Færsluflokkur: Bloggar

Minnir á hrakfarir þýsku ofurskriðdrekanna fyrir 80 árum.

Á næsta ári verða rétt 80 ár síðan aðgerðin Citadel var nánast eina von Þjóðverja til þess að snúa stríðsgæfunni við í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Á víglínunni sem hringaði sig hálfhring í kringum Kursk sýndust vera möguleikar til svipaðrar umkringingar Rauða hersins og voru í Úkraínu síðsumars 1941, en sú umkringing og uppgjöf var hin stærsta í hernaðarsögunni fram að því. 

Í Þýskalandi var hafin framleiðsla ofur skriðdrekans Tiger, sem átti að vera slíkt yfirburðatæki að afli, brynvörn og búnaði, að einn dreki gæti ráiðið við tíu rússneska T-34 skriðdreka. 

Hitler gerði mikið úr því í innsta hring hve mikli tímamótaorrusta Citadel gæti orðið. 

En strax í undirbúningnum fór margt úrskeiðis. Tiger drekarnir voru afar flóknir í framleiðslu og ýmmsar aðrar tafir kostuðu glataðar vikur. 

Rússar náðu svo góðum upplýsingum um orrustuna að þeir gátu snúið gangi hennar í þá átt að verða að stórsigri sínum. 

Þegar á hólminn kom varð Kursk orrustan stærsta skriðdrekaorrusta sögunnar og misheppnaðist gersamlega fyrir Hitler, flýtti fyrir ósigri hans ef eitthvað var.  

Viðhald og eyðsla Tiger drekanna gerði þá að kyrrstæðum skotmörkum í hundraða tali. 

Einn bilaður Tiger var verri en enginn.  

Alls tókst Þjóðverjum aðeins að framleiða nokkur þúsund stykki á sama tíma og Rússar framleiddu T-34 í meira en 80 þúsund eintökum. 

Rétt eins og að Þjóðverjar urðu að nota Phanter skriðdreka og Messerschmitt Bf 109 sem meginvopn allt stríðið varð rússneski T-34 dreki Rússa eitt af skæðustu vopnum Bandamanna ásamt jeppanum, DC-3, Katusha eldflaugunum rússnesku og kjarnorkusprengjunni. 

Stærsti ókostur Tiger skriðdreka Þjóðverja var einfaldlega hvað hann var flókin smíð og vandmeðfarin. 

Þyrlur og drónar setja mjög svip sinn á Úkraínustríðið, en langstærsti galli þeirra er eðlisfræðileg takmörkun á flughraða, þótt kyrrstöðufluggeta sé stærsti kosturinn.

Þyrlur eru margfalt dýrari og flóknari í rekstri en fastvængja flugvélar, og þess vegna er missir þeirra nokkuð, sem hringir vissum Tiger-bjöllum. . 

 

 


mbl.is Átján verstu mínútur Rússa frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð tilgáta varðandi eyðingu lífs á mars.

Í fréttum í gær mátti heyra athyglisverða tilgátu vísindamanna, sem rannsaka möguleika á því að líf hafi verið á mars. 

Hún snerist um þann möguleika, að á mars hafi á tímabili verið öflugt lífkerfi örvera, sem áttu svo góðum skilyrðum að fagna á því tímaskeiði, að um offjölgun var að ræða sem spillti veikburða lofthjúpi reikistjöðrnunnar og raskaði hitanum í honum. 

Vangaveltur um þann möguleika að offjölgun og ofneysla mannkynsinsl geti haft dýrkeupt áhrif á lofthjúp jarðar koma óneitanlega upp í hugann við að heyra þessar marsfréttir. 

 


mbl.is Brotlenti á smástirninu á gífurlegum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Áratugir pennastriksins" datt út í gær. Hortitturinn "bílvelta varð" er ódrepandi.

Fyrst smá ábending um handvömm í gær varðandi bloggpistilinn "aratugir "pennastriksins", þar sem láðist að birta hann þá. 

En hann birtist nú í slagtogi við annan pistil sem birtist í gær. 

Sumir hortittir í málfari virðist með engu móti vera hægt að kveða niður, heldur lifa þeir og dafna endalaust. 

Jónas heitinn Kristjánsson heitinn ritsjóri setti skýrt, einfalt og knappt orðalag sem eitt af höfuð skyldum blaðamanna. 

Bíll valt við Þingvallaveg en í viðtengdri frétt á mbl.is blasir enn við hortitturinn "bílvelta varð." 

Þarna er að sjá eitt af óteljandi dæmum um langlokur og málalengingar, sem eru andstæðan við skýrt og stuttort orðaval. 

"Bílvelta varð" er fjögur atkvæði...

í stað þess að segja einfaldlega... 

"Bill valt", sem er tvö atkvæði.  


mbl.is Bílvelta við Þingvallaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratugir "pennastriksins".

Árið 1942 skall á verðbólga, sem þá kallaðist jafnan dýrtíð í munni almennings, sem var margfalt meiri en þekkst hafði áður á Íslandi. 

Í landinu var allt að 50 þúsund manna erlent herlið og framkvæmdir og þensla vegna þessara dæmalausu framkvæmda áttu enga hliðstæðu. 

Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins bað fólk þó að örvænta ekki eða fórna höndum, verðbólguna væri hægt að stöðva með einu pennastriki. 

Þetta áttu eftir að verða áhrinsorð, sem entust í raun í tæpa hálfa öld eða allt fram til ársins 1990 þegar hinir stórmerku "þjóðarsáttarsamningar" voru gerðir, og á árunum á undan Viðreisnarstjórninni var Ólafi oft strítt með því að vitna í orð hans um "pennastrikið". 

Verðhækkanir, sem eru langt umfram væntingar, er því miður aldrei hægt að útiloka. 

Það sýnir gengisfall íslensku krónunnar um líkast til meira en 99 prósent frá þvi að hún var tekin upp í kjölfar fullveldisins 1918. 

P.S.  Nú er komið upp ástand hjá ASÍ, sem slær á möguleikana á því að ná stjórn á efnahagsmálunum.  


mbl.is Mesta hækkun í 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll stigmögnun er hættuleg.

Í sambandi við Úkraínustríðið skjóta sífellt upp kollinum raddir um ýmsiskona stigmögnun stríðsins, allt frá tali um beitingu kjarnavopna til ummæla um árás Úkraínumanna á Hvíta-Rússland. 

Nogu eldfimt er ástandið í þessu stríði þótt ekki sé verið að bæta ofan á það á ýmsan hátt. 

Það ógnar þegar heimsfriðnum og er ekki á það bætandi. 


mbl.is Segir Úkraínu undirbúa árás á Hvíta-Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllinn, sem hefur brotið margar reglur í hálfa öld.

Fyrir 50-60 árum voru enn á margar bílgerðir með vélina fyrir aftan afturhjól og afturdrif. En þeir voru á útleið hjá Volkswagen, Renault, Simca, Hillman og fleiri á sama tíma sem Porsche verkmiðjurnar héldu enn fast í sínar gerðir. 

Aðalástæðan fyrir góðu gengi þessara afturdrifsbíla var sú, að þeir voru heldur einfaldari smíð rétt eins og Bjallan og Renault 4CV höfðu verið eftir stríð. 

VW þráaðist aðeins við með því að framleiða stærri rassmótors bíla, en Passat, Polo og Golf tóku við, byggðir eftir meginreglu Issigonis og Mini hans með fyrirkomulagi í framdrifi og vél þversum frammi í, sem síðar náði um 85 prósent hlutdeild í heimsframleiðslunni. 

Enda brotin sum helstu lögmál í framleiðslu bíla með því að hafa sex strokka mörg hundruð hestafla vél setta niður aftast í bílnum fyrir aftan afturhjól. 

Samkvæmt eðlisfræðilegum lögmálum átti Porsche 911 að vera dauðadæmdur með svona svakaleg brot á reglum um þyngdardreifingu í bílum, að ekki sé nú minnst á loftkælingu vélarinnar. 

Porsche lét undan í fyrstu með því að framleiða spánnýjan arftaka, Porsche 928, með vatnskælda vél á venjulegum stað, en þrátt fyrir það seldist hann ekki, heldur hélt 911 velli. 

Á tímabili keppti einn besti rallökumaður heims, hinn sænski Per Eklund á Porsche 911 og gaf mörgum bestu röllurum heims langt nef. 

Einn helsti kostur 911 var sá tvöfaldi ávinningur sem fólst í því að hafa vélina langaftast í bilnum. 

Með því tókst að viðhalda leyfilegu sæti fyrir tvo aftur í og spyrnan í svona afturþungum bíl var auðvitað hrikalega góð. 

 

Porsche 911 eins og hann er í dag er afrakstur þrotlauss starfs kraftaverkamanna og galdrakarla framleiðendanna, sem hafa þróað hann og bætt stanslaust, og þó ekki grimmara en svo, að skipta úr loftkælingu yfir í vatnskælingu.

Stærsti gallinn gufar upp miðað við kostina. 

Síðuhafi hefur að vísu hrifist af öðrum gerðum Porsche sem eru með miðjuvél eins og kappakstursbílar, en missa þar með sætispláss fyrir fleiri en einn farþega. 

Má orða það þannig, að 911 hafi í gegnum áratugina viðhaldið því að taka 200 prósent fleiri farþega en hinir sportbílarnir frá Porsche, og þegar við bætist að þetta er fyrir löngu orðin óviðjafna:nleg goðsögn, yrði val síðuhafa alveg á hreinu; 911 af aflmestu gerð. 

 


mbl.is Tveir 911 frumsýndir um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hershöfðingjar hafa oft fengið að taka pokann sinn.

Valdamestu ráðamenn í alræðisríkjum hafa oft gripið til þess ráðs þegar gengið hefur ekki verið sem best á vígstöðvunum að láta hershöfðingja sína taka pokann sinn og gert svipaðar ráðastafanir. 

Reyndar þarf ekki alræðisríki til að slíkt sé gert, svo sem þegar Harry S Truman rak stríðshetjuna Douglas Md Arthur úr starfi yfirhershöfðingja Bandaríkjahers og þar með herafla undir nafni Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu. 

Ástæðan var að vísu ekki slakt gengi á vígvellinum, heldur skoðanaágreiningur um það hvort beita ætti kjarnorkuvopnum gegn kínverskum "sjálfboðaliðum" sem komu Norður-Kóreumönnum til hjálpar þegar her Mc Arthurs var kominn langleiðina með að leggja Norður-Kóreu undir sig. 

Truman sýndi bæði hugrekki og framsýni þegar hann rak sinn dáða hershöfðingja og gaf með því fordæmi, sem gilt gæti einmitt nú í Úkraínu þegar notkun kjarnorkuvopna er rædd beggja vegna víglínunnar. 

Adolf Hitler var kannski atkvæðamestur í að víkja hershöfðingjum sínum til hliðar þegar þeir hlýðnuðust honum ekki. 

Heinz Guderian var einna snjallastur skriðdrekasveitstjórnenda í stríðinu, bæði á vesturvígstöðvunum og austurvígstöðvunum en andmælti þó yfirboðurum sínum bæði í hraðsokninni miklu til strandar í Frakklandi vorið 1940, þegar hann fékk ekki að halda áfram á fullri ferð til að taka Dunkirk. 

Enn í dag er deilt um þá ákvörðun Hitlers og Rundsteds að stoppa herinn í hálfan annan sólarhring. 

Enn alvarlegri varð ágreiningur Hitlers og Guderians þegar Hitler skipaði honum að stansa á hraðri ferð sveita hans í áttina til Moskvu, taka meira en vinkilbeygju suður til Ukraínu og loka þar inni hátt í milljón hermanna. 

Þetta tafði sóknina til Moskvu um meira en mánuð og reyndist það ðrlagaríkt.

Guderian fékk á baukinn fyrir þetta og féll í ónáð.  


mbl.is Rússar skipa nýjan hershöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævinlega miklir möguleikar í fragtfluginu.

Eitt af gagnrýnisefnum, sem borin voru fram þegar Icelandair keypti BOeing 737 Max var hve litið vélin gat borið umfram farþegana sjálfa.

Lággjaldaflugfélög hafa reynt ýmis ráð til að bregðast við þessu, meðal annars að auka möguleika farþeganna í fargjöldum með því að gefa þeim kost á að hafa einungis smáar töskur í handfarangursstærð meðferðis í flugferðum. 

Annar möguleiki er síðan sá að kaupa breiðþotur og setja sem mest fragtflug yfir á þær. 

Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvöllur í hagkvæmri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli er síðan afar mikið, því að í sambærilegum brottförum erlendis er úr gnægð flugvalla að velja sem varaflugvelli 

Þetta atriði er eitt af því marga, sem andófsmenn gegn Reykjavíkurflugvelli virðast hvorki getað né viljað kynna sér. 


mbl.is Icelandair Cargo fær stærri vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Veit einhver hvar flugvöllurinn er?" Er einhver með skrúfjárn og ljós?"

Ofangreindar spurningar eru tvær af mörgum, sem hrokkið hafa af vörum flugstjóra hér á landi. 

Sú fyrri hrökk af vörum flugmanns, sem var að fljúga með skemmtikrafta frá Reykjavík til Grundarfjarðar og var á hraðri ferð framhjá firðinum til vesturs. Síðuhafi tók þar með að sér að leiðbeina honum til baka á réttan stað. 

Hitt atvikið gerðist á Reykjavíurflugvelli þar sem farþegar í tíu sæta vél voru búnir að híma drjúga stund í myrkvaðri flugvél, sem ætlunin var að fljúga til Vestmannaeyja. 

Það var skítkalt í vélinni og veðrið leiðinlegt. 

Loks var hurðinni á flugstjórnarklefanum hrundið upp og glytti á andlit skjálfandi flugstjórans sem spurði farþegana: "Er nokkurt ykkar með skrúfjárn eða vasaljós?"

Hafi farþegunum verið farið að lítast illa á blikuna fram að þessu, versnaði það um allan helming. Varla var hægt að hugsa sér meira ótraustvekjandi yfirlýsingu. 

Svo vildi til, að síðuhafi, sem var einn farþega, var alltaf með lítið verkfærasett meðferðis á ferðum sínum, og bjargaði málunum. 

En mikill léttir var það fyrir flesta í þessari flugferð, þegar lent var heilu höldnu í Eyjum.  


mbl.is Lentu á rangri Kanaríeyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróður byrgir of víða sýn.

Gróðureyjarnar í Úlfarsárdal í Reykjavík eru ekkert einsdæmi um það, hve víða er lítið eða ekkert hugað að því hvernig tré og gróður byrgja ökumönnum og vegfarendum sýn. 

Dæmi um þetta eru til dæmis vegaskilti, þar sem laufguð tré byrgja svo mjög fyrir þau, að þau verða gagnslaus. 

Finna má ýmis dæmi um það að með tiltölulega litlum breytingum, jafnvel að fella aðeins eitt tré, sé hægt að bæta úr þessu. 

Stundum er þetta tilkomið vegna þess að vegaskiltið var sett upp fyrst, en síðan gróðursett þannig að huldist gróðri fyrir augum vegfarenda, sem á því þurftu að halda til að stunda öröggan akstur. 

Þegar talað er um ökumenn verður að telja hjólandi vegfarendur með, þótt gangandi fólk verði oft fyrir barðinu á þessum ágalla. 


mbl.is Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband