Er 5,5% vöxtur svona skuggalega mikill "samdráttur"?

Nú er að verða liðið eitt ár síðan setningar eins og "óveðursský hrannast upp á hinininn" fóru að sjást í fjölmiðlum vegna þess að ekki virtust vera framundan sömu ógnarháu vaxtartölurnar og undanfarin ár í ferðaþjónustunni. 

Hugsunarhátturinn hafði sveigst í þá átt að farið var að miða allt við hinar háu vaxtartölur á bilinu 40% og þaðan af meira sem höfðu ríkt árum saman.

Þetta viðmið þýddi að allar vaxtartölur tölur neðan við 40% voru farnar að fá á sig stimpil samdráttar. 

Það var "mikill samdráttur í aukningu" ef vaxtarprósentan "minnkaði" úr 40 prósentum "niður í" 25%. 

Og nú "minnkar vaxtarhraðinn" úr 24% "niður í" aðeins 5,5%.

Válegar fréttir?

Nei, auðvitað ekki, - nema fyrir þá sem eru orðnir gegnsýrðir af blindri ofsagróðahyggju. 

Sem betur fer heldur blaðamaðurinn sem skrifar tengda frétt á mbl,is haus með fyrirsögninni "Ferðamönnum fjölgaði um 5,5%"

Það er góð frétt og hefði jafnvel verið enn betri frétt ef fjölgunin hefði verið minni.   

 


mbl.is Ferðamönnum fjölgaði um 5,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að klúðra ekki Queen og Mercury..

Eftir því sem árin hafa liðið hefur komið ´betur í ljós hvað hljómsveitin Queen og aöngvarinn og söngvaskáldið Freddy Mercury voru einstakt og framúrskarandi tónlistarfyrirbæri, 

Eftir að meira en 40 ár eru liðin síða Queen og Mercury skutust upp á stjörnuhimininn hefur ekkert alveg hliðstætt né jafngott komið fram.

Það er alltaf tekin áhætta þegar reynt er að endurskapa svo einstæða gersemi og hættan á klúðri er svo mikil að varla er hættandi á að taka hana. 

Hafi það tekist að auka veg minningar Queen og Freddys Mercury með myndinni Bohemian Rapsody er ástæða til að fagna því.


mbl.is Queen sló í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög séríslenskt að hætti hússins,

Það er komin mjög löng hefð fyrir því að þegar íslenskir ráðamenn, sem ganga erinda fjársterkra eignamanna, eru óánægðir með alþjóðlegar reglur og eftirlit eru einfaldlega búnar til "sérísleskar" reglur vegna "séríslenskra" aðstæðna. 

Svona reglur tryggja að rikjandi öfl grti farið sínu fram að vild. 

Hér um árið minnist síðuhafi þess þegar þetta birtist í séríslenskum staðli fyrir lífræna ræktun.

Í fyrstu íslensku lögunum um notkun bílbelta voru nokkrar undanþágur frá skyldunotkun bílbelta sem til dæmis miðuðust við vegi í halla, sem þótti "séríslenskur."

Færa má líkur að því að þær undanþágur hafi kostð mannslíf.  


mbl.is Kalla drög ráðherra stríðsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband