"Hefðbundin háhitatíð", ekki methitar?

Undanfarna daga hefur gamalkunnur kór manna, sem litið hafa á fréttir af methitum sem "falsfréttir", sett sinn svip á umræðuna um þetta efni á netinu og í fjölmiðlum.  

Hafa þessir "kuldatrúarmenn" tuggið alveg síðan fyrir helgi að þessar fréttir af methitum séu uppspuni frá rótum og ríkisfréttastofur hundskammaðar fyrir að stjórna vítaverðu samsæri um að blása upp eðlilegasta fyrirbæri hvers sumars, sumarhitann. 

Í gær náði þessi prédikun hámarki á sama tíma og hitametunum í Evrópu fjölgaði og tilvitnanir á víxl birtust bæði á blaðsíðum og netsíðum og mun hugsanlega halda áfram, svo staðfastir eru þessir menn á sínu. 

 


mbl.is Ólíklegt að hlýja loftið í Evrópu berist hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarfallsbeygingin íslenska á undanhaldi.

Í viðtengdri frétt á mbl.is um styrk til áburðarframleiðslu sést eitt af mörgum dæmum um það, hvernig íslenska eignarfallsbeygingin lætur hægt og bitandi undan í notkun málsins. 

Í fyrirsögn er sagt: "Landeldi fær hringrásarstyrk til gerð áburðar" í stað þess að segja: "Landeldi fær hringrásarstyrk til gerðar áburðar."

Stundum má heyra eignarfallsbeygingunni sleppt oft á dag í fréttum, svo sem: "Leikmaðurinn spilar með Breiðablík" í stað þess að segja "leikmaðurinn spilar með Breiðabliki." 

Með því að segja að leikmaður spili með Breiðablik breytist raunar merkingin í það að hann hafi platað félagið og spilað með það.  


mbl.is Landeldi fær hringrásarstyrk til gerðar áburðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hásumarið" er í kringum 20. júlí að meðaltali, einmitt núna.

Sumarsólstöður eru eins og allir vita nálægt Jónsmessunni, sem er 24. júní ár hvert, en sól hæst á lofti einum til tveimur dögum fyrr. 

En vegna lögmálsins um tregðu hlutanna, er hámarkshitinn að meðaltali ekki þá, heldur um það bil mánuði seinna. 

Stjörnuspekingar Íslendinga til forna vissu um þetta, þannig að þeir skiptu á milli vetrar og sumars einum mánuði eftir vorjafndægur og höfðu fyrsta vetrardag sömuleiðis um það bil mánuði eftir jafndægur að hausti.  


Bloggfærslur 20. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband