Stórt stökk Renault Zoe. Skoda Citigo rafbíll verður spennandi!

Á tímabili naut Renault Zoe þess að vera með hlutfallslega einu stærstu rafhlöðuna í flotanum en að vera jafnframt seldur á lágu verði, enda stærð bílsins og þyngd hagstæð. Renault Zoe ´20

Það er gríðarlega mikið um vera í rafbílaframleiðslu heimsins og mikið rafhlöðukapphlaup í gangi. Stökkið hjá Zoe upp í 52 kwst er myndarlegt og enn mikilvægara er að hægt sé að hlaða hann á mun afkastameiri hátt en áður. 

En verð og þyngd eru helstu annmarkar rafbíla, og þess vegna verður afar spennandi að sjá hve snemma fyrsti Skoda rafbíllinn kemur á markaðinn hér. Skoda Citigo rafbíll

Citogo er systurbíll Volkswagen e-Up!, sem hefur hingað til verið sá minnsti og léttasti á markaðnum hér á landi hvað snertir verulega fjöldaframleidda smáa rafbíla, en uP! hefur liðið fyrir stutta drægni, aðeins rúmlega 100 kílómetra við íslenskar aðstæður, enda rafhlaðan aðeins 19 kwst. 

En nú er að koma fram systurbíll e-Up með tvöfalt stærri rafhlöðu, sem hlýtur að gerbreyta bílnum og hagkvæmni hans. 36 kwst rafhlaðan ætti að geta skilað vel yfir 200 kílómetra og verður væntanlega einnig með möguleika á hraðari hraðhleðslu en áður. 

Í Þýskalandi verður verðið á þessum frábæra rafknúna smábíl í kringum 20 þúsund evrur, sem er langlægsta verðið fyrir fjögurra sæta rafbíl. Tazzari á hleðslustöð 

Þrátt fyrir allan þann rafbúnað, sem nauðsynlegur er fyrir fjögurra sæta bíl, verður hann nákvæmlega með jafn mikið rými fyrir fólk og farangur og hinn vinsæli bensínknúni bíll, sem er með fimm stjörnur í árekstraprófunum. 

Hér á landi verða að vísu áfram í umferð tveir tveggja sæta ör-rafbílar af Tazzari-gerð, sem eru um 500 kílóum léttari en e-Up og Citigo og eru því ódýrustu og vistmildustu rafbílarnir hér eins og er, en engin áform eru um að flytja inn fleiri bíla af þessari gerð, sem hafa 90 km drægni og ná 90-100 km/klst hraða. 

 


mbl.is Kraftmeiri og langdrægari Renault ZOE kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærisveinninn og galdramaðurinn.

Geir Hallssteinsson var einhver mesti galdramaður handboltans á sinni tíð, og á stórbrotnum handboltaferli sínum tæpum aldarfjórðungi síðar gladdi Talant Dujshebaev milljónir manna með galdramennsku sinni. 

Það, sem gerði hann svo sérstakan, var að hann var lægri í loftinu en langflestir þeir, sem hann þurfti að keppa við, aðeins 1,83 m á hæð, en hann meira en vann það upp með einstakum leikskilningi, tækni, snerpu og útsjónarsemi. 

Það var fágæt unun að horfa á hann leika listir sínar á glæstum ferli sínum; áhorfendur trúðu oft vart sínum eigin augum. 

Nú hefur hinn bráðefnilegi Haukur Þrastarson ákveðið að leita til hins mikla galdrameistara sem þjálfara síns og verður spennandi að sjá hvaða ævintýri lærisveinninn og galdrameistarinn eiga eftir að galdra fram úr erminni. 


mbl.is Dujshebaev rétti þjálfarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öldrun þjóðarinnar og fækkun fæðinga vilja gleymast.

Í áraraðir hafa þau grundvallaratriði vilja gleymast í umræðum um heilbrigðiskerfið, að ört stækkandi hluti þjóðarinnar er kominn á eftirlaunaaldur á sama tíma og fæðingum fækkar stöðugt. 

Ævinlega eru nefndar krónutölur um aukin útgjöld án þess að taka þetta með í reikninginn. 

Hluti af "dýpri umræðu" sem Bjarni Benediktsson gæti falist í því að kafa betur ofan í afleiðingar þessarar þróunar, ekki aðeins í fjðldatölum, heldur einnig í þeim verkefnum, sem fylgja þeim, og finna út hve stóran þátt sú niðurstaða á í því að umfang og útgjðld vegna heilbrigðismála fara vaxandi.   


mbl.is Saknar dýpri umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband