Sá ræður miklu sem vettvangnum og atburðarásinni ræður.

Í keppni af ýmsu tagi, allt frá hernaði til íþrótta og lista, ræður sá miklu sem vettvangnum og umræðunni ræður. 

Hatarar náðu þessu marki frá byrjun að láta umræðuna og skoðanaskiptin snúast um sig allt til enda. 

Það varð sífellt meira áberandi hve vel þeim tókst að láta sem flest snúast um sig og athyglisverð svör þeirra og uppákomur. 

Svo grunnmúrað var þetta orðið, að síðustu tvö viðtölin við Friðrik Ómar og Hatara, úrslitaviðtölin,, urðu gjörólík. 

Talað var við Friðrik Ómar um flutninginn sjálfan, en við Hatara um samband þeirra við áhorfendur og styrktaraðlia þar sem þeir stilltu sér upp fyrir framan fullan salinn. 


mbl.is Hatari fulltrúi Íslands í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhættunnar virði?

Rétt eins og 2006 förum við Íslendingar út í mikla óvissu ef við veljum Hatara sem okkar fulltrúa. 

2006 náði boðskapurinn i gegn hér heima, af því að hér hafði fólk tíma til að melta boðskap lagsins og túlkun Agústu Evu. 

Þegar á hólminn var komið ytra, var borin von að hægt yrði að má því fram vegna þess hve miklu minni tíma og tækifæri hundruð milljóna manna höfðu til að skilja lagið og túlkun þess. 

Það var synd, því að Ágústa Eva stóð sig fullkomlega en réði ekki við misskilninginn. 

Nú eru miklu stærri málefni í eldlínunni og ástandið gæti verið svo eldfimt, að allt saman spryngi framan í okkur. Þarna má varla orðinu halla. 

Eitt ráðið gæti falist í því að vera áfram jafn fámálir, en eitthvað verða þeir að segja samt. 

Úr því að keppnin var ekki siðgengin af okkur er sennilega of seint í rassinn gripið og hugsanlega ekki áhættunnar virði að halda áfram. 

Nú má sjá á mynd, að þeir halda á flösku með tæru vatni úr lindum Hálslóns. 
Eðlilega, því á risamynd af affalli þess lóns í Leifsstöð er því logið blákalt að ÖLL orka, sem framleidd er á Íslandi, sé 100% endurnýjanleg og hrein. 

Hið rétta er að í besta falli er þessi tala 70%. 

Og Hálslón er stærsti drullupollur í Evrópu og drullugasti drullupollur í heimi, gerður af mannavöldum. 

15 milljón tonn af leir steypast á sumri hverju í lónið, og skyggni í því síðsumars er um 10 sentimetrrar!


mbl.is Ósammála nálgun Hatara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru tímasprengjur í pökkunum.

Nú er verið að bjóða upp á þriðja orkupakkann, verkfallapakka og verkbannapakka. 

Í ljós er að koma, að eins og vænta mátti, að það eru sprengjur í öllum pökkunum, og hafa það verið tímasprengjur allan tímann.  

Bullandi ágreiningur er í öllum flokkum varðandi orkupakkann og einn sólarhringur án ræstingaþjónustu í hóteli jafngildir lokun. 

Miklu ollu þeir sjálftökuhópar og hástéttir í þjóðfélaginu sem hreyfðu ekki litla fingur gegn allt að 82 prósenta hækkunum þessara nýju aðalstétta. 

Það eru tvær þjóðir í landinu. Sjálftökuþjóðin sem ekkert fær stöðvað (forsetinn einn undanskilinn), er að hluta til með peningaeignir sínar og umsvif í erlendum gjaldeyri og býr í glæsivillum; -  og hins vegar lakar settari þjóðin, sem brýst um í krónuhagkerfinu með hávexti og svífandi hækkununum á húsææðisverði, sem gerir allt tal um aukinn kaupmátt að argasta öfugmæli. 

Það var marg búið að benda á þetta framferði sjálftökuaðalsins án þess að nokkuð væri að gert. 

Þetta skóp undirliggjandi óánægju og reiði sem skapaði tækifæri til að gera sósíalíska byltingu í verkalýðshreyfingunni og snúa klukkunni aftur um 60 ár til þess tíma, þegar kommúnistar og sósíalistar réðu mestu á þeim bæ á grundvelli kenninga Stalíns og Maó. 


mbl.is Frestar orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sylvía Nótt; gott og vel flutt lag, en boðskapurinn náði ekki í gegn.

Skrýtið er að ekkert sé minnst á lagið "Til hamingju Ísland", sem vann með yfirburðum hér heima 2006, en það gleymdist að hinn stóri fólksmassi sem horfir á Eurovision og greiðir atkvæði hefur afar takmarkaðan tíma til að kryfja tvíbentan boðskap til mergjar og ná að meta hann. 

Í keppninni hér heima fékk Ágústa Eva Erlendsdóttir nægan tíma til að skila hlutverkinu og boðskap þess vel til okkar, er því miður varð það meirihluti sem misskildi það hve afbragðs vel Ágústa Eva lék hlutverk hinnar hrokafullu og sjálfhverfu Sylvíu, sem var frábær ádeila á þeim tíma á hegðun okkar Íslendinga og fleiri þjóða.  


mbl.is „Mér finnst allt í lagi að taka séns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband