Óskarinn vonandi ekki án kynnis framvegis.

Ef enginn sérstakur kynnir verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár verðir ákveðinn eftirsjá fylgjandi því vegna þess hve góðir og eftirminnilegir margir slíkir hafa verið í gegnum tíðina. 

Má þar til dæmis nefna gamanleikarann Bob Hope sem naut þess að nýta sérstaka tegund háðs, sem hann hafði þróað á löngum ferli og fara um víðan völl svo unun var á að horfa og hlýða á. 

Nú er orðið svo langt síðan hann að hann notaði þróaða svipbrigðitækni sína til að gera það fyndið og háðskt, sem annars hefði fallið dautt niður ef einhver annar hefði sagt það, að í minningunn man ég bara eftir einni setningu. 

Það var á fyrstu hátíðinni eftir sex daga stríðið þegar Ísraelsmenn lögðu undir sig Vestirbakkann, Golanhæðir, Gaza og Sínaí. 

Ísraelsmenn höfðu notað franskar Mirage herþotur til þess að vinna sigra sína, en viðbrögð De Gaulle Frakklandsforseta, sem þótti líta stórt á sig og vera stórlyndur og einþykkur, voru þau að taka fyrir sölu franskra þotna til Ísraels. 

Bob Hope útskýrði þetta með einni háðskri setningu: "De Gaulle var móðgaður úr í Ísraelsmenn fyrir það að hertaka fæðingarstað hans, Betlehem."

Það er athyglisvert að í meðal þúsund sinnum stærri þjóðar en Íslendingar eru, finnist ekki nógu góður kynnir fyrir eina hátíð, þótt fyrirvarinn sé orðinn stuttur. 


mbl.is Enginn kynnir á Óskarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rukkanir ekki alltaf felldar niður.

Gott er þegar mistök sem tengjast tækjabúnaði eru leiðrétt eins og gerðist í Vaðlaheiðargöngum og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is.  

En þetta er ekki algilt. 

Þannig dugði ekki að sýna innheimtukerfi Bílastæðasjóðs Reykjavíkur prentuð gögn, sem sýndu svart á hvítu á kvittun með tímasetningum að bíll hefði staðið fullkomlega löglega á stæðinu og átt aftir 20 mínútur af gjaldtímanum. 

En stöðumælavörður hafði komið að bíl síðuhafa og var að skrifa sektarmiða, þegar ökumaðurinn kom að, opnaði dyrnar og sýndi stöðumælaverðinum miðann með þeirri beiðni, að sektarmiðinn yrði ekki útfylltur. 

Stöðumælavörðurinn benti á að miðinn hefði verið á hvolfi þegar hann sá hann og hóf að útfylla sektarmiðann. 

Ökumaður útskýrði sitt mál með því að upplýsa, að gustur hlyti að hafa feykt miðanum á hvolf þegar hurðinni var skellt, og að nú sæi vörðurinn sjálfur hvers kyns væri. 

Vörðurinn sagði að það væri algerlega bannað að hætta við skrift á sektarmiða, ef byrjað væri að skrifa hann. 

Ökumaðurin bað hann um að breyta sektarmiðanum í rétt horf með því að skrifa á hann réttar upplýsingar, svo að hægt væri að fara með hann og fá leiðréttingu málsins á skrifstofu Bílastæðasjóðs. 

Því harðneitaði vörðurinn og sagði að ekkert þýddi að bera neitt slíkt fram úr því sem komið væri. 

Hann reyndist hafa rétt fyrir sér, því að hjá skrifstofunni fengust þau svör að jafnvel þótt komið væri með báða miðana, væri aðeins sektarmiðinn tekinn gildur. 

 


mbl.is Tölvan las vitlaust bílnúmer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglurannsókn á heyrnargetu Báru og farsímans?

Klausturþingmenn eru iðnir við að halda máli sínu gangandi dag frá degi og nær það nýjum og nýjum hæðum með hverjum nýjum fleti, sem velt er upp.

Það nýjasta sem þeir velta upp er að Bára hafi ekki getað heyrt orðaskil hjá fólkinu á barnum. 

Ef sannreyna á í því máli, og þá væntanlega sem lögreglurannsókn, er þá að komast að því hvort Bára hafi getað verið með svo góða heyrn að hún hafi heyrt orðaskil hjá þeim sem voru á barnum fræga að kvöldi dags 20. nóvember sl. 

En þá vaknar spurningin um það hvort heyrn farsíma Báru hafi verið svona miklu betri en heyrn Báru úr því að hægt var að heyra orðaskil í honum. 

Og hvernig á að standa að því að bera saman heyrn hennar og farsímans?

Verður málið ekki dæmalausara með hverjum degi, sem líður?


mbl.is Segja upptökurnar skipulagða aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fargjöldin eru vissulega lág og lítið má út af bera.

Orðið lággjaldaflugfélag segir sína sögu um rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja. 

Þar ríkir óskaplega hörð samkeppni. 

Það kallar á útskýringar ef það er hægt að fljúga alla leið frá Íslandi til Spánar fyrir svipað verð og milli Egilsstaða og Reykjavíkur, átta sinnum lengri flugleið. 

Margt spilar inn í, og þá kannski fyrst og fremst sætanýting. Troðfullar vélar lággjaldaflugfélaga eru að vísu þekkt fyrirbæri, en ef þær eru of oft með einhver auð sæti, versnar málið fyrir viðkomandi flugfélög. 

Og gamalkunnur vítahringur birtist ógnandi við sjóndeildarhringinn, að óttinn við gjaldþrot þessara flugfélaga vegna sögusagna, fari að fæla viðskiptavini frá eins og spurt var um í frétt hjá einum fjölmiðlanna. 


mbl.is Segir að lág fargjöld séu ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband