Bæði sætar og beiskar minningar rifjast upp.

Viðtal við Rúnar Guðbjartsson á mbl.is snertir síðuhafa djúpt. Einhverjar fyrstu og ljúfustu bernskuminningarnar úr Stórholtinu voru tengdar fjölskyldunni hinum megin við götuna, þeim Stínu og Hafliða, eins og þau voru kölluð, og börnum þeirra. 

Á þeim tímum var mikill samgangur á milli vinafólks og ófáar góðu stundirnar bæði í heimsóknum og leikjum úti við. 

Einkum voru kynnin við jafnaldrann, Kristján, eða Didda eins og hann var kallaður, yndisleg. Hann var alveg einstaklega efnilegur bæði á sál og líkama, og yndisstundirnar margar við leiki og íþróttir. 

Björt framtíð blasti við honum. Hann hafði allt til að bera sem prýtt getur ungan mann, duglegur, fjörugur og fyndinn og hvers manns hugljúfi. 

Það var reiðarsalg þegar hann fékk krabbamein á miðjum þrítugsaldri og lést. 

Mikill harmur var kveðinn að öllum og þessi harmur rifjaðist síðan upp þegar systursonur hans týndist rúmum tveimur áratugum síðar. 

Þegar því máli lýkur nú um síðir er það að vísu viss léttir, en snertir mann þó í hjartastað. 

Margir hafa knúsað Rúnar fornvin minn í dag og það geri ég líka með þessum fátæklega orðum í minningu tveggja efnismanna, sem ekki gleymast. 


mbl.is „Fjallið á það sem fjallið tekur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toyota lengi við toppinn, en Mazda lengi vanmetin.

Þýska bílatímarirtið Auto motor und sport hefur löngum gefið út sérhefti undir heitinu Gebrauchtwagen þar sem atriði eins og ending, viðhald og áreiðanleiki mismunandi tegunda hafur verið rækilega könnuð. 

Frá síðasta áratug síðustu aldar hafa tveir bílaframleiðendur, Toyota og Mazda verið áberandi ofarlega við toppinn. 

Fyrir þá, sem ekki hafa fylgst með þessu, kemur kannski ekki á óvart að Toyota skuli vera ofarlega og oftast á toppnum (Lexus meðtalinn) heldur hitt, hve Mazda kom vel út árum saman. 

Hér á landi hefur Toyota notið þessa í formi mikillar sölu, en Mazda ekki. 

Segja má því að Mazda hafi verið vanmetnasti bílaframleiðandinn á Íslandi árum saman, hvað það snertir að njóta góðs orðstírs erlendis. 

Síðustu árin hefur þó ræst talsvert úr því, en samkeppnin er hörð, sem japanskir bílaframleiðendur þurfa að standa í, því að á síðustu árum hafa Suður-Kóreskir bílaframleiðendur sótt í sig veðrið, meðal annars vardandi þann orðstír sem það veitir að gefa allt upp í sjö ára ábyrgð á framleiðsluvörunni. 

 


mbl.is Lexus besta bílmerkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitunin heldur áfram.

Eldarnir eru Kaliforníubúum sjálfum að kenna segir Trump. Og vill refsa þeim fyrir það í raun með því að vilja ekkert leggja af mörkum eins og oft er gert í svipuðum tilfellum.

Hann sagði í fyrra að tjónið í Puerto Rico væri aumingjaskap íbúanna að kenna.

í ár datt hins vegar út úr honum að fólkið þarna hefði staðið sig frábærlega vel í að koma í veg fyrir manntjón. Samt fórust 3000 manns. Firrningin og ruglið eru alger. 

 

Á fundi í Washington skömmu eftir valdatöku Trumps benti hann út um gluggann og sagði: Það snjóar hér fyrir utan og það er kalt í New York, - það fer kólnandi en ekki hlýnandi.

Borinn var lítill snjóbolti inn á þingfund til að sanna að loftslag færi kólnandi, ekki hlýnandi.  

Trump sagði að vísindamenn heimsins væri í samsæri til þess að græða á því að segja slæmar fréttir og fá meira fé í rannsóknir, og að það þyrfti að skipta þeim öllum út og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn. Eins og það kostaði nú ekki einhverja fjármuni. 

Bloggpistlahöfundur íslenskur vændi veðurfræðing á Veðurstofunni um stórfelldar lygar í veðurfréttum sjónvarpsins varðandi vaxandi fellibylji og sjávarhita í Karíbahafinu,- fellibyljum færi þvert á móti fækkandi og þeir yrðu sífellt minni, og að sjávarhiti Karíbahafsins væri stórlega ýktur. 

Annar bloggpistlahöfundur hefur haldið því fram að koldíoxíð væri núna í sögulegu lágmarki, hefði ekki verið minna í 600 milljónir ára. 

Sem sagt: Útblásturinn frá byrjun iðnbyltingar hefur samkvæmt því orðið til þess að magn aðalefnisins, sem spúið er út, hefur aldrei verið minna! 

Í einum bloggpistli er fullyrt að Grænlandsjökull fari stækkandi og því hafnað að jöklar fari minnkandi. 

Einnig fullyrt að engar áhyggjur þurfi að hafa af því að olíulindir þverrri, það sé yfirdrifið nóg til af olíu til framtíðar.  

Safnorðið, sem afneitunarmenn nota yfir "lygarnar" er töfraorðið "falsfréttir", sem æðsti presturinn Trump tönnlast á. 

Þeir, sem flytja öðruvísi fréttir en hann vill heyra, eru falsfréttamenn. 


mbl.is „Þetta er hið nýja afbrigðilega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband