varšandi eignarhald aušlindarinnar og sęgreifakjör žeirra.

Og ķ ofanįlag er žess krafist aš skattlagning į sęgreifana sé felld nišur og gott ef žaš endar ekki meš žvķ aš žjóšin verši aš borga žeim til baka žaš nįnasarlega gjald sem žó var tekiš af žeim.


mbl.is Veišigjöld stórskaša ķslenskan sjįvarśtveg
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Aršrįn fyrir allra augum.

Ég hvet fólk til aš lesa og ķhuga grein Bubba Morthens ķ Fréttablašinu ķ dag um žaš, hvernig menn geta stofnaš milljaršagróša fyrirtęki į netinu, sem byggjast į žvķ aš aršręna žį, sem lifa af žvķ aš skapa tónlist og ašra list, svo sem kvikmyndalist.

Ég man žį tķš žegar Jón Leifs žurfti aš sęta aškasti og hįši fyrir žaš aš berjast fyrir rétti tónlistarmanna til aš njóta aršs af verkum sķnum. Žį, eins og nś mįtti heyra raddir um aš listamenn vęru "afętur" og "ónytjungar", "baggi į žjóšinni" o. s. frv., enda  "getur hver sem er fariš śt ķ bķlskśr og gaulaš og glamraš į gķtar" eins og nżlega var skrifaš į netinu um tónlistarfólk.

Og "žaš getur hver sem er tekiš upp mynd į farsķmann sinn og deilt henni" voru ein rökin.

Nś er svo aš sjį aš žaš teljist flott aš snśa įrangur žessarar barįttu brautryšjandans Jóns Leifs nišur og skilja žį eftir aršręnda, sem skópu verkin en hampa hinum sem į skipulegan hįtt raka aš sér auši viš hina nżju išju.

Og žegar rökin žrżtur er hjólaš ķ manninn, en ekki ķ mįliš, eins og lenska er hér į landi.    


mbl.is Ófeimnir afbrotamenn
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Fyrri sķša | Nęsta sķša »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband