Hvert mannslíf er of dýrt til þess að rússneska rúlletan viðgangist.

Lengi hafa legið fyrir útreikningar á því hvert peningalegt tap fylgi hverju banaslysi. Þá er ekkert tillit tekið til þjáninga eða sálræns tjóns. 

Á núvirði gæti þessi ískaldi reikningur hljóðað upp á milljarð fyrir hvert mannslíf. 

Og tjónið vegna alvarlegra slysa í hlutfalli við það og samanlagt er um að ræða varla minna en fimmtíu milljarða króna árlega. 

Það er því ekki aðeins eftir miklu að slægjast varðandi framlög til slysavarna í formi þjónustiu og mannvirkja, sem minnka mikið tjón, heldur beinlínis ekki boðlegt að stunda þá rússnesku rúllettu sem spiluð er með líf, limi og farartæki, sem lýst er í tengdri frétt á mbl.is. 


mbl.is Keyptu sér ekki miða um „dauðadal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bekkjarbræður í Laugarnesskóla drukknuðu. Annar í þolköfun.

Þolköfun er vandasöm og það er ekki nýtt að slíkt hafi kostað mannslíf.

Síðuhafi upplifði það á unga aldri að tveir bekkjarfélagar hans drukknuðu í gömlu Sundlaugunum í Reykjavík, annar í 7 ára bekk árið 1947 og sá síðari í 12 ára bekk árið 1952. 

Báðir voru bráðefnilegir drengir, og sá eldri var orðinn afbragðs sundmaður aðeins tólf ára gamall.

Þriðji æskuvinur frá þessum árum var hætt kominn í sundi en slapp naumlega.

Fráfall Áka Ákasonar, sonar þáverandi menntamálaráðherra, varð minnisstæðari en ella vegna þess að tvö bekkjarsystkin hans voru fulltrúar bekkjarins við útförina og var síðuhafi annað þeirra. 

Aldrei var minnst á það nákvæmlega hvers vegna Áki drukknaði en þegar sessunautur minn Ágúst Ágústsson drukknaði 1952, var hann í þolköfun, þar sem honum hlekktist á. 

Sérkennileg tilviljun var það að upphafsstafir beggja voru Á.Á., og upphafsstafir þriðja vinarins var B.B. 

 

 


mbl.is Var í kalda pottinum og að æfa köfun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitnisburðir geta verið varasamir.

Í tengdri frétt á mbl.is er getið um vitnisburði þess efnis að jeppi, sem tengdist umferðaróhappi á Ísafirði hefði líklega verið af gerðinni Toyota Land Cruiser eða Mitsubishi Pajero að sögn vitna.

 

Ekki er þetta nú nákvæm lýsing, og ekki að undra, því að minni fólks getur verið ónákvæmt, og þar með vitnisburðir, enda er hin fullkomni vitnisburður eða minning ekki til, heldur raðar heilinn niður þeim boðum eftirá, sem honum hafa borist í gegnum skynfærin, og því er minningin í raun eftirlíking.

Þetta minnir síðuhafa á það, þegar hann varð fyrir nokkrum árum fyrir frekar óskemmtilegri reynslu hvað þetta varðaði. 

Á þriðjudagsmorgni snemma er ég vakinn af símhringingu lögreglumanns, sem kynnir sig og biður mig að koma og gefa skýrslu um umferðaróhapp á Sæbraut um klukkan fjögur föstudaginn áður. 

Ég hváði við og virtist það vekja undrun lögreglumannsins, því að hann sagði að samkvæmt skýrslum um málið, hefðu vitni borið, að  bíll í minni eigu valdið hörðum árekstri, verið ekið á mikilli ferð á annan bíl, en haldið samt áfram ferðinnig og stungið af og að ég yrði að koma til skýrslutöku. 

Bíllinn hefði verið rauður Suzuki Fox í minni eigu með númerinu IB 327. 

Ég varð ekki síður undrandi en lögreglumaðurinn, því að umræddur bíll hafði staðið kyrrstæður hefði verið lokaður af af öðrum bílum undanfarnar vikur og ummerki á bílastæðinu bæru áreiðanlega vitni um kyrrstöðu þessara bíla í langan tíma. 

Sagði ég lögreglumanninum það og að vitni í blokkinni sem ég byggi í, gætu borið um það. 

Auk þess sæust engin ummerki um árekstur á jeppanum og ég væri sá eini sem æki þessum jeppa, sem væri 30 ára gamall fornbíll og líklega sá eini af þessari gerð og lit á landinu. 

Lögreglumaðurinn sagði, að með þá vitnisburði í höndum, sem hann hefði, gæti hann ekki lokið málinu, nema að ég gerði grein fyrir mínu máli. 

Spurði hann hvar ég hefði verið klukkan fjögur síðastliðinn föstudag. 

Ég sagðist vera nývaknaður og myndi það ekki í augnablikinu, og bað um hálftíma frest til að athuga málið. 

"Ef þú ert sá eini sem ekur þessum bíl verða bæði þú og bíllinn að hafa fjarvistarsönnun" sagði lögreglumaðurinn." 

Ég svaraði því til að hann skyldi bara koma og skoða bílinn á stæðinu og ræða við fólk í húsinu.  

Á meðan hann væri á leiðinni skyldi ég athuga málið betur, því að þannig vildi til að ég færði jafnan inn í dagbækur mína allan akstur minna bíla með akstursleið og kílómetratölu og skyldi ég kíkja á þetta. 

Hann samþykkti þetta og ég klæddist og fór að kíkja í dagbókina. 

Á leiðinni fram úr varð mér hugsað til þess hvað væri líklegast að maður væri að gera um fjögurleytið á föstudegi. 

Jú, líklega að ljúka einhverjum erindum fyrir helgina. Og þá mundi ég eftir því að þennan föstudag hafði ég átt tvö erindi í Hafnarfjörð á staði, sem var lokað klukkan fjögur. 

Annars vegar i útibú Landsbankans þar sem fjöldi fólks hafði séð mig um hálf fjögur leytið og ég hafði tekið kvittanir. 

Hins vegar að komast fyrir fjögur á pústverkstæði BJB til þess að láta þá kíkja á pústkerfið á bílnum, sem ég var á þennan dag, Daihatsu Cuore árgerð 1988, gerólíkum Fox jeppanum. 

Ég hringdi nú í lögreglumanninn og sagðist tilbúinn til að koma niður á stöð með kvittanirnar úr Lb í Hafnarfirði og innfærslur í minnisbók mína, þar sem einnig sæist skráð hvenær ég ók Foxinum siðast. 

Hann gæti líka sjálfur komið og litið á Foxinn þar sem hann stæði, og talað við fólk í blokkinni og í framhaldi tekið skýrslur af fólki á pústverkstæðinu og starfsólki Landsbankaútibúsins ef hann vildi rannsaka þetta meinta lagabrot mitt til hlitar. 

Ég heyrði á viðbrögðum lögreglumannsins að hann varð hissa á því hvernig jafn nákvæmir og samhljóða vitnisburðir á vettvangi árekstursins gætu verið rangir. 

Ég benti honum á að ef vitnin hefðu séð þetta á einhverju færi og haft lítinn tíma, væru til gamlir stuttir Pajero jeppar með svipuðu lagi, en þá með öðru númeri en IB 327. 

En þessa vitnisburði og hugsanlega vitnisburði annarra vegna málsins teldi ég vera hans mál en ekki mitt. 

Lögreglumaðurinn kvaðst myndu hafa samband við mig síðar ef á þyrfti að halda en hringdi aldrei. 

 

 

 


mbl.is Leita ökumanns á gráum jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"The real thing" ber enn nafn með rentu.

"The real thing" er gamalt slagorð Coka-cola sem hefur verið orð að sönnu í meira en öld. 

Slagorðið "Egils appelsín - þetta eina sanna" er dálítið billeg eftiröpun. 

Fyrir um 30 árum var gerð tilraun til að framleiða koffínlaust Kók og mátti slíkt undur heita, því að koffínið og hvítasykurinn eru ekkert annað en lúmskt ávanabindandi fíkniefni, og auðvitað var koffínlaust Kók dæmt til að mistakast. 

Í fyrra dúkkaði upp Kók Cero með sítrónubragði og virtist það svalandi, en var tekið of fljótt af markaðnum til þess að reynsla fengist af því hvort það ætti erindi. 

Nýja bragðtegundin af Kókinu er forvitnileg, en ætli "the real thing" muni ekki lifa það af eins og flest annað. 


mbl.is Ný bragðtegund af Coke á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband