Besti Bondinn?

Kannski var það nýjabrumið í fyrstu Bond-myndunum, sem olli því, að Sean Connery varð besti Bondinn í huganum þegar fleiri fóru að fást við að leika þennan litríka agent hennar hátignar.  Connery sýndi meiri breidd í persónuleikanum, allt frá sjarma og húmor, yfir í hæðni og hörku, en Roger Moore var ekki eins töff, heldur of sætur og settlegur. 

Og karlmennskulegt útlit Connerys gerði leikkonurnar, sem léku á móti honum, að mestu kynbombum allra Bondmynda. 

Sumir, sem léku Bond síðar, svo sem David Niven, áttu litið erindi í hlutverkin.  


mbl.is Hinn upprunalegi Bond níræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni."

Ævinlega þegar síðuhafi sér Ásdísi Hjálmsdóttur eða heyrir fréttir af henni minnist hann föður hennar heitins, sem var einstakur afreksmaður. 

Á æsku- og unglingsárum var faðir minn tíður gestur og tók son sinn með sér á nær öll glímumót.

Á þeim árum skipti stærð og styrkleiki miklu máli og gögnuðust mest þeim glímumönnum, sem notuðu helst hábrögð eins og klofbragð eða sniðglímu á loftif og gátu notað kraftana til að lyfta mótherjunum sem hæst og fella þá að sama skapi sem harkalegast í jörðina. 

Það lýtti glímuna oft að til varnar notuðu menn of oft þá aðferð að "bola", það er, að standa gleiðir og halla efri hluta búksins fram, en mjöðmum aftur. 

Það var til bóta þegar mönnum var bannað að leggjast í svona vörn. 

Hinir smærri og máttarminni urðu helst að treysta á lævísleg lágbrögð eins og hælkróka og leggjabragð, tekin á hárnækvæmum augnablikum þegar mótherjinn var ekki í nógu góðu jafnvægi eða gaf á annan hátt færi á því. 

Þótt rumarnir hylltust að vonum helst til þess að nota hábrögðin svo oft, að það var reynt að klína á þá að þá að þeir væru um of takmarkaðir í því sem er aðall góðrar glímu, fjölbreytileg og vel tekin brögð og varnir við þeim. 

Sigtryggur Sigurðsson tók sig eitt sinn til og afsannaði þetta hvað hann snerti, því að í á einu glímumótinu lagði hann ekki aðeins að venju alla keppinauta sína, heldur notaði jafn mörg mismunandi brögð og þeir voru margir; lagði enga tvo þeirra með sama bragðinu. 

En því kemur glíman í hug þegar Ásdís Jónsdóttir er í fréttunum, því að faðir hennar, Hjálmur Sigurðsson, var einhver snjallasti glímumaður í sögu þeirrar íþróttar fyrir sakir einstæðrar fimi, leikni, hraða og mýktar sem vann það upp að hann var alls ekki það stór, að ætla mætti að hann gæti náð að verða sá besti á hátindi ferils hans. 

Í vörninni minnti hann á hnefaleikameistarann Floyd Mayweather, því að þegar stærstu og sterkustu andstæðingarnir hófu hann hátt á loft til að fella hann, gerði hann sig svo slappan og og mjúkan, að það var stundum eins og þeir væru með blautt handklæði í höndunum, sem ómögulegt var að hagga á þann hátt sem þeir vildu. 

Og þegar Hjálmur kom öllum á óvart standandi niður, gerðist það iðulega, að sá stóri steinlá allt í einu fyrir eldsnörpum og snöggum hælkrók, sem enginn átti von á.   

Ef Ásdís er nú að hætta keppni, verður svipaður söknuður í brjósti síðuhafa og þegar faðir hennar hvarf af glímuvellinum á sínum tíma. 

Og um hugann líður svipuð þökk og aðdáun nú og greip svo marga hér um árið. 

 


mbl.is Síðasta keppni Ásdísar á ferlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Falsfréttirnar" COVID-19, hlýnun lofthjúps jarðar og allar hinar.

Nú eru liðin fjögur ár síðan ný öld rann upp í sögu lýðræðisins með framrás hugtaka á borð við "falsfréttir." Heil kosningabarátta um forystuna í öflugasta lýðræðisríki heims snerist um það, að svonefnt vísindasamfélag væri risastórt samsæri falsfrétta á borð við hlýnun lofthjúps jarðar. 

Gefin voru kosningaloforð um að knésetja þá vísindamenn, sem við þessi vísindi störfuðu, reka þá helst alla og ráða í staðinn "alvöru" vísindamenn, sem kæmust að "réttum" niðurstöðum í stað hinna upplognu niðurstaðna, sem hefðu náð hámarki árinu áður í ráðstefnu "40 þúsund fífla í París." 

Sjá má áfram á netmiðlum sönginn um falsfréttina miklu sem gerði 40 þúsund fíflin að athlægi +i París og nýjasta "falsfréttin" um mestu minnkun Grænlandsjökuls í sögu mælinga og aðrar órækar vísbendingar um það, sem er að gerast, er léttvæg fundin; það var jú alveg sérstaklega kalt í Reykjavík í júlí síðastliðnum, einum af þremur svölustu júlímánuðunum á rúmlega 20 ára tímabili hlýjustu ára frá upphafi mælinga. 

Snemma á fjórða ári tímabils hinna meintu falsfrétta voru fréttir um COVID-19 afgreiddar fyrstu vikurnar, sem falsfréttir, því að í raun væri þetta ekki neitt, neitt, bara venjuleg og lítilfjörleg flensa, sem myndi aldrei ná neinni fótfestu eða áhrifum á hið mikilfenglega forysturíki. 

Auðvelt væri til dæmis að hrista þessa smávægilegu kvefpest af sér og drepa hana með með því að innbyrða ákveðna ræstivökva og töframeðul. 

Þegar í ljós kom að COVID-19 var þess eðlis, að síðan í vor hafa Bandaríkin búið við versta ástandið að jafnaði, var það afgreitt á þann veg, að Kínverjar hefðu búið veiruna sérstakllega til á tilraunastofu í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir endurkjör Donalds Trumps. 

 


mbl.is Héldu að kórónuveiran væri falsfrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband