Allt árið 2020 verður COVID-19 ár. Aðeins bóluefni getur breytt stöðunni.

Það er að koma í ljós víða um heim, að það eru erfið takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga við að aflétta hömlum vegna kórónaveirunnar. Þau tvö bóluefni, sem virðast líklegt til að breyta þessu, munu, að sögn þeirra sem við gerð þeirra vinna, ekki verða komin í notkun á þessu ári, sem verður sennilega COVID-19 ár allt til enda. 

Hin hlálega fullyrðing Donalds Trump un að Bandaríkin séu með lang lægstu dánartíðina í heiminum er dæmi um það á hvaða forsendum ýmsir valdamiklir og valdafíknir menn geta látið sér detta í hug að nota slíkt óskhyggjumat til að gefa sem mest frjálst. 

Dánartíðnin á Íslandi hefur til dæmis verið 15 sinnum lægri en í Bandaríkjunum. 


mbl.is Sýnir hvað gæti gerst hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta gæti vart verið augljósara...".

Forráðamenn Icelandair og lögmaður þeirra halda því fram að það sé langsótt að uppsagnir og tengdar aðgerðir félagsins tengist vinnudeilunni, sem hefur verið þar í gangi við Flugfreyjufélag Ísland.

En Magnús Norðdal, lögmaður ASÍ vitnar í orð forráðamannanna, þess efnis að ekki hafi verið hægt að semja við félagsmenn, og því hafi orðið að segja þeim upp. 

"Þetta gæti vart verið augljósara" segir Magnús, og telur þetta skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem leggur bann við því að uppsagnir séu notaðar sem vopn í vinnudeilu við launþega.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur hafi verið samin 1938 og að aðstæður séu allt aðrar nú. 

Þetta er skrýting kenning, því að farið hefur verið eftir þessum lögum samfellt í 82 ár, meðal annars með því að bera mál undir Félagsdóm, og einkennilegt ef allt í einu núna séu lögin orðin úrelt. 

Með aðgerðunum á föstudag brýndi Icelandair kutann, og flugfreyjur boðuðu verkfall og brýndu sína kuta. 

Ekki kom til þess að bera þessar aðgerðir beggja undir Félagsdóm, því að deiluaðilar létu skynsemina ráða í stað þess að fara út i stórvarasama áhættuferð.

Vonandi verður þetta til þess að auðvelda lausn deilunnar. 


mbl.is Gjörólík sýn á lögmæti uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnst átta skjálftar upp á 3 til 5 stig..

Á vefnum vedur.is má sjá, að í gangi er heilmikil skjálftahrina norðaustur af Grindavík en vestur af og undir Fagradalsfjalli. Eldvörp syðrihl.horf til na

Myndin á mbl.is sýnir Garðsskaga og Garðinn sem er alls ekki á skjálftasvæðinu eins og sést á meðfylgjandi skjálftakortum vedur.is frá í nótt.  

Hér verður því sett inn ljósmynd tekin að vetrarlagi yfir gigaröðinni Eldvörpum þar sem Fagradalsfjall sést fjærst rétt vinstra megin við miðja mynd, og glyttir þar í gufuna í Svartsengi. 200720_0120

Síðan í morgun hafa orðið tveir skjálftar yfir þrjá á Richter á svæðinu, sem er næst okkur á þessari loftmynd.

Alls eru skjálftarnir minnst átta og sá stærsti, við Fagnardalsfjall, 5 stig.  200720_0555 


mbl.is Jarðskjálfti 5 að stærð á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband