Öflugustu orrustuflugvélar heims gegn náttúruverndarfólki 1999.

Í tengslum við fréttir af æfingu NATO þessa dagana kemur enn í hugann æfingin Norðurvíkingur 1999, sem ég hef áður sagt frá hér á síðunni. 

Þá minnist ég engra mótmæla, þótt verið væri að æfa það á fullkomnustu og öflugustu orrustu- og sprengjuflugvélumm heims að ráðast á náttúruverndarfólk á miðhálendinu, sem skilgreint væri sem hryðjuverkafólk. 

Þetta sumar þurfti ég að fljúga nokkrum sinnum á flugvél yfir miðhálendið og í eitt skiptið var úr vöndu að ráða í myndatökuferð, því að þá hefði ég þurft að fljúga inn á yfirlýst bannsvæði sem loftherinn notaði til æfinga sinna.

Ef ég gerði það væri ég að brjóta gegn flugbanni, og það yrði kannski túlkað sem andstaða mín við veru landsins í NATO, og lítið myndi stoða þótt ég segðist ekki hafa verið gegn viðbúnaði hér á landi við varnir landsins. 

Spurningin var líka hvort hætta yrði á því að flug mitt myndi valda slysi eða notkun herflugvéla gegn mér. 

Ég gætti þess að taka enga áhættu heldur fljúga utan bannsvæðisins þótt það kostaði mig bæði tíma og fé auk þess sem tækifæri til fyrirhugaðrar myndatöku minnar færu forgörðum.

En æ síðan hefur mér fundist það umhugsunarefni, að íslenskir valdhafar skyldu telja það brýnasta verkefni herafla öflugasta herveldis heimns að ráðast á náttúruverndarfólk á miðhálendi Íslands með öflugustu drápstækjum veraldar.  

 


mbl.is Mótmæltu með blómum og skiltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að græða á bölinu?

Áfengisbölið hefur þá sérstöðu meðal verstu sjúkdóma þjóðarinnar að ríkið græðir á því í gegnum tolla og ekki síst i gegnum ÁTVR.  

Þess vegna er það athyglisvert á þessum tíma mesta þjóðargróða sögunnar að ekki skuli tekið með í reikninginn sá þjóðhagslegi hagnaður sem fylgir því að lækna fólk af þessu böli. 

Í nýlegu viðtali við séra Davíð Þór Jónsson lýsti hann því vel, hvernig það réði úrslitum um að hann hélt lífi og náði að sigla inn í besta og gjöfulasta tíma ævi sinnar með hjálp SÁA. 

Það gerðist ekki fyrr en honum varð ljóst, að í því fólst eina von hans, líkt og eina von svo margra sem fá krabbamein felst í því að fá læknismeðferð. 

600 manna biðlisti á Vog er ekki síður skömm einnar af ríkustu þjóðum heims en fjöldi fátækrar er. 


mbl.is Yfir 600 á biðlista inn á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamót í Kashoggimálinu.

Það eru tímamót í hinu alvarlega máli Sádi-Arabíska krónprinsins að ríkissjónvarp landsins skuli hafa játað, að Jamal Kashoggi hafi látist eftir átök á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbul. 

Þótt orðalagið viðurkenni að vísu ekki nema örlítið brot af öllum sannleikanum, liggur samt fyrir að hópur sérþjálfaðra leyniþjónustumanna hafi í raun setið fyrir miðaldra blaðamanni í ræðismannsskrifstofunni og ráðist á hann, þvi varla hefur Kashoggi farið aleinn inn í húsið til þess að ráðast á þá, sem þar voru, þeirra á meðal harðsvíraða sérsveit.

Nú ríður á að krónprinsinn, sem hefur verið úlfur í sauðargæru varðandi það að láta líta svo út sem hann væri umbótasinnaður leiðtogi en í raun rekið afar harðneskjulega stjórnarstefnu bæði utan lands og inna, verði sviptur völdum og látinn sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar. 

Svo gríðarlegir hagsmunir eru í húfi bæði í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu og í heimsmálunum þar með, að héðan af verður þetta mál ekki leyst nema að það þyki slá á hið ófriðsamlega ástand, sem komið hefur upp í Miðausturlöndum. 

 


mbl.is Khashoggi sagður hafa látist eftir átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband