Hugsið ykkur hvað margt hefur breyst

Eitt af því sem er stórt atriði í kjarabaráttu ljósmæðra er aukin menntun þeirra. Þær eru komnar langan veg frá því sem var fyrir u.þ.b. 100 árum.  Og það er þessum framförum að þakka að barnadauði er minnstur á Íslandi í heiminum. 

Gamansaga sem afi minn sagði mér frá Vestmannaeyjum bregður ljósi á hversu miklar framfarir hafa orðið.  

Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum sem hét Guðlaugur þótti afar nískur.  Hann þurfti að fara á sjó en kona hans átti þá von á barni.  Var hún beðin um að senda skeyti en fara sparlega með kostnað vegna þess. 

Nú varð konan léttari og var Guðlaugi sent skeyti svohljoðandi:  Drengur fæddur.  Berta sótt.  Blind, billegri.

En þá voru ljósmæður í eyjum fleiri en ein en sú þeirra sem var blind tók minna fyrir viðvikið. Þess vegna var hún sótt fyrir hinn aðhaldsama föður.


mbl.is Mótmælin hafin á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil og afdrifarík harmsaga.

Saga og endalok síðustu keisarafjölskyldu Rússlands varð dramatísk og afdrifarík. 

Rússar voru í bandalagi við vesturveldin, Frakkland og Bretland, og samkomulag varð um að til þess að létta á vesturvígstöðvunum skyldi rússneski herinn fara í mikla sókn á sunnanverðum vigstöðvunum og herja einkum á Austurríkismenn.  

Talið er að ein af ástæðum þess að meðal Þjóðverja var talið skárra að hefja stríðið 1914 en ekki einhvern tíma síðar væri sú, að Rússum fjölgaði meira en öðrum stórþjóðum Evrópu og landið bjó yfir miklum auðlindum, sem áttu eftir að koma sér vel í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Þessi sókn varð eina sóknin í báðum heimsstyrjöldunum, sem kennd var við hershöfðingja og nefndist Brusilov-sóknin. 

Hún gekk í fyrstu vel og en síðan fóru veikleikar hersins að koma æ betur í ljós og þar réði miklu um, að keisarinn sjálfur tók að sér yfirstjórnina, sem varð honum alveg ofviða. 

Aldrei verður hægt að finna út, hverju það hefði breytt, ef Rússar hefðu haft afburða keisara á þessu mikilvæga tíma í sögu þjóðarinnar. 

Á sama hátt og Rússar hafa mjög í hávegum "sterka stjórnendur" eins og Katrínu miklu, Pétur mikla og jafnvel Lenin og Stalín, er hörmungarsagan í lok keisaraveldisins þeim ofarlega í huga. 


mbl.is Öld frá morðinu á síðasta keisaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn einbeittum brotavilja geta menn "ruglast á" langreyði og steypireyði.

Það sannar ekkert út af fyrir sig að segja að "ekki sé hægt að ruglast á langreyði og steypireyði" eins og Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. heldur fram. 

Meðan tæknilega er hægt að veiða steypireyði, er hugsanleg veiði á steypireyði ekki útkljáð mál.

Það er ekki að fullu upplýst fyrr en búið er að rannsaka það til hlítar. 

Hitt er svo annað mál, að varðandi það hvort steypireyður hafi verið veidd í trássi við bann og þar með stundað sakhæft athæfi, gildir meginregla réttarfars um það að allur vafi skal túlkaður sakborningi í vil. 

Stórhvalaveiðar Íslendinga sýna hins vegar alvarlega brotalöm í þjóðfélagi okkar, þar sem níðþröngir hagsmunir og úrelt viðhorf fá enn að leika lausum hala á kostnað heildarmyndarinnar og almannahagsmuna. 


mbl.is Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband