Eitt afbrigðið; að sveigja of snemma í veg fyrir bílinn, sem ekið er fram úr.

Á leiðinni fram og til baka milli Reykjavíkur og norðausturhálendisins í vinnuferð til viðhalds Sauðárflugvelli var mikil umferð eftir þjóðvegi númer eitt og mikið um framúrakstra.  

Yfirleitt var akstur bílanna yfirvegaður og vel af hendi leystur, en síðan voru undantekningar af ýmsu tagi. 

Eitt fyrirbrigðið felst í því að menn á aflmiklum bílum með stór hjólhýsi í eftirdragi aki vel yfir löglegum hraða og byrji strax að beygja þegar þeir bruna fram hjá í framúrakstrinum, áður en hjólhýsið er komið fram hjá bílnum sem verið er að beygja í veg fyrir.  

Í sumum tilfellum var telft glæfralega á tæpasta vað með því að þrengja gróflega að bílnum, sem ekið var fram hjá. 

Raunar eru til ýmis afbrigði af svona aksturlagi í framúrakstri í umferðinni bæði í þéttbýli og dreifbýli. 

Völundur Jóhannesson var eins konar konungur öræfanna í þá áratugi sem hann var þar á vappi við að reisa og viðhalda hinum stórmerkilegu mannvirkjum í Grágæsadal, sem er í 33 kílómetra aksturfjarlægð frá Kárahnjúkum, 

Völundur féll frá fyrir tveimur árum, og var sjónarsviptir að honum. Það fylgdi því alltaf viss öryggistilfinning að vita af honum þarna fram frá þegar fara þurfti í ferðir til viðhalds og eftirlits með Sauðárflugvelli.  

Í fyrra varð það óhapp hjá síðuhafa í slíkri ferð, að hann hrasaði í klfri upp á húsbílinn, sem þar er, og særðist það mikið á hendi, að taka þurfti nokkur saumaspor í hendinni þegar komið var niður á Egilsstað með blæðandi og opið sár. Lyklasteinn vítt.

Lærdómurinn af þessu að framvegis verði fyrirfram að gera ráðstafanir til þess að vera ekki aleinn í þessum ferðum inn á Brúaröræfi.  

Í ár tókst að stilla því þannig til að vinur minn ætti erindi þarna um sömu helgi og kom sér vel að fá aðstoð hans við að tengja dráttarbeisli valtarans aftan í gamla Grand Vitara jöklajeppann, sem notaður er í þessum ferðum.  

Á nokkrum stöðum má sjá ummerki um uppgræðslustarf Völdunar heitins. Lyklasteinn þröngt

Á Brúaröræfum bera örnefni vitni um að þar hafi orðið mikil gróðureyðing og uppblástur. 

Á mótum tveggja slóða um tíu kílómetra frá leiðinni til Grágæsadals má sjá grænan blett með nokkrum jurtategundum, afmarkaðan með steinum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Einn steinninn er þó sýnu stærstur. 

Völundur gaf þessum stað nafnið Lyklasteinn vegna þess, að þar hafði gleyminn samferðamaður hans lagt lyklakippu sína frá sér upp á steininn í myndatöku og fann hana ekki aftur. 

En Völundur fann hana og hinn græni blettur heldur sér furðu vel þarna í 700 metra hæð yfir sjó, enda eru allir grasbítar, sauðfé og hreindýr, horfnir af þessum slóðum.   

 


mbl.is „Með því grófara sem ég hef séð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trölladyngju / Krýsuvíkurreinin með hraun allt frá Suðurstrandavegi til Vallanna.

Þorbjörn Þórðarson eldfjallafræðingur beinir í viðtengdu viðtali á mbl.is umræðu að þeim eldstöðvakerfum, sem gætu orðið virk og ógnað innviðum á borð við Reykjanesbraut og flugvelli á svæðinu.

Núverandi flugvellir við sunnanverðan Faxaflóa eru á nokkurn veginn skástu stöðum, sem hægt er að finna, sem minnst hætta er að hraunstraumar nái til. 

Nýlegir gígar í Óbrynnishólum skammt sunnan við Kaldársel sendu frá sér hraunstrauma til sjávar við Straumsvík og Vellina, og það eru aðeins örfáir kílómetrar frá núverandi eldstöð og kvikusöfnun við Keili til að senda hraun niður Afstapahraun og yfir hið þráða flugvallarstæði, sem kennt hefur verið til Hvassahraun, en hraun með því nafni hefur í raun aldrei verið til.   

Mjög líklega er nú hafið eldvirknistímabil á Reykjanesskaga, sem gæti staðið í nokkrar aldir, líkt og gerðist síðast ´með slíku tímabili, sem lauk fyrir átta hundruð árum. 

Fráleit er sú hugmynd að alþjóðaflugvöllur í Flóanum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar. 

Verstu flugskilyrðin á suðvesturlandi eru í hvössum rigningaráttum úr suðri eða suðaustri. 

Keflavíkurflugvöllur og Flóinn eru þegar þannig stendur á sama veðursvæði á sama tíma og Reykjavíkurflugvöllur nýtur góðs að því skjóli sem Reykjanesfjallgarðurinn veitir.  


mbl.is Ráðleggur Hafnfirðingum að byggja ekki sunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband