Deilt um gróðurfarið í eyðimörkunum.

Fyrir um þrjátíu árum var tímaritið Time með stóra umfjöllun um ástand gróðurs á jörðinni og tilsvarandi stóra fyrirsögn á forsíðu. 

Svipaða umfjöllun var einn af helstu sérfræðingum okkar Íslendinga, sem vann hjá Sameinuðu þjóðunum og flutti eftirminnilega fyrirlestra um þetta mikilsverða mál. 

Í báðum þessum umfjöllunum var rakið, hvernig gróðri hefði víða hrakað af mannavöldum með þeim afleiðingum að öflugar þjóðir landa eins og Mesópótaíum og Líbíu (Fönikíu) misstu völd sín og áhrif. 

Áhrifaríkt dæmi frá síðari tímum var fall Krústjofss í Sovétríkjunum eftir að stórfelldir vatnaflutningar og aðrar aðgerðir ollu gerólíkum áhrifum, uppþurrkun stórra svæða og minnkun Aralvatns.  

Í grein Time var gefin upp röð "bestu vina" eyðimarka heims, og voru geitur efstar á blaði, en sauðkindin þar á eftir.  

Í deilum um loftslagsmál á okkar tímum er jarðvegs- og gróðureyðing af mannavöldum títtnefnd, en hins vegar má heyra þveröfugu haldið fram hjá þeim sem eru andvígir aðgerðum í loftslagsmálum og halda því meira að segja fram fullum fetum að Sahara og fleiri eyðimerkur víða um heim séu að gróa upp vegna hækkaðs hita!

Þetta er á skjön við slæm áhrif hitans í Sahara á gróðurfar á Spáni og hvimleiða sanstorma, sem berast til Kanaríueyja frá Vestur-Sahara. 

Og meira að segja hefur rykmistur frá Sahara borist til Íslands.  


mbl.is Sandrok til vandræða á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sæll Ómar. Nú væri fróðlegt ef að það væri farið um þær slóðir sem þú myndiraðir  um 1980 og gróðurfar borið samann þá og nú.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.2.2022 kl. 09:47

2 identicon

Um breytingar á gróðurfari á jörðinni undanfarna áratugi þarf ekki að deila, þar liggja fyrir óteljandi gögn, t.d. frá Sahara og Íslandi.

Samt má endalaust deila um þær eins og margar aðrar augljósar staðreyndir.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.2.2022 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband