SUV þýðir ekki "jeppi", heldur "Sport-Nytja-Farartæki", "SUV" á ensku.

Toyota Cross og fjöldi svipaðra bíla á okkar tímum minna svolítið á Subaru Leone aldrifsbílana sem komu á markað fyrir hálfri öld.  

Þeir voru með heilsoðna byggingu og aðeins aukna veghæð, og þar að auki með millikassa fyrir hátt og lágt drif. 

Fengu bílar af þessu tagi auk bíla á borð við Renault Espace og Dodge Caravan, sem voru aðeins með framdrif heiti í skilgreiningunni SUV, þ.e. sport utility vehicle. 

Heima á Íslandi datt ekki nokkrum manni í hug að kalla þessa bíla jeppa eða jepplínga. 

Tuttugu árum eftir upphafið skall á ein sterkasta tískubylgja í sögu bílaframleiðslu, SUV-æðið sem ekkert lát er á, heldur fer vaxandi.  

Bestu lýsinguna á þessu æði gaf maður, sem var nýbúinn að kaupa sér bíl, sem auglýstur var sem "fyrsti rafjeppi á Íslandi." 

Þegar honum var sagt að ekkert afturdrif væri á "jeppanum" og hann fenginn til að skoða aftur undir bílinn, leit hann hróðugur upp og sagði: "Það skiptir engu máli; það halda allir að þetta sé jeppi."

Reynsla flestra bílaframleiðenda er sú, að langflestir kaupendanna skeyta sig kollótta um það þótt afturdrifið vanti í "jeppanna" og er líklegast að sama gildi um Corolla-jeppann. 

Að vísu er hægt að fá hann búinn afturdrifi og hækkar hann ekkert við það, en verðið á honum hækkar um 8 þúsund evrur í Þýskalandi, eða sem svarar hátt á aðra milljón krónur. 

 


mbl.is Toyota Corolla er orðin fullorðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð við ósigrum mikilvægari en viðbrögð við sigrum.

Muhammad Ali, sem margir telja mesta íþróttamann allra tíma, sigraði að vísu í 56 bardögum á ferli sínum, en hann tapaði samt fimm bardögum.  

Það þýðir að sigurbardagarnir mörgu skáru ekki úr um mikilleik Alis, heldur var það fyrst og fremst úrvinnsla hans úr ósigurum.  

Hvað eftir annað stóð Ali frammifyrir beiskum ósigrum og var talinn búinn að vera. 

Í tveimur ósigrum í lok ferils ofmat Ali stöðu sina, en í öðrum ósigrum vann Ali þannig úr þeim að hann barðist aftur við viðkomandi hnefaleikara, Joe Frazier, Ken Nortun og Leon Spinks og vann þá alla.

Ali barðist aðeins einu sinni við George Foreman og var jafnvel fyrir bardagann af aðstoðarmönnum sínum talinn eiga svo litla sigurmöguleika, að hafður var sérstaklega tiltækur sjúkrabíll þegar og ef Ali hefði verið barinn í klessu af hinum höggþunga Foreman. 

En Ali fann upp á sitt eindæmi leið til að vinna Foreman með aðferðinni "Rope-a-dope" og sinnti i engu margítrekuðum hrópum þjálfara síns um að færa sig út úr köðlunum.   

Í öllum íþróttum mega menn eiga von á ósigrum og því verkefni að vinna úr þeim og því hefur oft verið sagt að viðbrögð við ósigrum skeri úr um það hvort menn séu sannir meistarar eða ekki. 

Í bloggpistli fyrir nokkrum dögum var varað við því að íslenska liðið "færi Krýsuvíkurleiðina" að verðlaunum, en nú hefur þetta samt orðið niðurstaðan.  

 

 


mbl.is Óhressir með viðbrögð íslensku leikmannanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband