Hæpin fullyrðing hjá Pútín.

Vladimir Pútín heldur enn fast við að þrástagast á því að nýnasistar séu við völd í Úkraínu og að við þá væru Rússar að berjast. 

Í ljósi margra staðreynda er þetta afar hæpin síbylja hjá Pútín, þótt það kunni að vera einhver sannleiksfótur fyrir fasiskum áhrifum, samanber það sem rakið var í grein í Morgunblaðinu um daginn. 

Fylgi nýnasista í kosningum hefur verið innan við tvö prósent og þeir hafa ekki fengið kosinn neinn þingmann, að því er best verður séð. 

Að vísu hafa nokkrar sveitir nýfasista barist gegn Rússum en alls ekki í þeim mæli að hægt sé að alhæfa um úkraínska herinn.  

Pútín lifir í fortíðinni þegar margir Úkraínumenn fögnuðu komu þýskra innrásarsveita 1941, minnugir margra styrjalda í landinu á árunum kringum 1920 og ekki síst milljóna manna hungursneyð af völdum Stalíns í kringum 1930.  

En viðhorf Úkraínumanna voru fljót að breytast 1941 þegar SS-sveitir Himmlers fylgdu þýska meginhernum og hófu víðtæk fjöldamorð á Gyðingum., svo að Úkraínumenn snerust almennt gegn þýska innrásarhernum.   


mbl.is Minnist helfararinnar og segir nasista í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband