Sum förin eru allt að 70 ára gömul og láta ekkert á sjá.

Í sjónvarpsmyndinni "Til umhugsunar í óbyggðum" fyrir um 45 árum voru sýnd spólför í viðkvæmum mosanum á Fjallabaksleið og voru þau einna ljótust og mest áberandi við Eldgjá. 

Þessi för voru þá sum hver orðin allt að 30 ára gömul. 

Í myndinni"Akstur í óbyggðum" sem gerð var 2013 voru þessi hjólför þarna enn og höfðu lítið sem ekkert látið á sjá. 

Margs konar hjólför í mismunandi landi eru afar hvimleið og langlíf á hálendinu. 

Heyra má ummæli eins og að "það er engin ástæða fyrir boð og bönn, því að þar sem frostlyfting

hjálpar til við að má út för í sandi jafnar þetta sig sjálft." 

En krafan um algert frelsi felur í sér, að ævinlega megi búast við nýjum og nýjum förum í hundraða tali á hverju ári á hverju ári, hvenær sem er, og gengur auðvitað alls ekki upp. 

 


mbl.is Hjólför í fagurgrænum mosa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau banka á dyrnar, rafhjólin, líka í Borgarnesi.

Nokkur rafhjól eru nú á leið kringum landið eftir Þjóðvegi 1 og hefur áður verið sagt frá því í fréttum að þau fari frá Seyðisfirði rangsælis um landið. Þeim sást bregða fyrir í Borgarnesi svona til að hressa upp á sunnudagsumferðina. Rafhjól um hringveginn 5

Þetta eru hjól af gerðinni Energica og eru meðal öflugustu rafhjólanna á markaðnum um þessar mundir og kosta því nokkurn skilding. 

Aðrar öflugar gerðir eru BMW c-evolution og hið bandaríska Zero. 

Hjól sem komast á annað hundrað kílómetra hraða og hafa drægi vvel yfir 100 kílómetra. 

Hjólin, sem sjást vera að taka hraðhleðslu hjá ON í Borgarnesi tóku síðast hleðslu í Staðarskála.  Rafhjól um hringveginn 3

Það er ON, Orka Náttúrunnar sem stendur fyrir þessari tilraun og kynningu eða forsmekk af því sem komið getur. 

Sniglarnir hafa tekið að sér að aka hjólunum. 

Helstu vandamálin varðandi rafhjól á þjóðvegum snerta rafhlöðurnar. Aðeins á stærri og dýrari hjólunum er hægt að nota sömu hraðhleðslustöðvar og rafbílar nota, og vegna hlutfallslega mikillar loftmótstöðu miðað við stærð farartækis, getur drægnin ekki orðið jafn mikil hjá hjólunum og langdrægustu bílunumGogoro. Skiptistöð

En hér á síðunni hafa áður verið reifaðir möguleikarnir, sem rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum gefa, því að þá tekur aðeins innan við mínútu á skiptistöðvum að taka tómar rafhlöður úr og setja hlaðnar í í staðinn. 

Bláleita myndin í miðjunni er af einni af 757 skiptistöðvum fyrir slík hjól af gerðinni Gogoro sem komið hefur verið upp á höfuðborgarsvæði Tæpei á Tævan þar sem búa um 350 þúsund manns. 

Svipað er í gerjun í nokkrum borgum í Evrópu, svo sem í Madrid á Spáni. 

Kannski einhvern tíma hér, hver veit?

Rafhjól um hringveginn

 Rafhjól um hringveginn 2


Bloggfærslur 12. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband