Er kakóbaunin að klárast?

Súkkulaðiðið og kakóbaunin hafa svo sannarlega gríðarlegt aðdráttarafl fyrir milljarða jarðarbúa um aldir og til dæmis er framleiðsla súkkulaðis stóriðnaður í Belga. 

Eitthvað svipað á við um svissneskt súkkulaði. 

Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessu lostæti og mikil samkeppni hefur verið löngum milli Akureyrar verksmiðjunnar Lindu og Síríusar verksmiðjunnar hér syðra. 

Enn gerir Lindu suðusúkkulaði atlögu að gamla gðða Síríus suðusúkkulaðinu, og gaman væri að vita hvað kæmi út úr skoðanakönnun um það, hvort sé betra. 

"Við höfum KEA, við höfum Lindu, sungu Helena og Þorvaldur með hljómsveit Ingimars Eydals þegar rekstur margkyns verksmiðja stóð í blóma á Akureyri með ullarverksmiðjur SÍS sem kjölfestu fyrir Rússlandsmarkaðinn, sem naut vöruskiptakjara. 

Svo féllu Sovétríkin og rætt var um það í fullri alvöru, að ef ekki yrði reist risaálver fyrir norðan Akureyri, færi Norðurland í eyði. 

Álverið er enn ókomið, og Norðuland heldur enn velli.   

En síðan er það stóra spurningin hvort kakóbaunaframleiðsla veraldar muni ráða við endalausan vöxt eftirspurnar eftir súkkulaði.   


mbl.is Af hverju er súkkulaði svona vinsælt? 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansi margir "innviðir" nefndir á aðeins þremur árum. Hve lengi "besti staðurinn"?

Árið 2023 er þriðja árið, sem gýs við Fagradalsfjall. Sem sagt; þrjú gos á þremur árum. 

Vísindamenn hafa bent á, að þrátt fyrir þetta hafi hingað til aðeins gosið á "heppilegasta staðnum" varðandi ógn við svonefnda "innviði" á Reykjanesskaga. 

En ef litið er á þróunina á þeim árum, sem liðin eru frá fyrsta eldgosinu, blasir við, að fyrr eða síðar kann þetta breytast hraðar en menn óraði fyrir, ef það er verður aðeins spurning um  daga hvenær hraunflæðið brýst út fyrir núverandi hraunsvæði í Meradölum. 

Og það er athyglisvert að með tilkomu kvikugangsins, sem liggur frá Litla-Hrút norður í Keili, er sá mðguleiki, að hætta fari að steðja að vegi, háspennulínu, byggð og fyrirhuguðum alþjóðaflugvelli.  

Þrjú samliggjandi fyrstu eldgosaár eru aðeins lítill hluti af því, sem kann að liggja undir, ef nú er að fara í hönd nokkur hundruð ára skeið eldsumbrotaára á borð við það sem endaði fyrir átta hundrað árum. 


mbl.is Gæti flætt út úr Meradölum á 4 til 6 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband