Fyrsta lýsing á bráðamóttökunni hér á síðunni var fyrir átta árum en ekkert gerist.

Í desember 2015 höguðu atvikin því þannig til að hingað á síðuna var hægt að setja lýsingu á ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans sem blasti við við meðferð á axlarbroti. 

Vorið eftir kom aftur til skjalanna meðferð á beinbroti, í þetta sinn ökklabroti. 

Sú meðferð varð lengri en ella, vegna þess að í þeim miklu önnum, sem voru á deildinni og lýstu sér í því að starfsfólkið var á hlaupum í kapphlaupi við tímann, mistókst að sjá ökklabrotið á röntgenmynd. 

Á þessum tíma voru umræður í sjónvarpi um ömurlegt ástand á deildinni, þar sem annar viðmælandinn fullyrti, að starfsfólk bráðamóttökunnar væri "setja á svið leikrit" og ljúga upp lýsingu á ástandinu.  

A árunum þar á eftir kom tvisvar til þess að þurfa á meðferð að halda á deildinni, og enn og aftur blasti við svipað ástand og hafði verið síðan 2015 hið minnsta. 

Á þessum átta árum hafa orðið ítrekuð mannaskipti í æðstu stöðum varðandi aðstöðuna og fjárveitingar og enn er svo að sjá að ekkert gerist. 

Þetta er alveg yfirgengilegt.  


mbl.is „Vonin dó í dag þegar ég gafst upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda Péturs mikla?

Vladimir Pútín vitnaði í Pétur mikla og fleiri aðsópsmikla forystumenn Rússa frá fyrir tíð þegar hann tilkynnti um "sérstakar hernaðaraðgerðir" Rússa í Úkraínu. 

Ef rétt er munað var það einn af burðarásum stefnu keisarans, sem nafn St. Pétursborgar rímar svo vel við að "opna glugga til vesturs og taka virkan þátt í þróun viðskipta í Evrópu. 

Þótt tímarnir núna séu gerbreyttir frá því sem var fyrr á öldum er það umhugsunarefni hvernig gjáin milli Rússlands og annarra hluta Evrópu dýpkar nú hratt og víkkar, því að það er alveg á skjön við það sem margir töldu æskilegt í framhaldi af lokum Kalda stríðsins. 

Þegar því lauk sýndist mmörgum upplagt að leggja Rússum lið við að reisa land þeirra við með eins konar Marshallaðstoð og samvinnu við að opna bæði gluggann frá Rússlandi til vesturs og til Rússlands frá vestri í friðsamlegu bandalagi um farsæld og frið í Evrópu. 

Það tækifæri var látið renna úr greipum og má deila um, hverjum sé að kenna. 

Rússar höfnuðu að vísu tilboði Bandaríkjamanna um Marshallaðtoð til Austur-Evrópuríkja eftir lok Heimsstyrjaldarinnar, en á þeim tíma var Kalda stríðið þegar hafið með gerð Járntjaldsins um þvera álfuna. 


mbl.is Rússar missa aðgang að Netflix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband