Tvennt þarf oft að fylgja kústinum: Skófla, jafnvel tvær; og snjóskafa.

Í nýlegum pistli var fjallað um fjölhæfasta verkfærið sem bílstjórar þurfa að hafa við hendina þegar mikið snjóar; en það er einfaldlega venjulegur strákústur. DSC09986

Sýnt var hve margfalt meiri afköst náðust við að sópa snjó af bílnum en með öðrum verkfærum, og jafnvel fljóast að sópa snjó á jörðinni. 

En í umhleypingun eins og eru núna getur snjórinn verið af misjöfnu tagi, þannig að kústur vinnur ekki almenniega á honum. Ef hitinn breytist úr því að vera rétt ofan við frostmark í það að vera neðan frostmarks, getur lausasnjór breyst í hjarn eða það þéttan snjó að aðeins skófla vinnur almennilega á honum. DSC09983

Og ef velja á sem allra fjölhæfast verkfæri getur þurft sterka malarskóflu eða stunguskóflu, sem oft er fyrirferðarminni en snjóskófla og getur unnið á klaka. 

Myndirnar hér á síðunni eru af því þegar mokaðir voru út þrír bílar af stóru bílastæði. 

Þar er tveimur verkfærum stillt upp við minnsta bíl landsins, þar sem þær smellpassa inn í bílinn eins og sýnt var um daginn. 

Einnig sést hvað kústurinn er fljótvirkur á stórum flötum eins og þökum og húddum, en við hliðina á bílnum er snjórinn hins vegar það mikið samanbarinn, að best er að nota skóflu, sem sniðtæki til að búa til snjóferninga fyrir moksturinn.  DSC09985 


mbl.is Slydda eða snjókoma og hiti í kringum frostmark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir aldarfjórðungi: "Tvennt kom á óvart; vindurinn og snjórinn."

Útlendingur einn, sem kom til Íslands að vetrarlagi fyrir um aldarfjórðungi, skeytti engu um ítrekaðar aðvaranir heimamanna, sem töldu þetta fráleita fyrirætlan, heldur lagði af stað í fyrirhugaða göngu sína á skiðum yfir Vatnajökul.  

Svo fór að hann týndist en fannst nær dauða en lífi við jökulröndina. 

Þegar hann jafnaði sig og rætt var við hann, sagði hann, að tvennt hefði komið sér á óvart, sem hann hefði aldrei getað ímyndað að væri til: Vindurinn og snjórinn. 

Þegar hann var inntur eftir nánari lýsingu, sagðist hann aldrei hafa reiknað með að vindur gæti orðið svona tryllingslega mikill, og að þar á ofan væri snjórinn svo fínn í óveðrinu að hann hefði smogið um allt, já inn í hvað sem var!


mbl.is Ferðalangarnir á Vatnajökli komnir í snjóbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "góður gæi með byssu" virkilega það eftirsóknarverða?

Tölurnar um Vopnaeign í Bandaríkjunum og drepna með byssum miðað við fólksfjölda eru margfalt hærri en í sambærilegum "frontier"-ríkjum, svo sem í nágrannaríkinu Kanada.

En sérstök grein í stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem sett var á þeim tíma sem "villta vestrið" var í algleymingi er líkt og ginnheilög í hugum margra vestra. 

Niðurstaðan þeirra í þessum malum er sú, að aðeins eitt dugi gegn "vondum gæja með byssu", og það sé "góður gæi með byssu". Og jafnvel með sem allra stærstu byssu, hálfsjálvirka hríðskotabyssu. 

Trúin á sem mestan vígbúnað til að "tryggja þj´ðaröryggi" ríkja gengur í gegnum allt hernaðarkerfi heims, samanber kenninguna MAD, Mutual Assured Dedtruction, eða GAGA á íslensku, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra. 

 


mbl.is Skiptar skoðanir á vopnaburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband