Ein mýtan er að allsherjar lækning sé möguleg á næstu vikum.

Ein mýtan, sem margir falla fyrir, meðal annars í æðstu embættum, er sú að bóluefni við COVID-19 verði jafnvel tiltækt eftir nokkrar vikur og að ýmis lyf geti jafnvel haft lækningarmátt eftir enn skemmri tíma. 

Hvað bóluefnið varðar hefur ævinlega þurft að bíða í að minnsta kosti upp undir ár til þess að hægt verði að framleiða það fyrir þær farsóttir, sem hingað til hefur fundist bóluefnið við, og jafnvel þá, þarf talsverðan tíma sem reynslutímabil áður en almennt verði hægt að nota slík lyf. 


mbl.is Mýtur um kórónuveiruna sem ber að varast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknin og vísindin eru lang mikilvægust.

Samhugur og samvinna eru að sönnu burðarásar viðleitninnar til að hamla gegn COVED-19 veirunni.

En fleira þarf til.

Hve oft hefur ekki verið reynt að vekja athygli á því að hafi tækni og vísindi verið mikilvægustu þættir í vegferð þjóða heims á 20. öld, verður það enn frekar þannig á 21. öldinni. 

Þetta sýna ummæli Kára Stefánssonar um grunninn að glímunni við nýja veiki, sem birtist í þremur myndum hvað stig farsóttarinnar varðar; vægt flensulíki - skæð farsótt - drepsótt. 

Viðfangsefnið er aðeins á færi hávísindamanna og afburðafólks. 

Mikið óskaplega erum við Íslendingar lánsamir að eiga Kára og þá aðra sem standa sig á heimsmælikvarða hér á landi í þessu mái málanna í dag. 

Þess má geta, að síðastliðna nótt dreymdi mig svo heillandi og brjálæðislga flottan draum um ferðalag, sem Kári bauð mér í, að ég man varla eftir annarri eins lífsreynslu. 

Í æðislegu umhverfi sem líktist stórbrotnu völundarhúsi dala og gilja við suðvesturjaðar Tröllaskaga, leiddi Kári mig og vísaði veg um refilstigu og svo heillandi slóðir, að ég var lengi að jafna mig þegar ég vaknaði með hendingar á vörum í lagi og ljóði um óræð og hinstu rök mannlegrar tilveru, sem ég lauk við síðdegis. 

Konan mín sagðist sjaldan hafa heyrt mig tala jafn mikið upp úr svefni. 

Ég vona að þessi stórbrotni og yndislegi gæsahúðardraumur boði eitthvað gott.   

 


mbl.is Vill kanna ástæður veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband