"Það sem helst hann varast vann..."

Þingmenn stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingar voru ekki einhuga um þær miklu ívilnanir sem Steingrímur J. Sigfússson stóð fyrir vegna kísilvers á Bakka.

Nokkrir þingmenn meirihlutans voru ekki fylgjandi þeim og sumum fannst lítið leggjast fyrir kappann, þegar einn þeirra þingmanna VG, sem lengst og mest hafði gagnrýnt stórfelldar ívilnanir fyrir stóriðjuna, stóð fyrir slíku sjálfur.

Hlutfallslega voru þeir 5 milljarðar, sem talið er að falli á ríkissjóð þegar yfir lýkur meira en stjórnir Sjalla og Framsóknar höfðu afrekað í þessu efni.

Stærsta afrek Sjallaframsóknarsamfó var að gefa Alcoa upp tekjuskatt upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða í orkusamningi sem gilti í 40 ár og valtaði yfir fjárveitingavald Alþingis, en þar að auki fylgdu lítt minni ívilnanir varðand virðisaukaskatt.

En það er engin furða að Steingrímur fari undan í flæmingi varðandi sitt afrek í kjördæmapoti, og af því að nú er að koma tími lestrar Passíusálmanna í útvarpinu er skeytt hér saman línum úr tveimur ólíkum ljóðum:  

 

Hulda spann og hjartað brann

á höfðanum fann hann unnustann, 

og það sem helst hann varast vann

varð þá að koma yfir hann.  

 


mbl.is Framtíðin sker úr um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljónum fugla og dýra sem plastið drepur, fjölgar hratt.

Myndir frá dauðaeyjunni Midway úti í miðju Kyrrahafi þakinni plastrusli og kvöldum fuglum og dýrum segja sína sögu um aðfarir manna í þúsunda kílómetra fjarlægð. 

Mögnuð er myndin af stækkandi fljótandi eyju, gerðri úr plastrusli með svipuðum ummerkjum dauða og þjáningar og myndir víða aðaf dauðum hvölum og sjávardýrum af völdum plasts.

Hér heima á Fróni, langt frá öðrum löndjum blasa við fjörur, þar sem plastrusl nemur tugum tonna og myndir af því ættu að hreyfa við fólki.

Að ekki sé nú talað um þær niðurstöður rannsókna að útbreiðsla plastagna í vefjum dýra og manna fari einnig vaxandi. 

Samt má heyra úrtöluraddir og nöldur yfir því að nokkuð sé gert til að stemma stigu við þessu fargani, að því er virðist vegna þess hve allt manngert bruðl sé gott fyrir guðinn hagvöxt. 


mbl.is Dauðastríð hjartar í plastflækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband