Starfsmenn sjónvarpsþáttarins "60 mínútur" virðast fylgjast einna best með.

Fáir ef nokkrir erlendir fréttamiðlar, hafa fylgst betur með eldgosunum við Fagradalsfjall og bandaríski sjónvarpsþátturinn "60 mínútur".  

Svo oft og reglulega hafa þeir fylgst með og sent hingað sitt fólk, að oft hafa þeir greint frá atriðum, sem okkar eigin sjónvarpsfólki hefur sést yfir. 

Sum efnin tengjast jafnvel geimvísindum og fleiri greinum viðfangsefna íslenskra vísindamanna. 

Aðeins stutt er síðan ein slík umfjöllun var á dagsrá hjá þeim, og eru þessir bandarísku Íslandsvinir hinir ágætustu auglýsendur fyrir land okkar og þjóð.  


mbl.is Gosið í erlendum miðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Askja virðist líka vera eingöngu í biðstöðu.

Askja, Grímsvötn, Katla og Hekla eru þær eldstöðvar, sem helst gætu tekið upp á því að fara að gjósa til samlætis gosinu við Fagradalsfjall, af því að vísindamenn hafa metið ástand þeirra þannig, að það sé "kominn tími á " þær. Flugstöð,valtari, ´vitara 8.júlí 2023.

Undir Öskju var skjálftahrina mánuðum saman og kvika taldist komin upp á aðeins tveggja kílómetra dýpi og því ástæða til að huga að viðbúnaði af þeim sökum. 

Af þessum sökum hefur starf varðandi eina stóra flugvöllinn í næsta nágrenni orðið mun meira og erfiðara en þau tólf ár, sem hann hefur haft alþjóðlega skráningu og viðurkenningu undir skráningarheitinu Sauðárflugvöllur - BISA. 

Af því að völlurinn hefur þá sérstöðu að verða nothæfur í nokkrar vikur á sama tíma sem allar landleiðir í kring voru ófærar, var það leyst með því að hafa þar staðsettan gangfæran jeppa, sem hægt væri að nota til völtunar vallarins um leið og fært yrði um hann.

Var þá hægt að fljúga til hans og lenda á honum BISA 23. Sauðá valtari, Vitara.og klára þetta á einfaldan hátt. 

Í fyrra bilaði bíllinn og þurfti þá að fara í tímafrekar ferðir alla leið fræa Reykjavík til Sauðárflugvallar, alls um 1750 kílómetra hvora leið til að draga valtannn nokkur hundruð kílómetra samtals til að fara yfir allar fimm flugbrautirnar, sem eru alls tæplega fimm kílómetra langar, sú lengsta 1300 metrar.  

Fyrstu flugferðina fór Arngrímur Jóhannsson á TF-ABM frá Akureyri til að gefa grænt ljós á völlinn og síðar var farið við þriðja mann á tveimur Jodel flugvélum í eigu bræðranna Jóns Karls og Hauks Snorrasonar. 

Áður hafa verið sýndar myndir af komu flokks Íslendinga á 19 sæta tveggja hrayfla Twin Otter vélar alla leið frá Stokkhólmi, sem lentu í blandaðri aðgerð bæði vélinni og með því að stökkva út úr vélinni. BISA 23.´Twiin Otter hópur,víð.  

Nú er lokið við að valta allan völlinn í ferð sem tók fjóra daga og með því búið að staðfesta fyrri athuganir á honum; sen sýna hæfi hans til notkunar fram á næsta vetur. 


mbl.is Engin áhrif á flugumferð að svo stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húnaflói og Hrútafjörður standa fyrir sínu.

Þótt landið og miðin í kringum það væru allt einn rauður flekkur í gær, stóð gamalkunnugt fyrirbæri, Húnaflói og Hrútafjörður þó fyllilega fyrir sínu á þann hátt að hitauppstreymi yfir Borgarfjarðarhéraði skópu tómarúm, sem hrollkalt þokuloft lágt yfir köldu hafinu myndaði í neðstu loftlögum, streymdi suður Hrútafjörð og suður á hitaskilin á Tvídægru. 

Í Staðarskála var margt um manninn og þar börðu menn sér til hita eftir að hafa svitnað í hinni miklu hitabylgju þessa hlýjasta sumardags, sem var að byrja að hörfa undan köldu sjávarlofti miklu kaldari sjávarins, sem laumaðist inn undir hinn hlýrri loftmassa.  

 


mbl.is „Smám saman færist kaldara loft yfir landið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband