Deilt um gróðurfarið í eyðimörkunum.

Fyrir um þrjátíu árum var tímaritið Time með stóra umfjöllun um ástand gróðurs á jörðinni og tilsvarandi stóra fyrirsögn á forsíðu. 

Svipaða umfjöllun var einn af helstu sérfræðingum okkar Íslendinga, sem vann hjá Sameinuðu þjóðunum og flutti eftirminnilega fyrirlestra um þetta mikilsverða mál. 

Í báðum þessum umfjöllunum var rakið, hvernig gróðri hefði víða hrakað af mannavöldum með þeim afleiðingum að öflugar þjóðir landa eins og Mesópótaíum og Líbíu (Fönikíu) misstu völd sín og áhrif. 

Áhrifaríkt dæmi frá síðari tímum var fall Krústjofss í Sovétríkjunum eftir að stórfelldir vatnaflutningar og aðrar aðgerðir ollu gerólíkum áhrifum, uppþurrkun stórra svæða og minnkun Aralvatns.  

Í grein Time var gefin upp röð "bestu vina" eyðimarka heims, og voru geitur efstar á blaði, en sauðkindin þar á eftir.  

Í deilum um loftslagsmál á okkar tímum er jarðvegs- og gróðureyðing af mannavöldum títtnefnd, en hins vegar má heyra þveröfugu haldið fram hjá þeim sem eru andvígir aðgerðum í loftslagsmálum og halda því meira að segja fram fullum fetum að Sahara og fleiri eyðimerkur víða um heim séu að gróa upp vegna hækkaðs hita!

Þetta er á skjön við slæm áhrif hitans í Sahara á gróðurfar á Spáni og hvimleiða sanstorma, sem berast til Kanaríueyja frá Vestur-Sahara. 

Og meira að segja hefur rykmistur frá Sahara borist til Íslands.  


mbl.is Sandrok til vandræða á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið og snjórinn villtu um 1981.

Leitin að TF-ABB núna var markviss að því leyti að huga fyrst og mest að þeirri flugleið, sem langlíklegast var að yrði flogin á þeim tveimur klukkustundum, sem átti að nota til þess. 

Í slíkri ferð er vel líklegt að fljúga fyrst austur yfir Nesjavelli og Þingvallavatn og síðan vestur eftir Reykjanesskaganum og um gosstöðvzfnz við  Fagradalsfjall. 

Leitin að TF-ROM 1981 á sjónflugleiðinni Reykjavík-Akureyri beindist eðlilega fyrst að flugleiðinni eftir þjóðveginum, en þegar árangur náðist ekki í leit á þeirri leið, kom upp sá möguleiki að vegna þess að veður var heiðskírt á beinustu leiðinni til Akureyrar hefði flugleiðin legið yfir hálendið. 

Eftir á að hyggja var sá möguleiki hæpinn, vegna þess að mistur var í lofti og skyggnið aðeins rúmir fimm kílómetrar.  

Það sem mennirnir í TF-ROM vissu ekki um, var að  oft leggur svala þoku úr norðri suður á Tvídægru og Arnarvatneheiði, og það átti eftir að koma sér illa fyrir þá.   

Síðuhafi tók á sínum tíma þátt í flugleitum sem meðlimur í björgunsveit þegar þess var þörf, og skömmu áður en vélin fannst eftir þegar snjórinn við Þverárvötn hafði minnkað, var ég fenginn til að vera leiðsðgumaður í sérstakri leit þyrlu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli yfir Tröllaskaga sérstaklega. 

Í því flugi var flogið beint norður og beint suður til og frá Tröllaskaga til að hafa sem mestan tíma til leitar á Tröllaskaga og því sást flakið við Þverárvötn ekki úr þyrlunni. 

 


mbl.is Leituðu að TF-ROM í tvær vikur árið 1981
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daprir dagar. Hugurinn hjá aðstandendum og leitarfólki.

Nú eru dapurlegir dagar og í slysaöldu koma orð sálmaskáldsins um dauðans óvissa tíma upp í hugann. 

Hugurinn er hjá vinum og vandafólki og þakkir séu þeim sem stóðu að einhverri umfangsmestu leit síðari ára. 

 


mbl.is Flugvélin er fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband