Elon Musk: Aldar gömul saga Henry Ford kemur upp í hugann.

Bilablaðamenn heimsins útnefndu Ford T bíl 20. aldarinnar um síðustu aldamót. 

Framleiðsla bílsins hófst 1908, en gernýting færibandatækni í verksmiðjunni skóp slíka byltingu, að fyrir einni öld var annar hver bíll í veröldinni af þessari gerð. 

Það auðveldaði þetta afrek, að Ford T var snilldarlega einfaldur en jafnframt aterkbyggður.  

Eftir 1923 hallaði hins vegar hratt undan fæti hjá Ford. Hann var kominn af léttasta skeiði, ofmat stöðu sína í harðnandi samkeppni og gerðist íhaldssamur með afbrigðum ef smíði V-8 vélarinnar er undanskilin. .  

Elon Musk er hins vegar á besta aldri og því líklegri til að viðhalda mestu velgengni nýliða í bandarískrar bílaframleiðslu í heila öld. 


mbl.is Tesla hefur framleitt 920.508 bíla á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband