Villtar yfirlýsingar um "kolefnistrúboð" RÚV á facebook.

Makalaust er  að lesa langlokurnar sem nú eru skrifaðar dag eftir dag á facebook og fleiri samfélagsmiðlum um hitabylgjurnar erlendis, sem fullyrt er í þessum skrifum, að séu stórfelldur lygaáróður, sem knúinn sé áfram af RÚV.  

Í þessum dæmalausu og hatrömmu árásum á fréttaflutninginn af hitabylgjunum er fullyrt, að fréttirnar séu hreinn uppspuni og að þvert á móti sé ekkert óvenjulegt við sumarveðrið á þeim svæðum erlendis, þar sem gefnar hafa verið út rauðar viðvaranir fyrir hundruð milljóna manna. 

Þótt þessar trylltu yfirlýsingar fjölmargra efasemdarmanna í loftslagsmálum um uppspuna "loftslagstrúboða" séu ofstopakenndar og dæmi sig sjálfar, er það í raun áhyggjuefni, hve stóryrtar og víðtækar þær eru.  


mbl.is „Ógeðslegt“ í 52 stiga hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mörgu að hyggja varðandi skemmtiferðaskip.

Á tímum kolefnisfótspors er að ýmsu að hyggja varðandi ásókn í skemmtiferðaskip. Ferðamátinn sjálfur hefur ýmsa kosti, svo sem í innhöfum eins og Miðjarðarhafi og Karíbahafi, þar sem ekki þarf sífellt að vera að vesenast með farangur inn og út úr húsum hvern einasta ferðadag vegna þess að hótelherbergið ferðast með ferðalöngunum dag frá degi. 

Fyrir sjóveika verður það leiða fyrirbæri að teljast neikvætt fyrirbæri þegar sumir áfangarnir eru langir. 

Við Ísland er lang tilkomumest að sigla meðfram fjöllóttum og fjörðóttum ströndum eins og Hornströndum og inn og út Eyjafjörð, en auðvitað er virkt eldgos með sérstöðu hvað aðdráttarafl varðar plús "hringirnir" á Suðurlandi og Norðausturlandi.  

En nú er nýtt strik komið í reikninginn sem varðar annars konar orðspor Íslands, en það er kolefnisfótspor landsins vegna þess að siglingar skemmtiferðaskipa koma afar illa út á því sviði. 

Reikningsdæmið gæti orðið flóknara en virðist í fljótu bragaði, því athuga verður spurninguna um það hvert ferðafólkið um borð hefði annars farið.  Ef svarið felst í því að fara yfir Atlantshafið þvert, til dæmis til að skoða Yellowstone, kemur Ísland skár út. 


mbl.is Farið í markaðsátak til að laða að skemmtiferðaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband