Forn vá, drepsóttadraugurinn, lifnar við og tölurnar segja ekki alls staðar allt.

Frá örófu alda hafa drepsóttir, farstóttir og hvers kyns sjúkdómar leikið stórt hlutverk í kjörum jarðarbúa og heimsmálunum. Listinn er ógnar langur, holdsveiki, blóðeitrun, malaría, svartidauði, bólusótt, spænska veikin,  berklar, mænuveiki, mislingar, barnsfararsótt, eyðni, krabbamein, hjartasjúkdómar, sykursýki, svínaflensa og nokkrar tegundir af kórónuveiki, svínaflensa SARS og nú síðast Covid-19. 

Á Ísandi drap svartidauði helming þjóðarinnar og bólusóttin drap þriðjung. 

Svo er læknavísindunum fyrir að þakka, að í upphafi þessarar aldar voru þjóðir heims farnar að halda, að það sæi fyrir endann á farsóttum, sem urðu að drepsóttum. 

En sjá má í margs konar umfjöllun fjölmiðla erlendis, að svínaflensan og SARS hafa líklega drepið mun fleiri en uppgefnar tölur segja til um, og meira að segja núna séu dánartölurnar í þeim löndum lægri en ella, vegna þess að svo seint og illa var farið að taka sýni og afla upplýsinga um raunverulega útbreiðslu veikinnar, að fleiri hafi dáið en gefið var upp. 

Menn hafi vanmetið sóttvarnir nútímans og getu nýrra veira, komist upp með það að vera heppnir, orðið værukærir, en súpi nú seyðið af því. 

Það liggur beint við að álykta sem svo, að gamall vágestur, draugur farsótta og drepsótta sem grasserað hefur í árþúsundir, hafi líkt og lifnað við, og að þjóðlíf jarðarbúa verði ekki hið sama og fyrr; kannski aldrei það sama.   


mbl.is Versta kreppa síðan í seinni heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er óhultur og allir verða að leggja sig fram.

Þótt dánartíðnin af völdum COVED-19 veirunnar sé miklu hærri meðal gamals fólks en ungs, og að flestir, sem veikjast verði ekki mjög veikir, sést af ótal sjúkrasögum af sjúklingum víða um heim, að hvorki ungur aldur né fullkomin líkamshreysti er nein allsherjar trygging fyrir því að sleppa sæmilega eða lifandi frá veikindunum. 

Einkum eru sum tilfellin sláandi, svi sem það, að sem ungur og líkamlega hraustur maður virtist vera að sleppa sæmilega frá veikindunum, en elnaði svo skyndilega sóttin og dó.  

Ofangreint er áminning um það hve mikið gildi er fólgið í samhug og samtakamætti allrar þjóðarinnar. 


mbl.is Dauðsföllin minna á hvað veiran getur verið skæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ekið var út í kant í Noregi til að hlusta.

Vel má vera að nákvæm rannsókn með tónlistarsérfræðings með talningu á töktum og tónum á lögunum Sðknuður og You raise me up leiði í ljós, að ekki sé um brot á höfundarrétti að ræða varðandi líkindi þessara laga.  

Svipað geti orðið uppi á teningnum varðandi þriðja lagið og það elsta, Londonderry air.

Persónulega finnst mér þó vera sá munur á, að þegar ég heyrði lagið Söknuð í fyrsta sinn, kom mér Londonderry air alls ekki hug, hvorki þá né síðar við endurtekna hlustun á báðum lögunum.

Öðru máli gegndi um það þegar ég heyrði fyrst lagið You raise me up í bílferð um Noreg. 

Mér hnykkti það mikið við, að ég hækkaði í útvarpinu og ók út á vegarbrún til að stansa og drepa á bílnum, svo að ég gæti trúað minúm eigin eyrum. 

Hvaða útlendingur hafði gert enskan texta við lag Jóhanns, en söng það síðan alls ekki rétt, heldur prjónaði inn í það röngum laglínum að hluta?

Á þessum tíma var "norska lagið" nýkomið út og rauk upp vinsældalista beggja vegna Atlantshafsins, og líkindi þess við Söknuð voru einstaklega sláandi. 

Síðan þá er það ekki vafi í mínum huga, að Jóhann eigi skilið að vinna höfundarréttarmál sitt, jafnvel þótt norska lagið hafi ómeðvitað orðið svona líkt lagi Jóhanns. 

 


mbl.is Máli Jóhanns vísað frá dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband